SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Page 18

SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Page 18
18 19. desember 2010 Það er hefð hjá mörgum íslenskum fjölskyldum að koma saman á aðvent-unni til að búa til laufabrauð, enda ekki verra að vera margir í slíkri framleiðslu þarsem handtökin við brauðgerðina eru ófá. Á dögunum komu afkomendur Sigríðar Björnsdóttur saman í þessum tilgangi og lögðu háir sem lágir sitt af mörkum til að gera þessar íslensku listaverkakökur sem glæsilegast úr garði. Var heldur ekkert upp á útkom- una að klaga enda margra ára þjálfun að baki. Hápunkturinn var svo hangikjötsveisla að loknu góðu dagsverki þar sem afrakstursins var notið með öðru íslensku jólameti. Ættmóðirin Sigríður Björnsdóttir fylgist með barnabörnunum sínum nostra við laufabrauðsskurðinn sem er heilmikið nákvæmnisverk. Rakel Vala er einbeitt við skurðinn. Tengdabörn Sigríðar sjá um steikinguna, Eyjólfur og Gugga við pottinn. Lítið verður úr verki án áhaldanna, hnífa og laufabrauðsjárna. Brauð að bíta í á jólunum Bak við tjöldin Fátt skapar meiri jólastemningu en að skera út laufabrauð í faðmi fjölskyldu og vina í aðdraganda hátíðanna. Ljósmyndir: Ernir Eyjólfsson ernir@mbl.is Texti: Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Margar hendur vinna létt verk, ekki síst í notalegu andrúmslofti. Að loknu góðu verki er efnt til hangikjötsveislu með nýsteiktu laufabrauði. Barnabörnin njóta samvist- arinnar. Veisla handan við hornið.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.