SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Side 32

SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Side 32
32 19. desember 2010 A llt þetta ár hefur tónlist- armaðurinn Jón Þór Birgisson, Jónsi, staðið í ströngu með sólóverkefni sitt sem kristall- aðist í breiðskífunni Go og kom út 5. apríl síðastliðinn. Fyrri hluta ársins sat Jónsi við upptökur og hljóðvinnslu og þegar Go kom síðan út hófst tónleikaferð um allan heim sem lýkur í Laugardalshöll 29. desember næstkomandi – 99. tónleik- arnir í röðinni. Nú er Jónsi kominn til landsins eftir viðburðaríkt ár og hefur sögu að segja. Hann hafði lengi gengið með þá hug- mynd í maganum að setja saman sóló- skífu og það eru reyndar ansi mörg ár síðan ég fékk að heyra frá honum dæmi um það sem hann var að fást við á milli þess sem hann spilaði og samdi með Sig- ur Rós. Eftir að tónleikaferð Sigur Rósar til að fylgja eftir breiðskífunni Með suð í eyrum við spilum endalaust lauk í Laug- ardalshöll í lok nóvember 2008 tóku menn sér langþráð frí, til að leggjast í barneignir, flytja og fást við verkefni sem setið höfðu hakanum, balletttónlist, bíó- tónlist og sólótónlist. Þó að Jónsi hafi ætlað sér að gera sóló- skífu byrjuðu þeir Jónsi og Alex Somens, sambýlismaður hans, á að gefa út breið- skífu, Riceboy Sleeps, sem þeir unnu að mestu heima. Sú plata var upp full af draumkenndum stemningum og greini- legur heimilisiðnaður – maður heyrði marra í gólfi og stundum umferðarnið. Sólóskífan átti líka að vera einföld eins og hann lýsti í viðtali í Morgunblaðinu fyrr á árinu: „Þetta átti bara að vera lítil, óraf- mögnuð plata, tekin upp af Alex í eld- húsinu heima.“ Annað kom á daginn, skyndilega var Jónsi kominn til Bridgeport í Connecticut þar sem hann vann að skífunni með upp- tökustjóranum Peter Katis, píanóleik- aranum og tónskáldinu Nico Muhly og slagverksleikaranum finnska Samuli Kosminen. Afraksturinn, Go, kom svo út 5. apríl sl. og eftir fylgdi fyrir stuttu tónleikaplatan & -myndin Go Do. Í tónleikaferðinni hefur Jónsi farið víða: Austurríki, Ástralía, Bandaríkin, Belgía, Bretland, Frakkland, Holland, Ír- land, Ítalía, Japan, Kanada, Lúxemborg, Noregur, Pólland, Spánn, Suður-Kórea og Sviss. Ekki hef ég tölu á fyrir hve marga var spilað í ferðinni, en þeir voru öllu fleiri en Íslendingar og tónleikarnir urðu sífellt fjölmennari eftir því sem leið á árið. það kemur því varla á óvart þegar Jónsi segist mjög ánægður með allt sam- an, að ferðin hafi gengið frábærlega vel og því betur sem leið á árið. Frelsi og óttinn við frelsið „Ég var ekki með neinar sérstakar vænt- ingar þegar ég fór af stað,“ segir Jónsi og bætir við að þó að hann hafi vitanlega farið margar ferðir um heiminn með fé- lögum sínum í Sigur Rós sé mikill munur á því og að vera einn á ferð. „Nú var allt náttúrlega undir mínu eigin nafni og ég þurfti því að standa öðruvísi að þessu, hef til dæmis aldrei veitt eins mörg viðtöl og í tengslum við plötuna og tónleika- ferðina,“ segir hann og dæsir, því nú var náttúrlega enginn til að skipta verkum með líkt og tíðkast innan Sigur Rósar og hefur tíðkast frá því hljómsveitin var stofnuð fyrir tæpum sautján árum. „Þetta var auðvitað skerí,“ segir Jónsi, „ég hef alltaf verið með þessa stráka sem bakhjarla, skipst á hugmyndum og feng- ið álit, en það var líka gaman, það er ákveðið frelsi sem felst í því að vera einn og geta gert hvað sem maður vill, unnið með hverjum sem er. Það var þannig gaman að fá að vinna með Nico og líka gaman að fá Samuli á slagverkið og svo framvegis. Maður stendur náttúrlega líka frammi fyrir því að ef tekin er röng ákvörðun er engum um að kenna nema manni sjálfum,“ segir Jónsi og brosir í kampinn. „Þegar ég fór yfir textana átt- aði ég mig líka á því að þeir fjölluðu margir um þetta eftir á að hyggja, frelsi og óttann við frelsið – maður getur gert Jónsi á sviðinu í Hammersmith Apollo í Lundúnum fyrir stuttu. Hann lýkur tónleikaferð um heiminn í Laugardalshölinni milli jóla og nýárs - 99. og síðustu tónleikarnir. Uppskera Jónsi slúttar ævintýralegu og skemmtilegu ári með tónleikum í Laugardalshöll á milli jóla og nýárs. Þá er tími til kominn að róa sig niður, segir hann við komuna til lands- ins, ná áttum og festa rætur að nýju. Árni Matthíasson arnim@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.