SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Síða 43

SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Síða 43
19. desember 2010 43 E nn á ný nálgast áramótin óðfluga en í þetta skiptið skulum við strengja áramótaheit sem munu gera kynlífið betra en nokkru sinni áður. Með því að helga árið 2011 betra kynlífi; bæta sjálfsmyndina, magna unaðinn og hafa gaman af, munt þú örugglega efna heitin. Og það sem er enn betra; að ná settum markmiðum verða eldheit verðlaun í sjálfu sér, bæði fyrir þig og makann. 1. Leggið rækt við sambandið Fólk í samböndum á það til að detta í það að kvarta stöðugt yfir hinum aðilanum en það verður ekki til þess að bæta kyn- lífið. Eins og slagorðið segir: „Hættu að röfla og boðaðu bylt- ingu!“ Fyrsta skrefið er að rifja það upp hvers vegna þið laðist hvort að öðru og að íhuga það hvað þið þurfið að gera til að kveikja neistann á ný. 2. Temdu þér jákvæðara viðhorf til kynlífs Með því á ég alls ekki við að þú ættir að gera og samþykkja alla þá kynlífshegðun sem til er undir sólinni. En temdu þér að hugsa um kynlíf sem ánægjulegan og dásamlegan part þess að vera mannleg vera, einhvers sem ber að fagna og njóta. Ef þú átt erfitt með að sjá kynlíf í þessu ljósi ættir þú að íhuga að leita til kynlífsráðgjafa. Þú átt það inni hjá sjálfri/sjálfum þér. 3. Farðu oftar út á lífið Hvort sem þú ert að leita að spennu eða vonast til að hitta hinn eina rétta/hina einu réttu, þarftu að vinna að því. Þú finnur hvorugt á sófanum heima í stofu. Þetta snýst allt um töl- fræði og til þess að hámarka lík- urnar á því að þú finnir ein- hvern til að leika við, nú eða eyða ævinni með, þarftu að vera dugleg/ur við að daðra, fara á stefnumót og að umgangast fólk almennt. 4. Viðaðu að þér fróðleik Finndu þér bók eftir áreiðanlegan kynlífsfræðing og fræðstu um betra kynlíf. Þú gætir viljað læra um hvernig þú framkvæmir munnmök, hvernig þú getur fengið raðfullnæg- ingu, hvernig á að stunda tantrískt kynlíf, hvernig hægt er að seinka sáðláti. Það eru til ótal leiðir til að gera leikina heitari. 5. Sýndu stuðning í verki Þú getur stutt við samtök og hópa sem aðstoða fólk og fræða, og stuðla að kynheilbrigði. Stuðningur þinn getur verið fjárhagslegur eða þú getur boðið þig fram í sjálfboða- vinnu. Þú gætir líka sjálf/ur orðið talsmaður málstaðar sem er þér mikilvægur, t.d. að fræða unglinga á Íslandi um kynlíf og getnaðarvarnir og þá þjónustu og aðstoð sem þeim stend- ur til boða. 6. Stundaðu meira kynlíf Lykillinn að því að lenda ofan á (á fleiri en einn hátt) er að víkka skilgreininguna á kynlífi umfram það að snúast bara um samfarir. Ábending: Þetta þýðir til dæmis að þú ættir að „eiga huggulegar stundir“ með sjálfri/sjálfum þér. Með því að finna fleiri leiðir til að vera náin með makanum er ekki ólík- legt að kynlífið aukist samfara því, og það ætti að létta lund- ina næstu tólf mánuðina. Gleðilegt nýtt ár! Kynæsandi 2011 ’ En temdu þér að hugsa um kynlíf sem ánægjulegan og dásamlegan part þess að vera mannleg vera, einhvers sem ber að fagna og njóta. Kynlifs- fræðingurinn dr. Yvonne Kristín Fulbright Gatan mín B irkivellir eru gróðursæl gata í aust- urbænum á Selfossi og rúm fimmtíu ár eru síðan fyrstu húsin þar voru byggð. Mörg eru reisulegar tveggja hæða bygg- ingar með risi en sá stíll var algengur í bænum lengi framan af. „Ég féll alveg fyrir þessari götu og eins því að hér var hægt að fá gott hús fyrir ekki ýkja mikinn pening á sínum tíma,“ segir Elva Dögg Þórðardóttir sem með eiginmanni sínum Jóni Þór Franzsyni býr að Birkivöllum 6. Sjálf er hún fædd og uppalin í vesturbænum á Selfossi en þekkti lítt til á Birkivöllunum þegar fjölskyldan flutti þangað fyrir um áratug. „Þessi myndarlegi trjágróður hér er tvímælalaust sérstaða götunnar. Fljótlega eftir að við fluttum hingað fannst okkur aðkallandi að grisja aðeins í kringum