SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Side 10

SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Side 10
10 19. desember 2010 A ldrei fór það svo að við fengjum ekki annan Icesave- pakka fyrir þessi jólin. Í fljótu bragði virðist sem inni- hald hans sé heldur kræsilegra en pakkinn makalausi sem þau Steingrímur og Jóhanna ætluðu að þröngva niður um kok okkar á aðventunni í fyrra, en þökk sé okkur sjálf- um, þá höfnuðum við því í þjóðaratkvæðagreiðslu í mars á þessu ári að kokgleypa pakkann. Ríkisstjórnin hefur nú lagt fram Icesave-frumvarp, sem kemur ekki til umfjöllunar á þinginu fyrr en að loknu jólaleyfi, eða í fyrsta lagi þann 17. janúar, 2011. Það gefst því sæmilegt tóm nú, bæði fyrir okkur, almenning á Íslandi, til að kynna okkur frum- varpið í þaula og þingheim. Fari leikar svo að frum- varpið verði að lögum, þá kemur á ný til kasta Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, að ákveða hvort hann staðfestir lögin eða synjar þeim staðfestingar. Það verður hreint ekki svo einföld ákvörðun fyrir forset- ann að taka, því í ljósi alls þess sem sá maður hefur sagt, frá því hann í byrjun þessa árs synj- aði um staðfestingu, verður ekki séð, a.m.k. ekki í fljótu bragði, hvernig hann ætlar að komast hjá því að vísa lögunum í dóm þjóðarinnar. Þetta segi ég ekki síst með tilliti til þess sem hann sagði í viðtali á Bloomberg fyrir nokkrum vikum, um nýjan samning og að eðlilegt væri að þjóðin ætti síðasta orðið þar um. Á hinn bóginn ætla ég ekkert að fullyrða um synjun forsetans, því hann hefur ekki sagt aukatekið orð um Icesave frá því að samningsdrögin voru kynnt. Nú hef ég ekki kynnt mér samningsdrög íslensku samninga- nefndarinnar í þaula, en ég er nokkuð sannfærð um að hún náði mun betri árangri í samningum sínum við Breta og Hollendinga en Svavarsnefndin gerði. Að vísu hef ég enn enga sannfæringu um, hvað sé hið rétta í sambandi við gengisáhættu fyrir ríkissjóð, fari svo að frumvarpið verði að lögum. Þeir sem vilja gera sem minnst úr áhættunni segja að herkostnaður ríkissjóðs af frumvarpinu verði innan við 50 milljarðar króna, en þeir sem telja að gengisáhættan geti verið gífurleg, telja að herkostnaðurinn geti jafnvel hlaupið á mörg hundruð milljörðum króna. En hvað sem er hið rétta í málinu, er ég ekki þeirrar skoðunar að íslenskir skattborgarar eigi að greiða krónu. Við stofnuðum ekki Icesave; enginn spurði okkur og enginn bað okkur um að gangast í ábyrgð fyrir einkabanka. Gamli Landsbankinn, banki í einkaeigu og án ríkisábyrgðar, bauð upp á Icesave-innlán – netreikninga með háum innláns- vöxtum, fyrst í Bretlandi svo í Hollandi. Þannig safnaði gamli Landsbankinn óheyrilegum fúlgum fjár frá sparifjáreigendum í Bretlandi og Hollandi sem voru að sækjast eftir eins háum vöxt- um og kostur var. Þeir tóku þannig líka meiri áhættu en gengur og gerist fyrir venjulega sparifjáreigendur. Það voru bresk og hollensk stjórnvöld sem ákváðu að greiða innstæðueigendum í Bretlandi og Hollandi út, ekki við íslenskir skattgreiðendur. Mér finnst ýmislegt athugavert í framkomu Steingríms J. Sig- fússonar fjármálaráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis- ráðherra í garð fjölmiðla undanfarna daga. Mér finnst að þau bæði tvö mættu temja sér það sem þau sjálf hafa boðað. Þau hafa frá stjórnarmyndun sagst vera talsmenn opinnar og gegnsærrar stjórnsýslu, en laumuspilið og pukrið hafa ráðið nánast hverri þeirra gjörð. En þau láta ekki þar við sitja, því nú, eftir að samn- ingsdrögin hafa verið kynnt, koma þau fram af slíku yfirlæti og hroka, að til háborinnar skammar hlýtur að teljast. Þannig hefur Steingrímur pundað á fréttamann RÚV fyrir að spyrja heimsku- legra spurninga og hann hefur sömuleiðis lesið blaðamanni Morgunblaðsins pistilinn fyrir ámóta „sakir“. En steininn tók þó úr þegar mbl.is bað Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um stutt viðtal, og þegar hún vissi um hvaða fjölmiðil var að ræða, sagðist hún ekki hafa tíma til þess að svara. Þetta heitir einelti stjórnmálamanns í garð fjölmiðils. Getur for- sætisráðherrann leyft sér slíka framkomu?! Drambsemi valdhafanna Agnes segir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon ’ Þetta heitir einelti stjórn- málamanns í garð fjölmiðils. Getur forsætisráðherrann leyft sér slíka fram- komu?! 08.05 Vekjaraklukkan er beðin um 5 mínútna grið og svo aftur aðrar 5, en síðan verður ekki til legunnar boðið lengur, fyrst er hlaupið í ísskápinn eftir lýsissopa og appelsínusafa, síðan rakstur, sturta og straujun á skyrtu. Æ, hvað tíminn er fljótur að líða. 09.01 Þau eru búin með fyrsta versið í aðventusálminum við bænastjakann í Hallgríms- kirkju þegar ég hendist inn í kirkjuna, samstarfsfólkið sem hittist á hverjum þriðjudags- morgni í bæn og svo morg- unverði, sem Friðrik drengja- kórsstjóri sér um í dag. Hann á afmæli, við syngjum afmælissöng og fáum flott með kaffinu. Hvernig var helgin? Hvað er framundan í kirkjunni? Helgin var mjög lífleg, söngur og org- elspil og jólin á næsta leiti. 