SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Page 20

SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Page 20
20 19. desember 2010 É g er bara býsna góður, þakka þér fyrir. Það er helst fótboltinn, sem ég æfi þrisvar til fjórum sinnum í viku, sem er að hrella á mér hnén. Ég hef komist tiltölulega heill frá hinum grein- unum,“ segir Magnús Ingvason brosandi þegar fundum okkar ber saman í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, þar sem hann kennir. Það er sannarlega óvenjuleg aðferð til að halda upp á fimmtugsafmælið að keppa í 28 ólíkum íþróttagreinum á einu og sama árinu en Magnús er langt kominn með ætl- unarverk sitt. Eftir júdóið á föstudagskvöldið eru 27 greinar að baki og aðeins eftir mót í ólympískum lyft- ingum en ekki er komin dagsetning á það ennþá. „Þetta er að ganga upp. Lyftingamenn ætla að halda jólamót og ég trúi ekki öðru en af því verði. Þeir fara nú varla að skemma þetta fyrir mér. Annars er mér að mæta,“ segir Magnús með stórt glott á vörum. Í lífshættu í mótókrossi Raunar er ekki laust við að hann kvíði greininni örlítið, alltént ef marka má lýsingu í 18. fréttabréfi hans vegna uppátækisins: „Ég á reyndar í nokkrum vandræðum með þessa grein og hún er erfiðari en flestar aðrar. Keppt er í jafnhöttun og snörun. Í snörun t.d. þarf að rykkja lóðunum frá gólfi og upp fyrir höfuð. Vandamálið er að lyftingastöngin er 20 kg., klemmur til að festa lóð- in eru 5 kg. og svo eru léttustu lóðin 10 kg. Þetta eru því 45 kg að lágmarki. Það er meira en að segja það að „grýta“ því yfir höfuðið. Reyndar eru til minni lóð sem eru á stærð við mjög litla og pena kökudiska. Það lítur bara fáránlega út þannig að ég mun reyna hvað ég get við 45 kílóin.“ Spurður hvaða grein hafi verið erfiðust fram að þessu þarf Magnús ekki að hugsa sig lengi um. „Ég var tví- mælalaust í mestri lífshættu í mótókrossi. Ég var á 450 kúbika hjóli á erfiðustu braut landsins í Þorlákshöfn. Mikið var búið að róta í brautinni þegar kom að mér og sandurinn náði mér í hné. Það var ekkert grín að festa hjólið meðan aðrir keppendur brunuðu hjá. Ég svitnaði mest í þessari grein.“ Í spjalli okkar í Sunnudagsmogganum um miðjan mars lýsti Magnús því yfir að hann kviði mest fyrir list- dansi á skautum. Raunar var hann á þeim tíma ekki viss um að af því móti gæti orðið enda ekki gert ráð fyrir full- orðnum keppendum. Þær pælingar enduðu með því að ég lofaði að mæta og keppa við hann ef allt um þryti. Til allrar hamingju gaf sig fram gamall skólabróðir Magn- úsar, Kristinn Jónsson að nafni, og hjó mig niður úr snörunni. Misnota ég hér með aðstöðu mína og útnefni Kristin mann ársins – alltént frá mínum bæjardyrum séð. Mótinu lauk á þann veg að Magnús hafnaði í öðru sæti, á eftir Kristni, og fékk heiðursverðlaun dómnefndar. Að hans sögn voru áhorfendur afar vinsamlegir og munaði þar mest um sextíu unglingsstúlkur sem hvöttu þá Kristin óspart áfram. Svo rammt kvað að látunum að Magnús upplifði sig sem eldri bróður poppprinsins Just- ins Biebers. Hann hafði lært nokkur trix fyrir mótið en þegar á hólminn kom sleppti hann þeim „til að haldast uppi- standandi“. „Á móti kom að æfingarnar voru ekkert sérstaklega merkilegar.“ Ekki verður á allt kosið. Tapaði fyrir Kalla Þórðar Magnús komst einnig á pall í venjulegum dansi. Ekki er heldur keppt í hans aldursflokki þar en fundin var handa honum „hörkugóð“ dansdama og fimm önnur pör ræst út. „Við æfðum þrisvar til fjórum sinnum og höfnuðum í þriðja sæti af sex pörum. Það er ekki slæmur árangur.“ Þess má til gamans geta að Karl Þórðarson, fyrrver- andi landsliðsmaður í knattspyrnu, og Erna Haralds- dóttir kona hans urðu í öðru sæti á mótinu. Það kemur líklega fáum sem sáu Karl leika knattspyrnu á óvart, hann er með fótafimari mönnum og steig á sinni tíð æð- isgenginn dans við ófáan varnarjaxlinn. Hljóp á vegg eftir 292 metra Einu greinarnar sem Magnús stundar að jafnaði eru fót- bolti og golf. Hann kann þó sitthvað fyrir sér í ýmsum öðrum greinum. Handbolti er líklega ekki ein af þeim ef marka má söguna af því þegar Magnús makaði klíst- urefninu harpexi á hendurnar á sér fyrir leik. Að því búnu hélt hann upplitsdjarfur í hornið. Þegar hann ætl- aði að senda boltann frá sér í fyrsta skipti brá honum hins vegar í brún; boltinn datt bara dauður við fætur hans. „Á daginn kom að ég hafði notað margfalt of mikið harpex. Það var eins og ég hefði dýft lúkunum í trélím.“ Eftir þessa neyðarlegu uppákomu skundaði Magnús inn á línuna og undi hag sínum vel þar. Hápunktur leiksins var þegar Magnúsi var dæmt víti. „Því miður brenndi ég af. En það munaði samt litlu að ég hefði verið með 100% nýtingu á ferlinum.“ Reynsluleysi sagði til sín í fleiri greinum, eins og frjálsum íþróttum. Magnús keppti meðal annars í 400 metra hlaupi og reykspólaði upp úr blokkunum. „Ég er sannfærður um að ég hafi hlaupið fyrstu 292 metrana á Íslandsmeti – en þá hljóp ég líka á vegg. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvernig ég kláraði hlaupið en þegar ég skreið í mark hafði ég misst allan áhuga á því að vita tímann!“ Skondin uppákoma varð líka í hestaíþróttunum. Magnús Ingvason hóf mikinn sóknarleik undir lok skylmingamótsins og sýndi sannkallaða Zorro-takta. Sann- kallaðir Zorro- taktar Sumir halda veislu, aðrir fara til útlanda. Magnús Ingvason gerði hvort tveggja og að auki valdi hann óvenjulega leið til að fagna fimmtugsafmæli sínu – keppti á mótum á vegum allra sérsambanda ÍSÍ. Nú þegar 27 mót af 28 eru að baki lítur hann stoltur yfir (f)árið. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.