SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Qupperneq 14

SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Qupperneq 14
14 19. desember 2010 Þ að er ekki erfitt að falla í stafi yf- ir dýrðinni sem blasir við af stóra sviði Borgarleikhússins. Á sviðinu er svið, og utan um það eitt glæsilegasta leikhús sem reist hefur verið á Íslandi með gylltum áhorf- endastúkum, rómverskum höggmyndum og rauðum og þungum plusstjöldum. Einhvers staðar í fjarskanum rís tign- arlegur kastali og ólgandi himinn allt í kring. Hið sjónræna tekur yfir um stund en þegar mesta glýjan er runnin af blaða- manni átta eyrun sig á því sem er að ger- ast á sviðinu. Þar gengur leikstjóri og að- stoðarleikstjóri um á milli leikara og samskiptin eru ekki af einfaldara taginu þar sem skipt er á milli íslensku, ensku og rússnesku eftir því hver er að tala og við hvern. Leikstjórinn og Litháinn Oskaras Koršunovas hefur Ásdísi Þórhallsdóttur sér til fulltingis við að koma íslenskum leikurum og enskumælandi dönsurum í skilning um hvaða litum hann vill mála Ofviðri Shakespeares. Þeirra á meðal eru Ingvar E. Sigurðsson sem fer með hlutverk hins útlæga hertoga Prosperos og Hilmir Snær Guðnason sem fer með hlutverk þrælsins Kalíbans, eða er hann villimaður eða náttúrubarn? Í öllu falli er hann feginn að kasta af sér hnaus- þykkum og sjóðheitum hamnum áður en þeir tveir setjast niður með blaðamanni að lokinni einni síðdegisæfingunni. „Þetta er síðasta verk Shakespeares og það ber þess merki,“ segir Hilmir Snær. „Hann er í raun að kveðja og gera upp sviðið og áhorfendur en verkið fjallar um lífið og manneskjuna, veginn áfram og hvar við endum.“ Ingvar kinkar kolli. „Leikritið hefur fjölmarga þræði og það má segja að ýmislegt kallist á við okkar veruleika í dag. Það fjallar um mann sem er að gera upp fortíðina og bróðursvik og erum við ekki einmitt í því núna að gera upp svik við bræður okkar og systur?“ Verkið flokkast með leikritum eins og Draumi á Jónsmessunótt og Þrett- ándakvöldi enda er mikill ævintýrabragur á því þar sem fyrir koma galdrar, töfrar, púkar, andar, álfar, náttúrudjöflar og alls kyns kynjaverur. „Inn í það fléttar leik- stjórinn svo leiksviðinu, listinni, leik- aranum og hlutverkinu og loks mann- eskjunni,“ segir Hilmir Snær. Orðin eins og nótur á blaði Téður leikstjóri er ekki af verra taginu. Auk þess að vera leikhússtjóri Borgarleik- hússins í Vilnius er hann talinn meðal fremstu leikstjóra í Evrópu enda hafa kraftmiklar uppsetningar hans á klass- ískum leikhúsverkum vakið mikla athygli og m.a. hlotið Evrópsku leiklist- arverðlaunin. „Koršunovas er í heims- klassa,“ segir Ingvar. „Ég hafði séð þrjár sýningar með honum úti í heimi og var búinn að tala um hann í mörg ár. Meðal annars reyndum við í Vesturporti að fá hann til liðs við okkur fyrir nokkru en það gekk ekki því hann var bundinn fimm ár fram í tímann. Magnús Geir [Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins] er hins vegar svo þrjóskur að hann hætti ekki fyrr en að hann lét undan.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir fé- lagar vinna með leikstjóra frá Litháen því báðir hafa leikið undir stjórn Rimas Tum- inas í Þjóðleikhúsinu. Og þeir segjast finna skyldleikann. „Það er alltaf mikil reynsla og lærdómur í því að fá einhverja úr öðrum menningarheimi því þótt leik- húsið virki í meginatriðum á svipaðan hátt þá er annars konar hugsun í austur- evrópska leikhúsinu en hér,“ segir Hilmir Snær. „Líkt og Tuminas horfir Kor- šunovas á sýninguna myndrænt. Hann lýsir heilu köflunum og senunum á annan hátt en beinlínis með orðum en í staðinn býr hann til stemningar og hughrif og reynir að fá fram ákveðna tilfinningu í senunni. Það er eins og hann sé að mála hana og textinn kemur svo með.“ Ingvar tekur undir þetta. „Það er ekki alltaf sem við leikum orðin heldur miklu fremur innihald þeirra og þá verða orðin sjálf bara verkfæri – eins og nótur á blaði.“ Þetta skiptir máli, ekki síst þar sem leikstjórinn og leikararnir tala gerólík tungumál. Aðstoðarleikstjórinn Ásdís Sigurðardóttur, sem er leikhúsmenntuð í Rússlandi, túlkar allt sem fer á milli hans og leikaranna og dansaranna, sem svín- virkar að sögn Hilmis Snæs. „Hún les jafnóðum hverja setningu sem við flytj- um, á rússnesku fyrir hann, þannig að hann fær þetta beint í æð og smátt og smátt fer hann að þekkja íslenska textann betur.