Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 32

Skólablaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 32
Bíllinn er ekki til að bæta skapið, jökulkaldur eftir hálfan sólarhring úti. Ég þvinga hann í gang og hann hóstar af stað. Reyni að gleyma sjúklingum mínum og hugsa heim. En ömurleiki sjúkrahússins að baki er ólíkt minnisstæðari. í augnablikinu eru þau aðeins þrjú, öll haldin ólæknandi sjón- varpssýki. Háð skjánum lifa þau föst í sjónvarpsheimi. Við sérfræðing- arnir höfum erfiðað, ötumst enn áfram í vonarglóru um framfarir en allt ber þetta að sama brunni: upp- gjöf. Ástand þeirra er slíkt að það gefur engin fyrirheit. Um skilning- arvit þeirra virðist vera hnausþykk- ur hjúpur sem ógerlegt er að rjúfa. Aðeins eitt nær í gegnum skelina: sjónvarpið, - og gerir það greið- lega. Þau sinna engu og engum, þótt þau séu umkringd hópi fólks veita þau honum ekki snefil af eftir- tekt. Athygli þeirra, hug þeirra er beint óskipt að bláma skjásins sem dáleiðir þau, vanar andlega. Um- hverfis þau gætu nunnur elskast tryllingslega með munkum, fílar stigið tangó með tilþrifum og rotn- andi búkar rólað í snörum úr loft- inu, án þess að þau yrðu vör við nokkurn skapaðan hlut. Allt það, sem ekki er innan ramma sjón- varpsins, er útilokað. engir fjötrar eru sjáanlegir á milli þeirra og tækjanna, en þar eru þeir, — hlekkir. Skynjun þeirra er hlekkjuð við skermmn með járnfjötrum og afleiðmgarnar af því kristallast í ástandi þeirra: stjarfa, störu, slem, svefnleysi og algeru sinnuleysi fyrir umhverfinu. Þau eru lifandi lík. Við höfum reynt að vekja þau, beitt óendanlegum lyfjagjöfum, einangr- un, rafmagnshöggum og lostmeð- ferð. Við höfum spannað svið lækn- ísmeðferða frá heimilislækningum til hrottalegustu aðferða vitfirrmga- hæla, fundið upp fyrirbæri er við nefnum skjáafvötnun, — en án ár- angurs, stillt yfir á auða rás í von um að þau myndu leita afþreyingar í veruleikanum, — en án árangurs. Þeim líkaði nefnilega rafsnjór, blossandi um skerminn. Allt annað, af ýmsum meiði og ósjaldan með öllu óskylt glápinu, hafði engan ávöxt borið, — að einu undan- skildu. Örfáum vikum áður, enn í dauða- leit að lækningu, komumst við að því að ekki mætti skyggja á skjá- inn, skera á sjónlínuna milli þeirra og sjónvarpanna, jafnvel ekki fáein augnablik. Þó að lítilvægt megi virðast var þetta risaskref fram á við. Eitthvað hafði okkur áunnist, töldum við kampakátir og gerðum tilraun, Maðurinn á stofu 17 varð fyrir valinu og við gerðum nokkuð sem okkur hafði aldrei hugkvæmst fyrr: Við slökktum á báðum tækjun- um. í fyrstu var hann hreyfingar- laus. Líkami hans beið andartak, beið eftir mynd á skjáinn, beið ár- angurslaust. Skjálfti fór um líkama hans, munnvikm herptust, titringur fór eftur sjónum hans og ókyrrð um útlimi. Snöggir kippir, krampa- kenndir, brutu upp frysta andlits- grímu sljóleikans og hann deplaði augunum í sífellu. Sviti spratt fram eins og úr uppsprettu. Þá reigðist hann upp í boga og hendur og fæt- ur slógust taktfast í grindur sjúkra- rúmsins. Og um sjúkrahúsið ómaði vein er var dýrslegt, líkast dauða- veini. Við kveiktum með hraði. Borgin er syfjuleg í faðmi nætur og