SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Page 24

SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Page 24
24 19. desember 2010 um aukið samráð. Við höfum minnt á hversu miklum árangri slíkt samstarf skilaði undanfarin tvö ár. Alltaf kemur sama svarið frá meirihlutanum og þá sér- staklega Besta flokknum: Við erum nýliðar, erum að fóta okkur og finna okkur og teljum það best gert með þessum hefðbundna hætti. Pólitískt reynsluleysi virðist þannig gera það að verkum að fulltrúar Besta flokksins fara í þau hjólför sem fyrir eru í stað þess að leyfa sér aðrar leiðir. Það er líkt og þau hafi eftir kosningar séð að verkefnið var stærra en þau höfðu áttað sig á og þá séð þann kost vænstan að taka í höndina á þeim flokki sem hvað verst komst frá þess- um kosningum en kann á kerfið. Síðan hefur Sam- fylkingin í alltof ríkum mæli stjórnað för. Kannski var það auðveldasta leiðin fyrir þetta ágæta fólk í Besta flokknum, sem gaf svo mörg fyrirheit um eitthvað allt annað, en það er ekki besta leiðin fyrir fólkið í borginni. Ég get ekki séð að slíkt valdaafsal Besta flokksins sé í samræmi við þær væntingar sem til hans voru gerðar. Ég tel reyndar að fulltrúar Besta flokksins hafi gert sín mestu mistök með því að fara beint í meirihlutasamstarf við einn stjórnmálaflokk. Það er svo mikilvægt að kjósendur geri auknar kröfur til stjórnmálamanna. Geri þá kröfu að stjórn- málamenn standi við gefin loforð, leiti stöðugt bestu lausnanna og hafi skýra sýn. Á þessu byggist traust á milli manna og á þessum gagnkvæma skilningi bygg- ist gott samfélag. Og á þessu byggist uppbyggingin sem framundan er og fulltrúar nýs meirihluta í Reykjavík geta ekki skotið sér undan því. Þarna má ekki gefa neinn afslátt, jafnvel þótt slíkt geti haft skemmtanagildi í skamman tíma.“ Munum endurskoða samstarfið Sumir segja að þú hafir tekið áhættu þegar þú þáðir boð meirihlutans um að verða forseti borgar- stjórnar. Finnst þér að það hafi verið rétt ákvörðun? „Ég leit aldrei á það sem áhættu, miklu frekar sem skyldu mína. Ég hef heldur aldrei litið svo á að ég sitji í þessu embætti í umboði meirihlutans, heldur í um- boði borgarbúa. Og ég hef aldrei skynjað að þetta verkefni mitt hefti mig með einhverjum hætti í gagn- rýni minni á meirihlutann, heldur hef ég talið að þannig geti ég betur unnið að góðum ákvörðunum og vonandi komið í veg fyrir einhverjar slæmar. Að ein- hverjir skuli telja það persónulega áhættu fyrir mig, finnst mér einungis staðfesta að stjórnmálin þurfa að endurskoða gildismat sitt og tilgang. Ég veit að með því að taka að mér þetta embætti er ég að fara aðra leið en farin hefur verið í íslenskum stjórnmálum, þótt hún sé þekkt annars staðar. En ég vildi gera þessa tilraun, sem er til eins árs, og kanna þannig hvort jarðvegur væri fyrir því að auka og bæta samstarfið á vettvangi borgarstjórnar. Ég hefði ekki verið samkvæm sjálfri mér ef ég hefði ekki verið reiðubúin að taka þetta að mér, enda hef ég lengi boðað ný vinnubrögð á vettvangi stjórnmálanna. Í þau tvö ár sem ég var borgarstjóri stóð ég fyrir því að efna til stóraukins samstarfs við minnihlutann og ég talaði fyrir samstjórn allra flokka í aðdraganda kosn- inga, það er að völdin endurspegluðu fylgi hvers og eins flokks. Mig langar að sjá stjórnmál þar sem allir kjörnir fulltrúar sinna af sama krafti störfum fyrir íbúa. Ég vil standa vörð um þær hugsjónir, hvort sem ég sit við borðsendann eða einhver annar. En ég get alveg viðurkennt að samstarfið við þann meirihluta sem nú ræður borginni hefur ekki þróast með þeim hætti sem ég hefði viljað sjá og með þeim hætti sem ég vonaðist til fyrir borgarbúa. Þessi nýja leið hefur ekki enn að minnsta kosti reynst farsælt framhald á þeim nýju vinnubrögðum sem við inn- leiddum eftir kreppu, né hefur það reynst upphafið að einhverju nýju og því er það auðvitað spurning hvort þessi tilraun okkar vari lengur en til eins árs, eins og um var samið. Það skrifast hins vegar ekki á Sjálstæðisflokkinn eða minnihlutann í borgarstjórn, heldur viljaleysi meirihlutans. Við höfum verið reiðubúin í raunverulegt samstarf, höfum verið mjög fylgin okkur í að gera þessa tilraun sem felur í sér margt annað en að ég gegni forseta- embætti. Við höfum stutt öll góð mál en gengið fram af hörku þegar við teljum rangar ákvarðanir hafa ver- ið teknar. Það er uppbyggileg, sanngjörn og eðlileg stjórnarandstaða. En það er jafnljóst að verði ekki tekin ákveðnari skref í þessari sameiginlegu tilraun til aukins samstarfs og verði það ekki aukið eða formgert frekar á nýju ári, þá hafa forsendur auðvitað