10.10 Fundur með Birni Steinari og prestunum, hvað ætl- um við að spila, hvað syngja kór- arnir í jólamessunum? 11.00 Trompetdúóið Ásgeir og Eiríkur mætir til að ákveða efnisskrá fyrir Hátíðarhljómana á gamlárskvöld. Okkur langar til að spila eitthvað sem við höfum ekki spilað áður, við ákveðum að prófa tvö óþekkt barokkstykki á fyrstu æfingunni á fimmtudag- inn. 12.30 Inga Rós nær í mig til að eiga með mér hádegisverð í bænum, Áskell hringir af veit- ingahúsi neðst á Laugavegi og langar að borða þar með mömmu og pabba. Ekki leiðinlegt það. Fínasti steinbítur og koli í fléttu með saffrangulum hrísgrjónum, namm hvað fiskur er frábær matur. Sitjum við gluggann og erum stöðugt að heilsa fólki á ferð um Laugaveg. 13.33 Kveð Ingu Rós við Ti- ger-búðina, hún þarf víst að kaupa nýjar birgðir af kertum. Stika hratt upp á Skólavörðu- holtið. 14.00 Fundur í stjórn List- vinafélagsins. Allir mættir. Á dagskránni er umræða um myndlist í kirkjunni. Mikið erum við dugleg að tala, mikið eigum við frábært fólk í Listvinafélag- inu. Fundurinn ætlar aldrei að enda, niðurstaðan að full þörf sé á að halda sérstakt málþing um myndlist og kirkju, en engan æs- ing, ekki fyrr en á næsta ári! 16.41 Fundurinn er búinn og bara 19 mínútur í næsta fund, ég sem ætlaði að komast heim á milli funda, þó ekki væri nema til að ná í tónkvíslina sem ég gleymdi á kommóðunni í gang- inum heima og get ekki verið án á kóræfingunni í kvöld. Læt slag standa, sóknarnefndarfólkið er byrjað að tínast inn í suðursal- inn, það er létt yfir mönnum, í eldhúsinu er verið að hita súkkulaði fyrir þennan jólasókn- arnefndarfund. 17.00 Settur fundur í sóknar- nefnd. Mörg mál á dagskrá. Fyr- irmæli frá formanni að þetta eigi að vera léttur fundur, það gengur eftir, spaugsyrði fjúka. Heita súkkulaðið og randalínið eru hressandi til að byrja með, en þegar lengra líður á fundinn verða augnlokin þung, eitt augnablik er ég kominn út í á með veiðistöng, en hrekk upp við hvellan hlátur, þegar einn nefndarmaðurinn stingur upp á því að selja pípuhreinsara til að fjármagna löngu tímabæra hreinsun á orgelinu! 19.05 Sóknarnefndarfundi lokið en um leið er byrjaður fundur í stjórn Mótettukórsins. Þetta stefnir í mesta maraþon- fundadag í lífi mínu. Sem betur fer hefur stjórnin keypt pitsu, því án matar mun ég ekki lifa af kóræfinguna sem framundan er. Á dagskrá eru fjármál og kynn- ingarmál jólatónleika Mót- ettukórsins og Kristins Sig- mundssonar milli jóla og nýárs, það verður að halda vel um alla þræði. 20.00 Ég hendist inn í kirkju þar sem allt er að verða tilbúið fyrir útvarpsupptöku og kóræf- ingu. Við syngjum nýtt jólalag RÚV, eftir Sigurð Sævarsson, „Þeir hringja hljómþungum klukkum“. Þetta verður frum- flutt í útvarpinu sem síðasta lag fyrir fréttir á jóladag, Bjarni Rúnar stillir tækin og við renn- um laginu nokkrum sinnum í gegn, uns Bjarni er ánægður. Þá er eftir góður tími til að æfa fyrir allt það sem framundan er, sjón- varpsmessuna og jólatónleikana. Ég er svo ánægður með þennan kór, frábært fólk sem gaman er að þjálfa, Hodie Christus í bland- aðri uppstillingu hljómar unaðs- lega. 22.29 Á síðustu orkunni brýnir kórstjórinn fyrir hópnum sínum að mæta stundvíslega á æfingarnar framundan. Hug- urinn hefur þegar borið ör- þreyttan manninn heim í Skjólið, þegar formaður kórsins bendir á að stjórnarfundinum hafi ekki alveg verið lokið, nokkur mál séu enn óafgreidd, ó mig auman. Allt í lagi, við klárum það. 23.25 Helgi Steinar ekur mér heim þar sem vel er tekið á móti mér. 24.05 Heilsute og mjúkt rúmið líkna og leiða inn á lendur drauma og sælu. Í höfðinu ómar „noe, noe, noe“. Dagur í lífi Harðar Áskelssonar, kantors í Hallgrímskirkju Morgunblaðið/Golli Dagur hinna mörgu funda

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.