Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.03.1985, Page 41

Skólablaðið - 01.03.1985, Page 41
M.R.—Samvinnuskólinn Keppni þessi var einnig haldin í Há- tíðarsal Menntaskólans í Hamrahlíð - „heimavelli“ okkar M.R.-inga. Umræðuefnið var: „Á að leyfa yfir- burði?“. Samvinnuskólinn var því fylgjandi. Þetta efni bauð varla upp á skemmtilega vörn en einhvern veginn tókst okkar mönnum að sigra „uppá- dressaða SÍS-gaura“. Dómarar kvöldsins virtust því sammála, að bæði þessi lið ættu heima í úrslitum en aðeins annað endaði þar - lið M.R. Við sigruðum 1406-1346 og ræðu- maður kvöldsins varð Jóhann Frið- geir Haraldsson. Eftir úrslitakeppn- ina lýsti Jóhann Friðgeir því yfir, að þessi keppni hefði verið sú erfiðasta af öllum, en víkjum nú að úrslita- keppninni. „Jóhann Friðgeir Haraldsson, betur þekktur sem ræðumað- ur kvöldsins.“ Háskólabíó: M.R.-M.K. Það er miðvikudagur 6. mars 1985. Eg er staddur í kjallara Casa Nova. Klukkan er 4 og ég er að setja inn á tölvu eina af greinum mínum. Það er mikið um að vera, borðar eru málað- ir, slagorð samin fyrir kvöldið og em- bættismenn Framtíðarinnar á þönum út um allt. Klukkan er nú skyndilega orðin sex. Ég er á leið heim en Skóflu- menn eru að leggja síðustu hönd á borðana. Kvöldið er framundan, stórviðburður ársins - úrslit Morfís- keppninnar. Er ég kem í Háskólabíó er þar hópur manna fyrir utan. Ég er kominn inn rétt fyrir 20.30 og kem mér fyrir í sæti mínu. Það er nú hálf- tími þangað til keppnin hefst. Smám saman .fyllist Háskólabíó. M.R. er vinstra, M.K. hægra megin. Spjöld eru komin á loft og mikið öskrað. M.K.-ingur nokkur ber húðir okkur til hrellingar. Klukkan er nú rúmlega níu og fundarstjóri gengur í salinn. Hann segir fund settan og býð- ur heiðursgest kvöldsins velkominn og inn gengur forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir. Menn rísa úr sætum og fagna henni innilega. Fundarstjóri biður menn einnig að minnast Þórs Sandholts, er keppti í úrslitum mælskukeppni framhal3sskólanna hér í fyrra. Skólablaðið 41

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.