SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Page 2

SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Page 2
2 19. desember 2010 Við mælum með Dagana 7.-23. desember Vinir Sólheima leggja íbúum þar lið við að halda úti jólamarkaði í kjallaranum á Iðu, Lækjargötu. Á markaðnum verða til sölu listmunir, lífræn snyrti- og matvara sem íbúarnir búa sjálfir til. Þá eru ýmsir listamenn einnig væntanlegir í heimsókn með skemmtiatriði og mun Sól- heimakórinn þar meðal annars taka lagið. Jólamarkaður Sólheima 4-6 Vikuspeglar Páfi dregur upp mynd af Jesú frá Nazaret og kvikmyndaleikstjórinn ástsæli Blake Edwards fallinn frá. 28 Girt á Hesteyri Ragnar Axelsson lenti óvænt í girðingarvinnu hjá Önnu Mörtu Guð- mundsdóttur þegar hann átti leið um Mjóafjörð fyrir fimmtán árum. 34 Speki árþúsunda safnað í bók Kolbrún Bergþórsdóttir og Hannes Hólmsteinn Gissurarson eru ólíkar manneskjur með líkar bækur á markaði fyrir jólin. 36 Þróunarkenningin barst fljótt Arfleifð Darwins, Þróunarfræði, náttúra og menning, er fyrsta ritgerða- safnið um þróunarkenninguna á íslensku handa almenningi. 37-39 Purusteik, pip- arkökur og jólavínið Vegleg umfjöllun um mat og drykk fyrir jólin. 40 Hönnun Frónbúans Skapandi álitsgjafar Sunnudagsmoggans velja hönnun í jólapakkann í ár. 45 Bless jólastress Jólin eru að koma, slöppum af og njótum þess að vera til. Lesbók 48 Sálmaskáldið var eitt sinn barn Steinunn Jóhannesdóttir leyfir lesendum að skyggnast inn í bernsku- heim stórskáldsins Hallgríms Péturssonar. 50 Kalda stríðið afrækt Sigurjón Magnússon ræðir um nýja skáldsögu sína, Útlaga, sem fjallar um íslenska sósíalista sem lærðu í Austur-Þýskalandi. Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Golli af Ingvari E. Sigurðssyni og Hilmi Snæ Guðnasyni. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudags- moggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Hugrún Halldórsdóttir, Hólmfríður Gísladóttir, Inga Rún Sigurðardóttir, Ingveldur Geirsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir , Skapti Hallgrímsson. 20 42 Augnablikið H eimavöllur enska knattspyrnuliðsins Manchester United, Old Trafford, er gjarnan kallaður Leikhús draumanna. Stöku áhorfandi á viðureigninni við Arsenal síðasta mánudagskvöld var sannarlega sem í draumi og sumir létu eins og þeir væru í miðju leikriti. Enda hafa sumir þeirra verið það síðustu mánuði og eru eflaust enn. Það á a.m.k. við sílesku námamennina sem voru heiðursgestir. Fyrir leikinn röðuðu ljósmyndarar sér upp við miðju vallarins og beindu löngum linsum sínum upp í heiðursstúkuna. Ég hugleiddi hvaða fyr- irmenni væru þar samankomin og spurði mann vopnaðan myndavél og linsu: „Sílesku námamennirnir.“ Þeir skemmtu sér konunglega, brostu hringinn og veifuðu til fjöldans. Blessaðir mennirnir; þeir áttu aldeilis skilið glæsilega boðsferð á stórleik í enska boltanum. Þetta var lunginn úr hópnum sem þurfti að hafast við í námu langt undir yfirborði jarðar í tvo mán- uði vestur í Síle í haust. Áhugavert að vera staddur á sama leik og þeir. Jafnvel þótt maður sjái þá bara tilsýndar. Síle- búarnir eru kannski frægustu menn ársins, veit þó ekki hvort það er rétta orðið, a.m.k. einhverjir þeir umtöluðustu. Fallega gert hjá Manchester United og samstarfsfyrirtæki félagsins í Síle, vín- framleiðanda sem ég man ekki hvað heitir, að bjóða hópnum yfir Atlantsála. Daginn eftir er svo farið í skoðunarferð um leik- húsið og þá göngum við í flasið á námamönn- unum. Þeir á leið út úr búningsherbergi heima- liðsins, við á leið inn. – Olé! Si! Amigo! Það var álíka súrrealískt og þegar hópur manna með garðsláttuvélar skundaði inn á völlinn kvöld- ið áður, strax eftir leik. skapti@mbl.is Það var hálf súrrealískt að sjá hóp manna með garðsláttuvélar ganga inn á Old Trafford að leikslokum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sláttur á Sílebúum Sílebúarnir brostu breitt og heilsuðu Íslendingunum. Fátt er tignarlegra en skíðastökkvari í miðju kafi. Það sýndi sig þegar Austurríkismaðurinn Thomas Morgenstern sveif gegnum loftið á heimsbikarmóti í Engelberg fyrir helgi. Morgenstern er í hópi fremstu skíðastökkvara heims um þessar mundir og hefur unnið til fjölda verðlauna á stórmótum, svo sem heims- og Ólympíuleikum. Veröld Reuters Máttur Morgensterns 18. desember Hátíðar PopUp Verzlun skýtur upp kollinum á Mýrargötu 6 með vörum frá ýmsum hönn- uðum. 18. desember Jólapakkarall þar sem vörubíll með syngjandi jólasveinum ekur niður Laugaveginn og safnar jólapökkum sem afhentir verða Fjölskyldu- hjálp og Mæðrastyrks- nefnd. 19. desember Jólatónleikar á Norðurpólnum til styrktar Fjöl- skylduhjálp Íslands. Meðal tón- listarmanna eru Björn Thorodd- sen og Guitar Islandico, Ragnheiður Gröndal, Þrjár raddir og Beatur og Ari Eldjárn.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.