SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Page 52

SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Page 52
52 19. desember 2010 The Man Who Loved Books Too Much – Allison Hoover Bartlett  Verðmæti gamalla bóka hefur hrapað á Íslandi og er sjálfsagt hægt að kenna netinu um það eins og margt annað. Það eru góð tíðindi fyrir bókasafn- ara þar til þeir vilja selja safnið sitt. Í Bandaríkj- unum geta gamlar bækur orðið gríðarlega verð- mætar og bókasafnarar verða að hafa góð fjárráð ætli þeir að eignast dýrustu gripina, eða finna sér kima þar sem verðlag er ekki komið upp úr öllu valdi. Svo er hægt að grípa til örþrifaráða. The Man Who Loved Books Too Much fjallar um óforbetranlegan fornbókaþjóf og fornbókasala, sem er á hælum hans með snilldarlegum hætti. Tears of a Clown - Dana Milbank bbmnn „Þetta datt bara upp úr mér,“ segir Glenn Beck stundum. Hann segir almannavarnir „reka fangabúðir“ í Wyoming. Stjórnarskráin hangir á bláþræði. Obama er rót alls ills, „það eina sem hann hefur ekki gert er að hafa þvaglát yfir okk- ur“. Beck tjáir skoðanir sínar. Beck er ýmist reiður, yfirvegaður, hæðinn eða hágrátandi. Tár- in eru kölluð fram með mentol-smyrsli. Er þá ekkert ekta við Glenn Beck? Dana Milbank, blaðamaður á Washington Post, notar orð Becks sjálfs til að lýsa honum. Endurtekningarnar eru fullmiklar, en lest- urinn fær mann til að velta fyrir sér hvort manninum geti verið al- vara. Bankareikningur Becks sýnir hins vegar að málflutningurinn borgar sig. Karl Blöndal kbl@mbl.is Erlendar bækur Lesbókbækur Ó þarf ætti að vera að hafa mörg orð um snilli sagnfræðingsins Antonys Beevors þegar kemur að lýsingum á hörmungum seinni heimsstyrjaldar. Nokkrar bækur Beevors hafa komið út á íslensku hjá Bókaútgáfunni Hólum. Ber þar hæst bækur hans um orrustuna um Stalíngrad og fall Berl- ínar. Seinni bókin er með miskunnarlausustu lýsingum á hörmungum einstaklinga, þá sér- staklega kvenna, sem hægt er að lesa. Nú hefur D-dagurinn – orrustan um Normandí bæst við og gefur tveimur áðurnefndum bókum ekkert eftir. Hræðslan við dauðann D-dagur vakti mikla athygli þegar hún kom út í Bretlandi árið 2009, rataði á metsölulista og vakti hrifningu almennings og gagnrýnenda. Beevor hefur einstaka hæfileika til að sviðsetja atburði á þann hátt að lesandanum líður eins og hann sé áhorfandi, horfi og sjái það sem er að gerast. Beevor hefur áhuga á einstaklingum, skoðar af athygli hvernig þeir bregðast við og veit að manneskjan á til að gera hræðilega hluti í sérstökum aðstæðum. Lýst er grimmdarverkum og í þeim lýsingum er bandamönnum ekki hlíft, þeir voru sekir um mikla grimmd, engu síður en Þjóðverjar. Áhrifamiklar eru lýsingar á skelfileg- um raunum ungra hermanna sem óttast dauðann og kæra sig ekki um að verða hetjur. Þeir vilja lifa af og komast til fjölskyldna sinna, eiginkvenna og barna. Sumir þeirra taka þann kost að skaða sjálfan sig fremur en að taka þátt í bardögum, en er refsað harðlega fyrir, jafnvel teknir af lífi. Beevor beinir einnig sjónum að örlögum fransks almennings sem varð að líða miklar þján- ingar og þar var mannfall mikið. Magnaðar lýsingar Bókin um D-dag er enginn skemmtilestur, en hún er gríðarlega áhugaverð og mögnuð lýsing á skelfingum stríðs. Beevor lagðist í mikla rann- sóknarvinnu við gerð bókarinnar og vinnur afar vel úr heimildum sínum. Þarna er vissulega að finna tæknilegar útskýringar sem heilla kannski ekki aðra en þá sem hafa brennandi áhuga á hernaði. En Beevor meir en bætir það upp með lifandi frásögn af einstaklingum sem berjast fyrir lífi sínu við ömurlegar aðstæður, svangir og skít- ugir. Of margir þeirra glötuðu mennskunni og gerðust sekir um skelfilega hluti. Þannig er hinn miskunnarlausi raunveruleiki stríðsins. D-Dagur- Hermaður hreinsar riffil leyniskyttu. Grimmd stríðsins Rómuð bók Antonys Beevors um orrustuna um Normandí er komin út á íslensku. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Í fyrsta sinn á íslensku: Svanasöngur eftir Franz Schubert og Ástir skálds eftir Robert Schumann Eiður Ágúst Gunnarsson söngur og Ólafur Vignir Albertsson píanó Þetta er eina útgáfan af Schwanengesang og Dichterliebe sem fáanleg er á íslensku. Þessir ljóðaflokkar eru eitt ástsælasta efni tónlistarunnenda og því er mikill fengur að þeir skuli nú vera aðgengilegir á íslensku. Ljóðaflokkarnir voru hljóðritaðir á árunum 1983 og 1984 hjá Ríkisútvarpinu og sungnir á íslensku í þýðingu Daníels Á. Daníelssonar, fyrrum héraðslæknis á Dalvík. Eiður Ágúst Gunnarsson er fæddur í Reykjavík árið 1936 og hóf söngnám í Tónlistarskólanum og síðar hjá Vincenzo Maria Demetz. Árið 1966 fór hann til Kölnar í Þýzkalandi til söngnáms. Hann var síðan ráðinn við óperur í Þýzkalandi og Austurríki. Haustið 1987 fluttist hann til Íslands og starfaði sem söngkennari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og Söngskólann í Reykjavík. Hann tók þátt í mörgum sýningum hjá Þjóðleikhúsinu, Íslensku Óperunni og Borgarleikhúsinu. Sala og dreifing: 12 tónar ehf Skólavörðustíg 15 – 101 Reykjavík – sími 511-5656

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.