Skólablaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 8
2. SÆTI í SMÁSAGNASAMKEPPNI
ESÓP LÉT ÞESS
EKKI GETIÐ . . .
í þorpinu hafði fólkið sífelldar
áhyggjur af hjörðinni, — enda
kannski von, þar sem hún gegndi
sama hlutverki þá og peningar nú.
Það er að segja: Ær og lömb voru
vinsælasti gjaldmiðillinn, og enginn
var sá verslunar- eða iðnaðarmað-
ur, sem ekki átti nokkur lömb til að
geta skipt, ef viðskiptin voru stór-
felld. En það, sem einkum var
óhentugt við þennan lifandi
gjaldmiðil, var sú árátta hans að
hrökkva upp af, þegar síst skyldi,
og valda með því eiganda sínum
stórfelldu eignatjóni. Helsta dánar-
orsök fénaðarins í þessu tilviki var
þó sú að úlfarnir voru óvenjuþurft-
arfrekir á þessum slóðum. Af þess-
um úlfum stöfuðu aðaláhyggjur
þorpsbúa. Og þvílíkar voru áhyggj-
ur þeirra að stundum kom þeim
ekki dúr á auga margar nætur í
röð. Allir yrðu þeir að vera viðbúnir
að verja hjörðina, ef boð kæmu frá
hjarðmanninum um að úlfarnir
væru að gera árás, Svo rammt kvað
að þessu að fólkið var hætt að safn-
ast saman á þorpskránni til að fá
sér í staupinu, því að kæmi til bar-
daga við úlfana, var betra að vera
allsgáður. Þeir sem fjárflestir voru,
tóku að vantreysta hver öðrum og
grunuðu hver annan um að sofa við
hjarðgæsluna.
Þannig var ástandið þegar þú
komst til þorpsins. Kráreigandinn
var löngu flosnaður upp, bakarmn
þjáðist af uppköstum og svima og
presturinn komst aldrei lengra með
sunnudagsmessuna en: „. . Gef oss í
dag vort daglegt þrauð. . því að
þá varð öllum hugsað til hjarðarinn-
ar og hlupu út til að gá hvort hún
væri óhult. Einhverra hluta vegna
fékk fólkið strax mikið álit á þér, og
þar sem enginn treysti öðrum leng-
ur til að gæta hjarðarinnar, var þér
falinn sá starfi.
Þér varð fljótt ljóst, hvernig ástatt
var í þorpinu, og sást að við svo
búið mátti ekki standa. Þú ákvaðst
að gabba fólkið nokkrum sinnum til
að gera það sljótt fyrir hættunni og
fá það til að slaka á-. í fyrsta skipti,
sem þú hrópaðir til fólksins: „Úlfur!
úlfur!", kom það þjótandi með hey-
kvíslar, hrífur og önnur tól til að
drepa úlfinn. Þegar það uppgötv-
aði að þetta var ekki satt með úlf-
mn, varð það mjög fegið. En kvíði
þess var samur og áður og þú sást
að betur mátti ef duga skyldi. Þess
vegna ákvaðstu að gera þetta aftur
og aftur þangað til fólkið hefði tekið
sönsum. Að lokum náðirðu settu
marki. Þorpsbúar voru orðnir heil-
brigðar sálir í hraustum líkömum
og sögðu úlfa- og sauðfjárbrandara
sér til skemmtunar daginn út og
inn. Kráin var opnuð að nýju, bak-
arinn hætti að kasta upp og staulast
með veggjum, og presturinn gat nú
ótruflaður lokið við faðirvorið og
jafnvel rakið söguna um fjárhirðana
á Betlehemsvöllum, án þess að
nokkur gerðist ókyrr í sæti. Menn
höfðu með öðrum orðum læknast af
ótta sínum og hugsýki.
En jafnvel bestu lækningaaðferð-
um fylgja aukaverkanir: Dag nokk-
urn gerðist það sem þig hafði
aldrei grunað: Það kom úlfur. Þú
reyndir að kalla á hjálp, en þegar
þorpsbúar heyrðu í þér, héldu þeir
að þú værir að grínast. Þeir hlógu
með sjálfum sér að uppátækjum
þínum og glöddust um leið yfir
þeirri breytingu sem á þeim sjálf-
um hafði orðið. En þar kom þó að
lokum að þeim urðu ljós afdrif þín
og hjarðarinnar. Þá hlógu þeir ekki
framar. Fullir harms og reiði sömdu
þeir um þig meinfýsin ævintýr sem
lifðu mann fram af manni og hvert
barn kannast við enn í dag,
Hróðmar Dofri Hermannsson
My londscape is q hand uuith no lines.
— Sylvia Plath