Morgunblaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 2010
ÞAÐ er Avatar, enn og aftur, sem
situr í efsta sæti yfir tekjuhæstu
kvikmyndir helgarinnar og nema
heildartekjur af henni, frá fyrstu
sýningum, tæpum 130 milljónum
króna. Um 107 þúsund miðar hafa
verið seldir á þessa miklu tækni-
brellumynd og hafa sjálfsagt margir
séð hana oftar en einu sinni.
Hin bráðskemmtilega Skýjað með
kjötbollum á köflum, nýjasta teikni-
mynd Sony, fylgir fast á hæla Avat-
ar enda vinsælt helgarsport hjá fjöl-
skyldum að fara í bíó.
Hefndardramað Edge of Dark-
ness, með þungbrýndum Mel Gibson
í aðalhlutverki, er þriðja tekjuhæsta
myndin. Mel snýr þar aftur eftir
nokkurra ára leikhlé en leikstjóri
myndarinnar er Martin Campbell,
sá sami og gerði fyrstu James Bond-
mynd Daniels Craig, Casino Royale.
Rómantíska gamanmyndin It’s
Complicated er í fjórða sæti. Gæða-
leikkonan Meryl Streep fer með að-
alhlutverk í myndinni auk Alec
Baldwin en Steve Martin kemur
einnig við sögu. Íslenskar myndir
halda sér á lista, Bjarnfreðarson og
Mamma Gógó, báðar marg-
tilnefndar til Eddunnar í ár og hafa
hlotið afbragðsdóma.
Kvikmyndin Nine, tilnefnd til
Óskarsverðlauna, er í 11. sæti en
hún er aðeins sýnd í tveim sölum.
Önnur mynd tilnefnd sem besta
myndin á Óskarnum, An Education,
er aðeins sýnd í einum sal og því
neðarlega á lista, eða í 15. sæti.
Tekjuhæstu kvikmyndir helgarinnar
Kjötbolluregni vel tekið
! "# "#
$ %
& '(
) * $+
+
(
,
-
.
'
/
0
1
2
(3
Spagettíhvirfilbylur Teiknimyndin Skýjað með kjötbollum á köflum nýtur
vinsælda hér á landi en slær Avatar þó seint við þegar kemur að tekjum.
Nine er annar söngleikurinnsem leikstjórinn RobMarshall ræðst í að kvik-mynda, en hann sló ræki-
lega í gegn þegar hann leikstýrði Chi-
cago, sem vann Óskarinn árið 2003.
Það var ekki löngu seinna sem hann
ákvað að tækla Nine, sem gerð er eft-
ir vinsælum Broadway-söngleik, sem
síðan er aftur byggður á myndinni 8½
eftir Federico Fellini.
Nine fjallar um ítalska leikstjórann
Guido Contini, en eftir að hafa slegið í
gegn hefur gengið illa hjá honum
undanfarið og síðustu myndirnar
hans hafa algjörlega floppað. Hann er
því í nettri miðlífskrísu, á að vera bú-
inn að skila af sér nýju handriti en
glímir við algjöra ritstíflu og hefur
ekki alveg hreina samvisku þegar
kemur að kvennamálum. Hvert sem
hann snýr sér og hvert sem hann leit-
ar eru konur sem hann þarf á ein-
hvern hátt að gera upp við. Hann er
heltekinn af þeim, en það er mikill
munur á því hvernig þær eru í raun-
veruleikanum og hvernig þær eru í
hugarheimi hans.
Nine snýst algjörlega um persónu
Guidos og miðaldurskreppuna hans.
Konurnar í myndinni eru margar og
hver annarri flottari en þetta er ekki
saga þeirra og við fáum ekki að kynn-
ast þeim nema að svo miklu leyti sem
sögur þeirra samtvinnast sögu Guid-
os, hvort sem um er að ræða raun-
veruleg samskipti hans við þær eða í
söngleikjaskotnu hugarflugi hans.
En það er valin kona í hverju hlut-
verki og þær skila allar sínu með mik-
illi prýði. Feminískum bíófélaga mín-
um var stórlega misboðið hvað
myndin var mikið „karla-egótripp“ en
þrátt fyrir allt eru allar konurnar í
myndinni sterkar á sinn hátt og það
hefði ekki skilað sér með hvaða leik-
konur sem er í hlutverkunum. Það er
þó enginn vafi að Daniel Day-Lewis
ber myndina uppi. Hann leikur Cont-
ini frábærlega og er pirrandi flottur
þegar hann fær mann til að hafa sam-
úð með sjálfselska flagaranum.
Nine er fín skemmtun, fyrir minn
smekk betri en Chicago, ég hef ekki
getað horft á hana aftur en ég sé það
strax fyrir mér að leigja Nine á dvd.
Það er eiginlega skilyrði að fólki finn-
ist söngleikir skemmtilegir til að það
hafi gaman af henni, en tónlistar-
atriðin eru flott og leikararnir syngja
prýðilega. Það verður að fyrirgefa
karlrembuna og muna hvert sagan
sækir efnivið sinn. En ítalski brag-
urinn gerir hana líka skemmtilega.
