SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Síða 13

SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Síða 13
19. desember 2010 13 Kristnir menn trúa því að Jesús hafi fæðst og verið á þessari jörð og að hann hafi verið eins og hvert annað barn en um leið alveg einstakt. Ekki er hægt að sanna að hann hafi fæðst í fjárhúsi og verið lagður í jötu því ekki er til myndbandsupptaka af fæðingunni og ekkert skjalfest um hana. Jafnvel þótt fæðingarvottorð Jesú fyndist myndi það ekki sanna að hann hafi verið frelsari mannanna en það sem er mikilvægast í sögunni er satt og það er ekki tilviljun að sagan er sögð eins og raun ber vitni. Og hún hefur mikla merkingu. Kannski er erfitt að fullyrða um atburð sem á að hafa gerst fyrir um það bil 2.000 árum en hægt er að færa sagnfræðilega góð rök fyrir því að Jesús hafi verið til, en hvort hann hafi verið eitthvað merkilegri en aðrir menn er svo bara komið undir mati hvers og eins. Menn geta auðvitað haft sagn- fræðilegan efa um að hann hafi verið til og fólk efast líka trúarlega um að hann hafi haft eitthvað merkilegt fram að færa. Hins vegar geta menn ekki efast um það að eftir fæðingu hans gerðist eitthvað í mannkyns- sögunni; til varð þessi hreyfing og enn þann dag í dag hreyfir þessi saga, jólaguðspjallið, við fólki. Þessi saga hefur ofboðslega mikið aðdrátt- arafl, burtséð frá allri sagnfræði. Sumir halda því fram að jóla- guðspjallið sé hin fullkomna saga. Allir efast líklega einhvern tíma og það er ekki nýtt; Jesús skammaði til dæmis lærisveina sína fyrir trúleysi. Svo eru líka til menn sem eru hrein- lega jafn sannfærðir um að þetta sé allt vitleysa og hörðustu trúmenn eru sannfærðir um að þetta sé allt rétt í öllum smæstu smástriðum. Það eru til öfgar á báða bóga og þær eru varhugaverðar í hvora áttina sem þær liggja. Jafnvel andskotinn veit að guð er til. Það að trúa er að treysta guði fyrir lífi sínu en það hefur í sjálfu sér ekk- ert upp á sig að trúa því að jóla- guðspjallið hafi gerst nákvæmlega eins og sagt er að það hafi gerst. Og maður getur trúað því að sagan sé rétt, að Jesús hafi fæðst í fjárhúsinu, án þess að trúa á Jesú krist. Spurn- ingin er um afstöðu mannsins, hina trúarlegu afstöðu. MEÐ Svavar Alfreð Jónsson sóknarprestur í Akureyrarkirkju Er sagan af Jesú og Maríu örugglega sönn? Þessi saga hefur ofboðslega mikið aðdráttarafl, burtséð frá allri sagnfræði. Ég get svarað spurningunni afdrátt- arlaust neitandi. Menn deila um það hvort fyrstu heimildir um fæðingu Jesú séu frá því árinu 70 eða 190 en það eru a.m.k. engar staðfestar heimildir til. Málið er eiginlega tvíþætt: annars vegar hvort maður lítur á Jesú sem mann, son guðs, guð eða hálfguð. Ég tel hverfandi líkur á að um guðlega veru í nokkrum skilningi hafi verið að ræða, sögur af meyfæðingu og upprisu eru auðvitað ekki trúlegar og enn frá- leitari þegar horft er til hversu lengi sögurnar hafa gengið á milli manna áður en nokkuð var skráð og hversu ólíkar þær eru. Skondnustu rökin fyrir meyfæðingunni sem ég hef heyrt koma frá núlifandi presti og er að sagan hljóti að vera sönn vegna þess hversu ósennilega hún er. Sem hlýtur þá að þýða allar aðrar sögur af meyfæðingum séu sannar. Hins vegar er spurningin um það hvort maður sem hét Jesú hafi predik- að um þá hluti sem sagt er. Það getur vel verið og svo er mögulegt að margar sögur hafi safnast saman og séu eign- aðar einum manni. Það er margt já- kvætt í boðskapnum sem hægt er að nýta sér en eitt og annað er ekki mjög geðfellt og þá hafnar maður því. Það þarf enga trú á yfirnáttúru til að greina þarna á milli. Við höldum jól, stöku sinnum þykir það undarlegt vegna þess að við trúum ekki á guð. En þessi hátíð er miklu eldri en kristnin og það er gaman að hitta gott fólk og gera vel við sig í mat og drykk á þessum tíma. Enda held ég að reyndar trúarinnihaldið sé ekki mikið hjá mörgum, frekar að fólk hef- ur gaman af því að hitta fjölskyldu og vini og borða góðan mat, alveg eins og við. Ég var frekar ungur þegar ég áttaði mig á því að ekki væru miklar líkur á því að eitthvað væri til í þessum sög- um. Þetta gerðist smám saman, það er auðvelt að hugsa að eitthvað geti verið til sem maður skilur ekki og til að vera ekki með leiðindi sleppir maður að taka afstöðu í einhvern tíma, eða að tala mikið um hana. Svo kemur að því að maður verður að vera heiðarlegur. En það truflar mig alls ekki þótt aðrir trúi, og þótt við hjónin séum bæði trú- laus og höfum verið lengi er a.m.k. einn sonur okkur frekar trúaður en hitt. Við troðum skoðunum okkar ekki upp á aðra. MÓTI Valgarður Guðjónsson kerfisfræðingur og trúleysingi Það truflar mig alls ekki þótt aðrir trúi. Erlent Viðskipti Íþróttir - V I L T U V I T A M E I R A ? ÍS L E N S K A /S IA .I S /M O R 51 87 2 11 /1 0

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.