Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.04.1962, Page 26

Skólablaðið - 01.04.1962, Page 26
- 110 - Stórborgin hefur safnað til sin öllum verzlunarlýð,, og eru þessir helztir, sem ég hef talið. I Litlu-rtalíu búa ítalarnir við fátækt alla daga vikunnar, en hugga sig við það, að alltaf er veizla í nánd með spaghetti og vínum,hversu mikil sem eymdin er. I Greenwich Village búa listamennirn- ir og bohemarnir, og þangað er þeim ráð- lagt að fara, sem iðka vilja frjálsar ástir. A hinu fræga Washington Square er reyndar orðin óalgeng sjón að sjá listamenn í sam- ræðum, en því algengara að sjá konur með barnavagna og aðra smáborgara. 1 Harlem búa svertingjarnir. Það er skuggahverfi New Yorkborgar og vissara að vera þar ekki einn á ferli að kvöldlagi, því að manndráp eru þar vinsæl iðja. Þar mátti fá til skamms tíma allt frá dópi til mannakjöts (N. B. gómfillan bezt segir Ölafur Hansson ). En Harlem hefur einnig sínar ljósu hliðar, því-að þar er frægt auð- mannshverfi, svokölluð Sykurhæð. í þessu hverfi má því sjá auð og eymd N.Y. borgar. Við Wall Street er mesti auður verald- ar samankominn. Það er eini staðurinn, sem hinir fótgangandi skeyta ekki um um- ferðina, en æða yfir hina þröngu og sólar- lausu götu með dollaramerkið x augunum. ÍJtlendingar þekkjast á því, að þeir mega vera að því að líta til' hægri og vinstri. Þannig mætti lengi telja, unz New York yrði fulllýst, og til að æra ekki ó- stöðugan læt ég hér staðar numið. - Þótt New York sé ævintýralegur staður með öllum sínum andstæðum, auði og eymd, skýjakljúfum og hreysum, söfnum og sjónvörpum, bíóum og bingóum, Radio- city og rangölum, Frelsisstyttu og fagur- götum, þá held ég, að ferðalangurinn kjósi ekki að eyða þar ævi sinni. Hann getur vissulega orðið jafneinmana meðal þessara 8 millj.' og í miðri eyðimörk. En fyrir alla muni segið ekki smáborgurum New Yorkborgar þetta. „ q BLEKSLETTUR, frh. af bls. 90. eins stílhreinar og vandaðar sem undanfar- in ár, og er það lllt' til afspurnar, að þar skuli busablaðið skáka hinu virðulega Skólablaði. Síðasta blað var helgað leiklistinni : þrír dómar,hvorki meira né minna. Voru dómar Sverris og Stefáns um Skugga-Svein og hina marglofuðu Utilegumenn ritaðir af sanngirni, en dómur Ölafs R. um Herra- nótt hins vegar af mikilli kómikk, enda er ölafur spégaur hinn mesti. Vitringar Svo sem vænta mátti bar máladeild Menntaskólans og Baldur Sím glæsilegan sigur úr býtum í "spurningakeppni skola- nemenda", Þeir vitringar Baldur Sím 6.X, Einar Már 6. B, Sverrir Hólmars- son 6. B, Sigurður Ragnarsson 5. B. og Jón Ögm. Þormóðsson 5. B* stóðu sig all- ir mjög vel og voru vel að sigrinum komnir. Þeir hafa orðið okkar gamla skóla til mikils sóma. ^ j SKÖLABLAÐlÐi_frh._af_b]_s_1_91J_ á allra vitorði, að stúlkan I. H. , sem á hin gullfallegu kvæði í fyrri "Skólablöð- um", er einn allra pennaliprasti nemand- inn hér í skóla. Svona greinar, séu þær eins vel skrifaðar og þessi, setja lifandi svip á blaðið, þær eru allt annað en leið- inlegar upptalningar borga og bæja. Greinin "Eilífðarhringurinn" er það eina, sem er frumsamið efni ( skáldskapur ) nemanda í þessu tölublaði "Skólablaðsins1.1 Hún er fremur stutt, eins og slíkar skóla- blaðssögur eiga reyndar að vera, hug- myndin er ágæt, en eitthvað endaslepp. GruLdu-opnan er með afbrigðum dauðyflis- leg. Nennir enginn að skreyta blaðið svo að sæmilegt sé ? Mér sýndist fyrirsögnin á fþróttasíðunni vera stæling á fyrirsögn fþróttaþáttar blaðs, sem gefið var út í gagnfræðaskóla nokkrum í bænum fyrir fáum árum (teikn- uð af 13 ára nemanda). Skreyting blaðs- ins er stórt, já mjög stórt atriði. Hún getur ráðið miklu um útlit og lífgað upp á annars dauðar síður. Svo er það "kvæðið" hans Sverris editors. Hvernig væri að birta einhver önnur 34 orð meðfram rönd blaðsiðunnar og hafa miðjuna auða? Yrði það ekki nógu frumjegt ? Menn eru máske orðnir leiðir á þess- um skrifum um lélegt "Skólablað", en. mikið má ef duga skal, og þeir eru efíaust enn fleiri, sem eru óánægðir með Skóla- blaðið sjálft, eina málgagn M. R. Það þarf að hreinsa til í ritnefnd í næstu kosn- ingum, því að í henni eru sumir menn svo latir, að þeir nenna varla að lesa annað en nafnið sitt, þegar blaðið loks kemur

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.