SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Qupperneq 40
40 19. desember 2010
Heimilislína Lindu Bjargar
Árnadóttur - Scintilla
„Scintilla púðar, dúkar, handklæði og
sængurver frá ScintillaLimited á Pat-
reksfirði eru eftir Lindu B. Árnadóttur,
fata- og textílhönnuð. Óvenjuleg og per-
sónuleg litasamsetning (fjölbreytt lita-
val) og vönduð framleiðsla gerir þessa
vöru einstaka. Sérstök munstur tryggja
heimilinu persónulegri blæ. Maður svífur
inn í draumaheim umvafinn þessari text-
íl-línu.“
Fæst í hönnunargalleríinu Spark de-
sign space að Klapparstíg 33 og á
www.scintillalimited.com.
Hekluð púðluhundataska og
hálsmen Hildar Yeoman
„Hekluð púðluhundataska eftir Hildi
Yeoman fatahönnuð er hnyttinn og frum-
legur fylgihlutur. Töskurnar eru til í
nokkrum stærðum og litum. Ekki hægt
annað en að falla fyrir þessari frumlegu
hönnun og smekklegu útfærslu á hekli.
Ekki sakar að það er hægt að fara með
„hundinn“ í göngutúr án þess að þurfa
að taka með sér plastpoka. Og hann
geltir ekki! Öll menin eru margnota, það
er hægt að stílisera þau á marga mis-
munandi vegu. Þau eru fullkomin til að
poppa upp jólakjólinn.“
Fæst í KronKron á Laugavegi 63b,
Mýrinni í Kringlunni og á vefversluninni
Birkilandi www.birkiland.com.
Ullarjakki - Skaparinn
„Dúsa í Skaparanum gerir of-
boðslega fallegar og vandaðar
ullarflíkur. Er alveg heilluð af
rauðri kápu hjá henni. Sniðin hjá
Dúsu eru eitthvað svo góð og
kvenleg og ekki amalegt að flík-
in sé hlý.“
Fæst í kiosk, Laugavegi 33,
2. hæð.
Hönnun Frónbú
M
orgunblaðið og Hönnunarmiðstöð Íslands fengu til liðs við sig
nokkra skapandi álitsgjafa til að velja íslenska hönnun í jólapakkann
í ár. Þau eru:
Diljá Ámundadóttir, verkefnastjóri hjá CCP, Edda Björg Eyjólfs-
dóttir leikkona, Greipur Gíslason, verkefnastjóri HönnunarMars,
Jóhannes Þórðarson, arkitekt og deildarforseti hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla
Íslands, Jóní Jónsdóttir, myndlistarkona í Gjörningaklúbbnum, Rósa Birgitta Ísfeld tónlist-
arkona og Sigurbjörg Þrastardóttir skáld.
Val álitsgjafanna ber glögglega með sér þá miklu grósku sem ríkir í íslenskri hönnun og að
nánast sé hægt að uppfylla allar hugmyndir með fallegri íslenskri gjöf.
Hér getur að líta þá hönnun sem oftast var nefnd af álitsgjöfum en í heildarlista þess sem
kom inn ættu allir að finna íslenskar jólagjafir til að gleðja með um hátíðirnar.
Kjólar, skór og sokkabuxur
frá Kron by KronKron
„Verð eiginlega að segja að það sé nauðsynlegt að
eiga annaðhvort kjól eða skó úr KronKron-línunni.
Kjólarnir eru nýkomnir og eru ofboðslega klassískir
og skórnir litríkir og fallegir. Þetta er eins og að
vera krakki í sælgætisverslun.“
Fæst í versluninni KronKron á Laugavegi 63b.
Norðurmýrin - skurðarbretti
eftir hönnunarhópinn 7-9-13
„Ótrúlega mögnuð hugmynd. Blóðið úr
kjötinu rennur eftir götum í Norðurmýr-
inni sem nefndar eru eftir hetjum Íslend-
ingasagna. Frábært.“
Fæst hjá vefversluninni Birkiland
www.birkiland.com.