SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Qupperneq 54

SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Qupperneq 54
54 19. desember 2010 Í samstarfi við Reykjavík Art Gallery hefur Þorlákur Krist- insson, Tolli, gefið út listaverkabókina Landslag hugans og er hún sem stendur eingöngu seld í verslunum Bónuss. Um er að ræða veglega bók upp á tæpar 250 síður, í stóru broti. Í henni er fjöldi litmynda auk greinargóðra texta eftir listfræð- inginn Aðalstein Ingólfsson sem rekur feril Tolla og jarðeðl- isfræðinginn Ara Trausta Guðmundsson sem klifið hefur fjöll með Tolla hérlendis og í Nepal, en skrif Ara Trausta endur- spegla samræður þeirra um list, náttúru og andleg málefni. Eins og titill bókarinnar gefur til kynna, fela málverk Tolla í sér huglæga afstöðu til landslagsins. Slíka afstöðu má að einhverju leyti rekja til listnáms Tolla á 9. áratug síðustu ald- ar, þegar villt og oft á tíðum pólitísk eða goðsöguleg tjáning nýja málverksins var í hámarki og andi þýska expressjónism- ans frá því fyrr á öldinni sveif yfir vötnum með áherslu á huglæga náttúrusýn og tilfinningagildi lita. Eins og Að- alsteinn bendir á, var landslag þá þegar áberandi í verkum Tolla. Landslagstúlkun hans hefur með tímanum orðið róm- antískari og í ýktri birtumeðferðinni má sjá áhrif frá banda- rískri 19. aldar landslagshefð. Í verkum margra hinna banda- rísku málara er birtan tákn um guðdómlega náð. Myndir þeirra lýsa háleitri reynslu sem fólgin er í tilbeiðslu guð- dómlegs sköpunarverks. Sjálfur lýsir Tolli myndum sínum sem lofsöng um æðri máttarvöld, „regnboga yfir til almætt- isins“. Rétt eins og í raunsæislegum myndum amerísku mál- aranna – sem sumar hverjar hafa verið kenndar við Holly- wood – virðist birtan í verkum Tolla af ójarðneskum toga. Hann gengur út á ystu nöf í litasamspili og hræðist ekki væmnina sem af því getur hlotist. Landslagið í verkum Tolla hefur hetjulegt yfirbragð, þau sýna fjöll og stórbrotinn him- in, og oft er vatn í for- eða miðgrunni sem dreifir dramatískri birtunni eða litunum um myndflötinn. Myndir á borð við Fjallavatn (2003), Fjallavatnshiminn (2000), Gulltjarnir (2007) og Roðakul (2007) leiða hugann að verkum Jóhann- esar Geirs og Louisu Matthíasdóttur. Í þeim er gott samræmi milli hins óhlutbundna og raunsæislegrar framsetningar. Samspil mildra pastellita og mjúkra litaflata minnir stundum á Gunnlaug Scheving eða Nínu Tryggvadóttur, auk þess sem Kjarval er oft ekki langt undan í túlkun á grjóti og mosa í for- grunni verka. Tolli er vel heima í íslenskri landslagshefð. Af samtímamálurum á hann vissan skyldleika við Sjöfn Har auk þess sem fjallshlíðaverkin leiða hugann óneitanlega að Guð- rúnu Kristjánsdóttur, þótt vinnubrögð hennar og aðferð sé af allt öðrum toga. Sum verka Tolla eru natúralísk en yfirleitt leika verkin á mörkum hins stílfærða og óhlutbundna án þess þó að hendinni sé sleppt af hinu figúratífa. Þetta skapar tog- streitu í verkunum, sem er stundum athyglisverð, sbr. Roðakul (2007) og Slóðir (2007), en oftar ljær hún verkunum klisjukennt, sykursætt yfirbragð, ekki síst í eyðibýlamynd- unum – og við það sljákkar í kraftinum sem býr í málunar- aðferðinni sem einkennist af tilþrifum og leikandi færni. Í verkum á borð við Hin háu fjöll heilsa morgunsólinni (2008), Litur í lóni (2007) og Úr Þórsmörk (2006) sjást spennandi hráir, expressjónískir drættir sem minna á verk hans frá 9. og 10. áratugnum eins og í verkinu Urð (1998). Verkið Buddha (2009) sker sig úr og gefur góð fyrirheit. Helstu kostir Tolla sem málara eru einlægnin og krafturinn sem einkennir málunarferlið. Slíkt ferli felur í sér áherslu á hið gjörningakennda, á „hér og nú“ – eins og bókin end- urspeglar glögglega. Stundum mætti fara meira fyrir íhugun og áframhaldandi úrvinnslu. Tolli hristir myndirnar hratt fram úr erminni og fjöldi verka í bókinni er einfaldlega of mikill. Bókinni hefði þurft að myndritstýra; færri myndir og meira andrými (ein mynd í stað tveggja á opnu) á síðunum hefði gert verkum hans betri skil í samspili við hina áhuga- verðu texta og ljósmyndir sem þeim fylgja. Litir hugans Bækur Tolli – Landslag hugans bbmnn Myndir eftir Tolla. Reykjavík Art gallery 2010 248 bls. Anna Jóa Þorlákur Kristinsson, Tolli Morthens, gefur út listaverkabókina Landslag hugans. Morgunblaðið/Einar Falur Lesbók Þ ekktasta form glæpasögu er sjálfsagt það sem menn kalla „hvergerðiða“ („whodunnit“ í útlandinu). Í slíkum bókum veit lesandinn sama um glæpinn og lög- reglumaðurinn sem er að rannsaka hann og hefst kapphlaup milli lesandans og löggunnar um að finna þrjótinn. Annað þekkt og vinsælt form er það þegar les- andinn veit allt um glæpinn og fylgist síðan með aðferð (eða óförum) lögregl- unnar að komast að hinu sanna. Víst eru til fleiri form, en ég hygg að fella megi flesta íslenska reyfara seinni ára undir aðra hvora skilgreininguna, þó þeir séu margir flóknari en þær gefa til kynna. Í fyrri gerð glæpasagnanna sem nefnd er hér að framan er sjálf fléttan í for- grunni, að hún sé rökrétt og snúin, sam- ansúrruð og skynsamleg í senn. Lítið rými er fyrir utanaðkomandi skýringar, yfirskilvitlega hluti eða geðtruflanir – glæpurinn verður að vera rökréttur og eins lausn hans. Fyrir vikið verða slíkar bækur þó óþarflega tæknilegar, menn stilla flækjunni upp sem vís- indaþraut og bækur þeirrar gerðar oft þurr lesning og leið- inleg. Best fer því að því að blanda þessu saman, að hug- vitssamleg flétta sé til staðar, en snar þáttur bókarinnar sé persónusaga, saga eða sögur af forvitnilegu fólki, þá helst fólki sem okkur stendur ekki á sama um. Alla jafna kann ég lítt að meta reyfara þar sem óþokkinn er alvitur eða alvondur eða geðveikur. Mér hefur alltaf þótt það þunnur þrettándi þegar illmennið virðist hafa ótakmarkaðan tíma, ótakmörkuð fjárráð og ofurmannlegan styrk í þokka- bót og beinlínis glæpsamlegt þegar við- komandi er og geðtruflaður. (Önnur hlið á þeim peningi er alvitra ofurhetjan sem leysir öll glæpamál á nánast yf- irskilvitlegan hátt sem er ekki síður leiði- gjarnt.) Annað sem ég kann lítt að meta er þeg- ar maður er búinn að þvælast með höf- undi í gegnum myrka ranghala flækj- unnar og síðan raknar allt upp fyrir tilviljun (þó það sé sjálfsagt stundum svo í raunveruleikanum). Best er ef hyggju- vitið leysir gátuna eins og á reyndar við í flestum íslensku spennusagnanna sem komu út fyrir jólin, þó í einni sé það nán- ast CSI-tækni sem leysi málið, í annarri kistulok (og hyggjuvit) og þeirri þriðju áhorfandi með minnisbók. Það er nefni- lega indælt að lesa um þá sem búnir eru ríkulegu hyggjuviti til að leiða hugann frá því hve oft mann skortir það sjálfan. Hyggju- vit óskast Orðanna hljóðan Árni Matthíasson arnim@mbl.is ’ Það er nefnilega indælt að lesa um þá sem búnir eru ríku- legu hyggjuviti til að leiða hug- ann frá því hve oft mann skortir það sjálfan.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.