Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.03.1985, Page 21

Skólablaðið - 01.03.1985, Page 21
Pax Vobis Oft hefur verið fjallað um hljóm- sveitir á síðum fyrri skólablaða, en þá oftar um erlendar heldur en íslensk- ar. Það var því kominn tími til að breyta hér til og fór ég því á fund hljómsveitarinnar Pax Vobis - þeirr- ar hljómsveitar, er lýst hefur verið sem einni af bestu hljómsveitum landsins. AHir kannast við nafnið, enda spilaði hljómsveitin t. d. í Laug- ardagshöll þ. 17. júní síðastliðið sum- ar. Meðlimir sveitarinnar eru allir ungir að árum og meðalaldur með- Iima rúm 18 ár. Hvers vegna hefur hljómsveitin náð þá svona langt? Við reynum m. a. að svara þeirri spurn- ingu: Meðlimir Pax Vobis eru þeir Ásgeir Sæmundsson, hljómborðs- leikari og söngvari; Skúli Sverrisson, bassaleikari; Porsteinn Gunnarsson, trommuleikari. og Porvaldur Þor- valdsson, gítarleikari. Ég hitti þá Ásgeir og Þorstein að máli. Nú þýðir Pax Vobis friður okkar. Eruð þið með einhvern friðarboð- skap, t. d. þá í textum? Ásgeir: „Við berjumst ekkert fyrir honum þannig.“ Hvernig varð hljómsveitin til og hvenær byrjuðuð þið? Ásgeir: „Hún var stofnuð fyrir tveimur og hálfu ári síðan, eða 23. október 1982. Við erum þrír, sem höfum starfað saman í 6 ár, þ. e. ég, Skúli og Þorvaldur. Við vorum í hljómsveitinni Exodus og var þar t. d. Björk, sem nú er í Kuklinu. Við hætt- um í því bandi, hvíldum okkur í eitt ár og stofnuðum síðan Pax Vobis. Trommarar hafa haldist illa hjá okkur og byrjaði Þorsteinn í október.“ Hljómsveitin Pax Vobis. Talið frá vinstri eru: Þorsteinn Gunnarsson, Þorvaldur Þorvaldsson, Skúli Sverrisson og Ásgeir Sæmundsson. Skólablaðið 21

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.