ég er einsamall á slabbi þöktum götunum, ek einn í gegnum snæ- kófið, þykkt kóf, gert úr mjúkum flygsum og blautum sem fela heil hverfin í mósku, grámóðu um dökk form húsa. Út úr kófinu gægjast blikandi ljósperlur, framteygðir hausar ljósastaura, í engu. Einir og óstuddir án staura, drúpa þeir í beinum röðum í skammdeginu. Þreytan segir til sín, ég depla syfj- uðum augum og rýni gegnum rúð- una, yfir snævi þakta vélarhlífma og út eftir malbikinu sem glansar hrjúflega bugðóttum ljósröndum. Ég bý ekki ýkjalangt frá sjúkra- húsinu og þegar ég hef stappað af mér snjóslitrunum og losað mig við slopp og viðeigandi buxur, finn ég að þótt þreyttur sé, muni ég ekki sofna í bráð. Svo að ég sest með af- ganga frá kvöldmatnum og kveiki á sjónvarpinu. Ég sé fyrir mér hús- móðurina á stofu 7 og glotti. Ég hef fjórar stöðvar um að velja, aðeins ein lokar yfir nóttina. Sífellt 3, kvik- myndastöðin, sendir út söngva- mynd; pípuhattar og lakkskór, barmflegnir kjólar og hárgreiðslur er tróna til lofts í skrauthlöðnu upp- tökuveri („MY LOVE. I'LL SING YOU A SONG I WROTE . . . FOR YOU AND YOU ONLY"). Á 4 skæl- brosir stóreygð dama og býður öll- um nátthröfnum í ævintýraferð um Austurlönd (Og þá er bara að hlaupa að símanum, hringja í núm- erið okkar ekki seinna en áðan, haha, og vera með í leiknum. Verð- ur ÞÚ hinn heppni??) Ég flakka á milli stöðvanna og sætti mig loks við endursýnt íþróttaefni (. . . Og við fáum að sjá þetta aftur, takið vel eftir hvernig meistarinn stendur þegar hann slær,), lækka niður í ógreinilegan nið og velti fyrir mér hvort drengurinn deyi í nótt. Síðan hann lagðist inn, hefur þetta aðeins verið spurning um tíma, ekki lífslík- ur. Þau hin sofa öðru hverju, eitt augnablik í vöku og hið næsta fallin í svefnmók sem varir tímum saman, stundum sólarhringum, allt eftir hve marga sólarhringa þau hafa vakað fyrir framan skjámn. Tækin verða þó að vera í gangi, sé slökkt, hrökkva þau upp með andfælum, en drengurinn sofnar ekki lengur. Hann sýktist fyrstur, á meðan að- eins voru tvær stöðvar sem gerðu hlé á dagskrá sinni, en ekki alvar- lega. Það var fyrst þegar hinar svo- kölluðu Sífellt-sjónvarpsstöðvar hófu útsendingar alla daga og næt- ur til að svara harðnandi sam- keppni fjölmiðla og mæta þörf (eða skapa þörf) fyrir síbyljuna, að hann varð heltekinn, Aðeins tveimur ár- um áður var sjúkdómurinn óþekkt- ur en síðan komu nýjar stöðvar fram í dagsljósið og fljótlega fóru fyrstu tilfelli sjónvarpssjúklinga að skjóta upp kollinum. Drengurinn á stofu 21 kom í fararbroddi hinna sem bárust okkur þó fljótt. Fimmta stöðm er í bígerð og hillir undir hina sjöttu og þá eigum við von á að holskeflan rísi, — rísi og kaffæri. Við getum engan vegmn staðið hana af okkur. Úrræðaleysi okkar kemur í veg fyrir slíka draumóra. Við reyndum að grafast fyrir um samsvarandi sjúklinga í ýmsum sjónvarpslöndum og til hvaða með- ala hefði verið gripið þar, En er- lendis kannaðist enginn við þann krankleika. Annaðhvort er sjúk- dómnum leynt þar, eins og alkóhól- istum var leynt, eða á svo háu stigi ég treysti honum ekki. Við erum vinir. — Bertold Brecht 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.