Skólablaðið - 01.03.1985, Side 38
kóflu hvað?
Eitt af þeim félögum sem stofn-
uð voru í haust er Skóflu-
mannafélagið og hefur það
verið talsvert áberandi í félags-
lífinu í vetur. Til að fræðast ör-
lítið meira um þetta athyglis-
verða félag mæltum við okkur
mót við Snorra Gunnarsson
(der Kaiser) og spurðum hann
fyrst hver skóflumannahug-
sjónin væri.
„Hver er hún? Ja ... það er nú dá-
lítið erfitt að segja frá því. Hún er
náttúrlega að leggja mikið upp úr
svona efnislegum og jarðbundnum
hugsunarhætti, - nú, að vera jarð-
bundinn og efnishyggjumaður og
svona alltaf fastur við jörðina, að
leggja mikið upp úr vinnubrögðum og
verktækni og þess vegna mun þetta
leiða til mikilla framfara, svona efna-
legra og þar af leiðandi náttúrlega
kannski andlegrar ... sko, ef það er
til eitthvað slíkt...“
Er einhver miðstjórn ífélaginu?
„Nei, nei. Þetta er bara svona sam-
bland af grasrótarpíramída og stjórn-
leysi sem viðgengst hér. Keisarinn
ræður svona þegar hann kemst að.
Nú, stundum ráða einhverjir aðrir.“
Nú hlýtur það að vera mikil kúnst að
munda skófluna. Hafið þið hugsað
ykkur að halda námskeið í skóflu-
mannafræðum?
„Jú, það er mikil kúnst, mikið rétt.
Nú, við höfum rætt þá hugmynd, en
henni hefur ekki verið hrint í fram-
kvæmd enn. Eeen, það er í raun
mikil þörf á því, að kenna fólki
hin ýmsu skóflugrip, sem eru mörg og
misjöfn."
En hvernig ganga stórframkvæmd-
irnará vegum félagsins?
„Nú, þær ganga ágætlega. En nátt-
úrlega svona risaframkvæmdir eins
og kvikmyndagerð, það náttúrlega
gengur hægt. Það liggur í eðli málsins,
en samt... ekkert illa miðað við að-
stæður. Það er nú verið að stofna
,,skóflumannaband“ og við eigum
náttúrlega okkar skófluskáld, Bjarna
Ragnarsson, sem yrkir óðinn til skófl-
unnar þegar það á við. Nú, göngin
undir Ermarsund, þetta er allt saman
í nefnd.“
Og h venær heldurðu að hún skili áliti?
„Ja, það er mér nú ekki kunnugt.
Henni voru ekki sett nein tímamörk.“
Er einhver fyrirmynd að þessu félagi?
„Fyrirmynd? Neei, ekki beint
svona. Nei, nei, þetta er alveg sprottið
beint frá rótum héðan úr þessum
jarðvegi.“
Er til eitthvað sem heitir skóflu-
mannahúmor?
„Skóflumannahúmor? Já, það held
ég nú. Kannski það, að skopast að
þeim sem eru eins jarðbundnir og við
þykjumst vera. Fyrst og fremst það,
held ég.“
Ertþú ástfanginn af Guðna?
„Af.. . nei-nei, ekki beint svona.“
Er einhver ískóflumannafélaginu ást-
fanginn afGuðna?
„Ég held, að það sé þá aðallega
platónsk ást, en mér er ekki svo kunn-
38 Skólablaðið