breyst með þeim hætti að við hljótum að endurskoða það og um leið hlýt ég að íhuga hvort rétt sé að ég starfi áfram sem forseti. Verði það niðurstaðan og borg- arstjórn ákveði að nýta ekki tækifærið til að gera bet- ur og breyta vinnubrögðum varanlega, þá eru það vonbrigði fyrir stjórnmálin og verra fyrir borgarbúa. En í þessu eins og mörgu öðru þarf tvo til og við í minnihlutanum getum ekki áfram tekið að okkur aukna ábyrgð án þess að því fylgi skýrari áhrif og við getum ekki ein haldið áfram þessari vegferð ef viljinn er ekki til staðar hjá fulltrúum Besta flokksins og Samfylkingarinnar. Þetta höfum við ítrekað rætt við meirihlutann, þar sem því miður virðast nokkuð skiptar skoðanir um hvort og þá hvernig skuli vinna með þetta tímabundna samkomulag sem borgarstjórn gerði þegar nýr meirihluti tók við.“ Nauðsynlegar breytingar Þótt ríkisstjórnin njóti ekki mikilla vinsælda þá er ekki eins og þjóðin hafi mikla trú á Sjálfstæðis- flokknum. Hvað getur flokkurinn gert til að auka traust sitt meðal almennings? „Flokkurinn á að nýta vel þann tíma sem nú gefst til endurskoðunar, tala með skýrum hætti fyrir hug- sjónum sínum og auka virkt lýðræði á sínum vett- vangi. Sjálfstæðisstefnan á mikið erindi við lands- menn, mér finnst skorta trú á getu einstaklingsins, É g hélt að Besti flokkurinn, þetta nýja afl, stæði fyrir ný sjónarmið og ný vinnubrögð, en kannski var það bara eitt af mörgum lof- orðum sem átti að svíkja,“ segir Hanna Birna. „Samfylkingin kemur ekkert á óvart og við horfum upp á nákvæmlega sömu vinnubrögð og tíðk- uðust fyrir mörgum árum, en hafði tekist að breyta til hins betra. Ég sé vinnubrögð þar sem hefðbundin meiri- og minnihlutastjórnmál ráða öllu, þar sem ekki eru farnar nýjar leiðir eða fundnar nýjar lausnir. Afleiðingin er sú að kerfið sigrar á kostnað fólksins. Ég efast stórlega um að almenningur í Reykjavík hafi verið að biðja um þessi vinnubrögð þegar hann greiddi atkvæði í borgarstjórnarkosningunum.“ Uppgjöf borgarstjórnar Útskýrðu nánar hvernig vinnubrögð þú átt við. „Ég er að tala um vinnubrögð þar sem meirihlutinn tekur allar ákvarðanir og kynnir þær svo minnihlut- anum eftir að þær hafa verið teknar. Ekki er unnið sameiginlega að hlutunum og því er ekki um raun- verulegt samráð að ræða. Þetta kom skýrast fram nú við gerð fjárhagsáætlunar þar sem ákveðið var að nýta allar gömlu aðferðir kerfisins og sækja endalaust meiri pening til fólks. Ekki er verið að nýta sér það sem gert var með nýjum hætti í borginni síðastliðin tvö ár, þegar ráð og hugmyndir um sparnað voru sótt til starfsmanna og íbúa borgarinnar. Þannig komu fram 1500 hugmyndir sem skiluðu meiru en allar þessar skattahækkanir. Nú er bara sagt: Styttum okkur leið og gerum þetta eins og Jóhanna og Steingrímur, – og þá er farin svokölluð blönduð leið þar sem endalaust er verið að sækja meira fjármagn til fólks sem hefur ekki meira fjármagn. Þá leið getum við ekki átt nokk- urt samstarf um enda er hún algjörlega óþörf í Reykjavík og bitnar hart á almenningi. Í þessari niðurstöðu meirihlutans felst einnig mjög alvarleg uppgjöf borgarstjórnar. Reynsla flestra borga í nágrannalöndum sýnir að þessa leið ber að forðast í kreppu. Hún lengir ástandið, kemur í veg fyrir að al- menningur njóti þess sem borgin býður í formi versl- unar, þjónustu og menningar og hægir þannig á allri uppbyggingu. Á síðasta kjörtímabili leituðum við mikið ráða til annarra borgaryfirvalda, sérstaklega í Helsinki þar sem á fyrri árum ríkti mjög alvarleg kreppa, og skilaboðin voru öll á einn veg: Ekki hækka skatta! En í Reykjavík er nú kominn meirihluti sem telur sig vita betur og sér þá einu færu leið að seilast með ósanngjörnum hætti í vasa borgarbúa.“ Hvaða svör fáið þið í minnihlutinn þegar þið kvartið við meirihlutann undan þessum vinnu- brögðum? „Við höfum ítrekað sagt að við teljum þetta ekki vera réttu leiðina, óskað eftir umræðum á vettvangi borgarstjórnar um að flokkarnir sameinist um ákveðnar meginlínur og lýst því yfir að við teljum þessi vinnubrögð nú ekki í samræmi við hugmyndir Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Ögurstund í stjórnmálalífi Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borgarstjórnar og leiðtogi sjálfstæð- ismanna í borginni, er afar ósátt við stórfelldar skatta- og gjaldskrár- hækkanir sem meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar hefur sam- þykkt. Hanna Birna segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með samstarfið við meirhlutann og segir að tími sé kominn fyrir nýja pólitík.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.