Það er allt svo öfgakennt og drama-
tískt, en samt svo fullt af lífi.
Háskólabíó, Regnboginn
Nine
bbbmn
Leikstjóri: Rob Marshall. Handrit:
Michael Tolkin og Anthony Minghella.
Aðalleikarar: Daniel Day-Lewis, Marion
Cotillard, Penélope Cruz, Nicole
Kidman, Judi Dench, Kate Hudson,
Fergie. Bandaríkin. 2009.
HÓLMFRÍÐUR
GÍSLADÓTTIR
KVIKMYNDIR
Flott söngleikjamynd í anda Fellinis
Svalur Daniel Day-Lewis veldur ekki vonbrigðum frekar en fyrri daginn.
LEIKSTJÓRINN Kevin Smith, höf-
undur kvikmynda á borð við
Clerks, Chasing Amy og Zack and
Miri make a Porno, ætlar að freista
þess að fjármagna næstu mynd sína
með framlögum frá aðdáendum.
Smith hefur ekki tekist að fá pen-
inga til framleiðslunnar eftir hefð-
bundnum leiðum og hefur því
ákveðið að fara þessa óvenjulegu
leið. Hann segist vera að athuga
möguleikann á því að setja upp fjár-
öflunarvefsíðu.
Verkefnið sem peningarnir eiga
að renna til er kvikmyndin Red
State, hryllingsmynd í ódýrari
kantinum sem segir af viðskiptum
nokkurra utangarðsmanna við hóp
öfgamanna í miðríkjum Bandaríkj-
anna.
Smith segist hafa fengið fjáröfl-
unarhugmyndina frá aðdáanda á
Twitter.
Kevin Smith Peningalaus og biður
aðdáendur að hjálpa sér.
Biður að-
dáendur
um pening
6.02.2010
2 16 20 30 33
0 0 9 5 4
5 4 6 0 5
14
3.02.2010
8 20 21 40 41 44
2629 38
Fráskilin..með fríðindum
SÝND Í ÁLFABAKKA
HHHH
- S.V.,MBL
HHHH
- T.V. - KVIKMYNDIR.IS
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA Á MIDI.IS
Robert Downey Jr. og Jude
Law eru stórkostlegir í
hlutverki Sherlock Holmes
og Dr. Watson
HHHH
„IT’S PROBABLY THE MOST PURELY FUN
FILM EXPERIENCE I’VE HAD ALL YEAR. SEE
IT AS SOON AS YOU CAN“
- WWW.JOBLO.COM
HHH
„BÍÓMYND SEM UNDIR-
RITAÐUR GETUR MÆLT
MEÐ...“
„SENNILEGA EINHVER
ÖFLUGASTA BYRJUN SEM
ÉG HEF SÉÐ...“
- KVIKMYNDIR.IS – T.V.
HHHH
-NEW YORK DAILY NEWS
HHH
„FYNDIN OG VEL LEIKIN“
- S.V. – MBL.
Besti leikarinn,
Robert Downey Jr.
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI,
AKUREYRI OG SELFOSSI
HHH
-T.V., KVIKMYNDIR.IS
TILNEFND TIL
3 GOLDEN
GLOBE
VERÐLAUNA
TILNEFND TIL
2 ÓSKARS-
VERÐLAUNA
nánari upplýsingar ásamt
sýnishornum úr stykkjunum má
finna á www.operubio.is og á
www.metoperafamily.org
SIMON BOCCANEGRA
ENDURSÝND
MIÐVIKUDAGINN
10. FEBRÚAR KL. 18.00
KRINGLUNNI OG Á AKUREYRI
SÝND Í KRINGLUNNI OG SELFOSSI
HHHH
„JONZE HEFUR KVIKMYNDAÐ ÆVINTÝRI EINS OG ÞAÐ
SÉ ALGERLEGA RAUNVERULEGT, SEM LEYFIR OKKUR AÐ SJÁ
HEIMINN MEÐ AUGUM MAX, FULLAN AF FEGURÐ OG HÆTTU.“
- ROLLING STONE, PETER TRAVERS
HHHH
-ROGER EBERT
7
SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
600 kr.
600 kr.
600 kr.
600 kr.
600 kr.
/ KEFLAVÍK
UP IN THE AIR kl. 8 -10:20 L
WHERE THE WILD THINGS ARE kl. 8 7
SHERLOCK HOLMES kl. 10:20 12
MAYBE I SHOULD HAVE kl. 6 L
THE BOOK OF ELI kl. 8 - 10:20 16
BJARNFREÐARSON kl. 5:40 L
WHIP IT kl. 8 7
SHERLOCK HOLMES kl. 10:20 12
THE BOOK OF ELI kl. 8 - 10:20 16
UP IN THE AIR kl. 8 - 10:20 L
PLANET 51 m. ísl. tali kl. 6 L
ALVIN OG ÍKORN... m. ísl. tali kl. 6 L
/ SELFOSSI/ AKUREYRI
GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR,
VIP OG 3D MYNDIR