okkur og þar var af nægu að taka. Mér telst svo til að hér í bakgarðinum hafi verið sagaðar niður eða rifnar upp með rótum um það bil sextíu aspir og ósköpin öll af birkitrjám. Það var greini- lega ekki að ástæðulausu og hafa ef til vill verið spádómsorð þegar götunni var gefið nafnið Birki- vellir. Raunar hefur garðyrkjuhefðin hér í bænum alltaf verið mjög sterk og þar hafa margir haft áhrif. Hér á Selfossi voru danskir mjólkurfræðingar sem störfuðu við Mjólkurbú Flóamanna á upphafsárum þess mjög áberandi og komu með ýmsar nýjar hefðir inn í bæjarlífið. Þeir stunduðu veiði í Ölfusá og sinntu garðrækt og einn þeirra reisti húsið þar sem ég bý í dag. Því er ekki ofmælt að ég njóti á vissan hátt mjög þessarar dönsku menningar hér á Selfossi,“ segir Elva sem er umhverfisfræðingur að mennt, bæjarfulltrúi í Árborg og jafnframt formað- ur Sambands sunnlenska sveitarfélaga. Flestir frumbyggjanna á Birkivöllum eru nú fallnir frá eða hafa róið á önnur mið. Nokkrir þeirra sem telja má til ármanna götunnar búa þar þó enn og í öðrum húsum er aðflutt fólk. Má þar til dæmis nefna sýslumanninn Ólaf Helga Kjartansson. Í öðr- um húsum búa svo rafvirki, smiður, bílasali, lög- fræðingur, bókaútgefandi, lögregluþjónn á eft- irlaunum, sálfræðingur, íþróttakennari, málari, viðskiptafræðingur og svona mætti áfram telja. Má því með traustum rökum segja að hér eigi mann- lífsflóran öll sinn samastað í tilverunni. „Við erum í ákaflega vel byggðu húsi. Í jarð- skjálftunum fyrir hálfu þriðja ári gjöreyðilögðust tvö hús hér beint andspænis okkur svo ekki var annar kostur í stöðunni en moka þeim burtu – eins og raunin var með nokkur önnur hús á Selfossi. Okkar hús haggaðist hins vegar ekki og skemmdir urðu engar enda sannfréttum að við byggingu þess á sínum tíma hefði verið grafið niður á klöpp sem hefur gert útslagið. Það er líka segin saga að ekkert verður sterkara en undirstaðan.“ Þessa dagana eru Birkivellir eins og aðrar götur á Selfossi að fá á sig svip jólanna. „Á mínu heimili hefur alltaf verið skreytt myndarlega. Við setjum seríu undir þakskeggið, við gluggana og hugsan- lega líka á grenitréð í garðinum. Erum kannski svolítið ýkt í þessu enda í hörkusamkeppni við ná- grannana – kannski ómeðvitað – um skreytingar og ljós. Núna í allra svartasta skammdeginu eru dagarnir dimmir og langir og okkur veitir ekkert af birtu. Við höfum því gjarnan látið ljósin loga lengur og tökum þau ekki niður fyrr en í lok janúar,“ segir Elfa Dögg. sbs@mbl.is Birkið og aspirnar 1. Birkivellir eru afskaplega vel í sveit settir enda er hér örstutt í alla þá þjónustu sem til dæmis fjöl- skyldufólk sækist eftir. Skólar bæjarins og sundlaugin eru skammt undan. Nefni líka íþróttavöllinn þar sem hefur verið komið upp alveg fyrsta flokks aðstöðu sem enn á þó eftir að bæta mikið í samræmi við brennandi íþróttaáhuga í bænum. 2. Fyrir um það bil sjötíu árum var byrjað að gróður- setja í reit við Austurveginn á Selfossi, jafnhliða því sem Skógræktarfélag Árnesinga var þar með trjá- plöntusölu. Tryggvagarður heitir þessi reitur, nefndur eftir brúarsmiðnum Tryggva Gunnarssyni. Í tímans rás hefur þennan garð ef til vill skort hlutverk sem honum hefur nú verið fengið á aðventunni og er nefndur Garð- ur jólanna. Þar er nú í þessum skógarlundi skemmti- legur markaður og margvíslegar uppákomur eins og tilheyrir á aðventunni. Uppáhaldsstaðir Birkivellir Engjavegur Víðivellir Árvegur Austurvegur (þjóðvegur 1) Vallholt Vallholt Hrísholt H ja rð a rh o lt Stekkholt H e ið m ö rk Þ ó rsm ö rk G ræ n a m ö rk Grænuvellir Tr yg g va g a ta B a n k a ve g u r Skólavellir Sólvellir R e yn iv e lli r Grenigrund Ölfusá Selfoss 1 2 Í skammdeginu eru dagarnir dimmir og langir og okkur veitir ekkert af birtu, segir Elfa Dögg Þórðardóttir. Morgunblaðið/Sigmundur

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.