“ Fleiri tungumál koma við sögu því nokkrir dansaranna úr Íslenska dans- flokknum tala ekki íslensku og því þýðir Ásdís fyrirmælin á ensku fyrir þá. Loks er litháíska móðurmál Koršunovasar. „Á æf- ingunum er hann með þrjú handrit fyrir framan sig: litháíska textann, rússneska textann og íslenska textann,“ útskýrir Ingvar. „Að auki er enska frumhandritið alltaf uppi við, við kíkjum öll í það til að bera saman þýðingar.“ Vissulega hægir þetta eitthvað á æfing- arferlinu, en í sumum tilfellum þýðir það einfaldlega að leikararnir fá betri tíma til að melta það sem sagt er. „Alla vega er Koršunovas ákaflega yfirvegaður skip- stjóri sem skapar ró í vinnuferlinu og það er mjög gott. Stundum vinnur hann bara í smáatriðum og manni finnst lítið þokast áfram en síðan koma dagar þar sem hann áorkar nánast tveggja vikna vinnu. Hann er alger töframaður.“ Manneskjan alltaf eins Ingvar og Hilmir Snær eru í ólíkum hlut- verkum. Sá fyrrnefndi ljær hinum útlæga hertoga Prospero atgervi sitt á meðan hinn síðarnefndi er í hlutverki þrælsins og náttúrubarnsins Kalíban, ótaminnar furðuveru sem kölluð er hinum ýmsu nöfnum í leikritinu. Eins og títt er með kónga og þræla eru þeir hvor á sínum endanum á virðingar- og valdastiganum. „Kalíban er náttúrubarnið sem heim- spekingurinn og siðfræðingurinn Pro- spero ætlar að temja, en það gengur ekki upp því það eru dýrsleg element í honum sem eru ótemjanleg,“ segir Ingvar. „Ég held að Prospero hafi m.a. samviskubit yfir því að hann hafi kannski skemmt hann – gert hann verri.“ Hilmir Snær samsinnir þessu. „Kalíban er hins vegar að reyna að brjótast undan þessu oki og þótt hann sýni auðmýkt er það ekki af ómældri virðingu fyrir Prospero heldur miklu frekar hræðslu.“ Ingvar heldur áfram: „Þegar þetta er skrifað er heimurinn að stækka og ný- lenduþjóðirnar að verða til. Það er mjög klókt hjá Shakespeare að gera sér grein fyrir því á þessum tíma að menn væru að fara illa með frumbyggja úti í heimi.“ Hann bætir því við að það sé ástæða fyrir því að verk Shakespeares séu sett upp aft- ur og aftur út um allan heim. „Það er svo margt sammannlegt í verkum Shake- speares og það eldist ekkert eða breytist,“ segir Hilmir Snær. „Manneskjan er alltaf eins og það eru alltaf sömu hlutirnir sem koma upp aftur og aftur, sama á hvaða tímum við lifum.“ Að þessu sinni er texti Shakespeares settur upp í nýrri þýðingu Sölva Björns Sigurðssonar sem leikararnir segja mjög sterka og vel skiljanlega. „Hún er svolítið nútímaleg, án þess að fara frá hrynjand- inni í texta og rími. Bragarháttur Shake- speares heldur sér og er stöðugur í þessu verki, þótt hann skipti stundum á milli bundins og óbundins máls í öðrum verk- um sínum.“ Þeir segja hið bundna mál ekki þvælast fyrir í glímu þeirra við text- ann, nema síður sé. „Það getur verið betra að læra textann þegar hann er bundinn í stuðla og höfuðstafi og í sumum tilfellum með endarím,“ segir Hilmir Snær og Ingvar er því sammála. „Þetta er eins og músík og stundum telur maður í þegar maður er að læra textann. Svo fer maður að brjóta upp hrynjandina og setja meiri merkingu í orðin.“ Það fer ekki hjá því að væntingarnar séu miklar fyrir frumsýninguna á Ofviðr- inu, enda um stóra sýningu að ræða með fjölda þekktra leikara, dansara frá Ís- lenska dansflokknum, stórkanónur á borð við Högna Egilsson úr Hjaltalín sem semur tónlistina og litháíska leikmynda- Ævintýralegar furðuverur og fortíðarsvik Hilmir Snær Guðnason og Ingvar E. Sigurðsson lofa hughrifum í stærri kantinum og öllum til- finningaskalanum í jólasýningu Borgarleikhúss- ins, Ofviðrinu eftir William Shakespeare í leik- stjórn Litháans Oskaras Koršunovas. Texti: Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Ljósmyndir: Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is Leikhúsið í leikhúsinu er í forgrunni í sýning- unni, enda leikmyndin byggð upp í kring um leiksvið á sviðinu þar sem persónurnar í verkinu troða upp og sýna leikrit að þeirra tíma hætti.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.