Skólablaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 4
SAMKEPPNI
Ritnefnd Skólablaðsins efndi til samkeppni hérna um daginn, þátttaka var dræm en með að
hóta öllu illu tókst að kreista efni út úr nokkrum. Dómnefndin var skipuð eftirtöldum: Pétri
Gunnarssyni, Nínu Björk Árnadóttur, Braga Ólafssyni og Olgu Guðrúnu Árnadóttur. Mún kom
saman á kafflhúsi hér í borg 28. okt. Niðurstaða nefndarinnar var eftirfarandi:
Smásögur
í smásagnasamkeppninni voru 1. verðlaun ekki veitt, en Hróðmar Dofri Hermannsson fékk 2.
verðlaun fyrir smásögu sína „Esop lét þess ekki getið . ..." 3. verðlaun fékk Baldur A.
Kristinsson fyrir smásögu sína ,Af sólu". Einnig hlaut Sindri Freysson sérstaka viðurkenningu
fyrir „Gestgjafann góða". „Djöfulli vel skrifuð, fjárinn hafl það", eins og Pétur Gunnarsson
orðaði það.
í ljóðsamkeppninni hlaut Baldur A. Kristinsson 1. verðlaun fyrir ljóð sitt „Kyrrstaða". Melkorka
Thekla Ólafsdóttir hlaut önnur verðlaun fyrir ljóðið „Máfur að leik í vindi" og síðan hlaut Baldur
A. Kristinsson 3. verðlaun fyrir „Eins konar dögun". Sérstakar viðurkenningar voru veittar Urði
N. Njarðvík fyrir línurnar: „Ofurhægt missir sumarið andlit sitt í jörðina", í ljóðinu „Haust" og
Baldri A. Kristinssyni fyrir ljóðið „Bið" sem að mati dómnefndar var „ansi lunkið" og „smellið". f
forsíðusamkeppnina barst ekkert efni, svo að ritnefnd hélt sér bara ódrukkinni fyrir
verðlaunaféð.
ég kalla nú ekki allt ömmu mína. €n þetta er sko amma mínl
— Bcildur R. Kristinsson