Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 53

Skólablaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 53
leið kynna sig, en þjónninn stöðvaði orðaflaum hans með handahreyf- ingu. „Mér þykir það leitt herra, en mér sýnist Boris hafa valdið yður einhverjum óþægindum." Við þessi orð mildaðist skap J. og hann kynnti sig „Ég er J. greifi, kominn til að taka við kastalanum í arf eftir afa- bróður minn. „Þjónninn leit niður eftir J. á skítuga skóna og forug föt- in og vantrúarsvipur læddist fram á andlit hans, en það stóð aðeins stutt. „Herrann vildi kannski stíga inn fyrir?" „Þakka þér fyrir,” sagði J. hrokafullur og steig inn fyrir með soghljóð í skónum sem voru fullir af vatni. Hann stóð örlitla stund í forstof- unni og pollur myndaðist við fætur hans. „Vilduð þér ekki fara upp í gestaherbergið og fara í bað og síðan í þurr föt?" „Ha, jú, það væri vel þegið," sagði J. stórkarlalega, sótti í sig veðrið og spígsporaði inn. Þjónninn fylgdi í humátt á eftir og tók síðan við forystunni. „Þessa leið, herra," sagði hann leiðréttandi og potaði með fingrunum. Á meðan J. lá í baðkerinu báru tveir yngri þjónar sífellt inn heitt vatn úr eldhúsinu undir stjórn yfir- þjónsins. „Hver er þessi Boris, eh ég á við „hver var hann?" spurði J. „Hann var hestasveinninn hér, en hann þoldi ekki vinnuálagið," sagði annar ungu þjónanna milli vatns- amstursms. „Hvaða vinnálag? Eru margir hestar hér?" spurði J. næsta þjón. „Nei þeir eru bara tveir og annar þeirra er næstum ellidauður, herra." Hann bað um að fá að liggja í friði í smástund, hann þurfti að hugsa um margt og koma lagi á hugsanir sinar. Þegar hann var einn fór hann að hugsa um ferðalag sitt og eiginkonu sína, en það var emmitt hún sem hafði komið með vagninum, Og viti menn: Hann var ekki giftur. Þessar fréttir um meinta eiginkonu skelfdu hann ósegjan- lega, en niðursokkinn í þessar hugsanir veitti hann því ekki at- hygli að kona kom inn. Um leið og hún stóð við hlið baðkersins hrökk J. í kút og huldi kynfæri sín feiminn. „Hver eruð þér?" sagði hann og virti þessa skorpnuðu, gömlu konu fyrir sér, honum kom helst í hug að líkja henni við norn. „Hver ég er?" hún hló, „ég er eiginkona þín." Þessi staðreynd skelfdi J. ósegjan- lega. „Þessi gamla, forljóta kerling- arnorn er konan mín," hugsaði hann forviða. Hún glotti aðeins og tók um axlir hans nánast ástúðlega. „Ég skal nudda þig, elskan, ég veit hvað þér finnst það gott." Tak hennar hertist um háls hans og hann reyndi að vinda sig úr því, en það var til einskis, hún var furðu- lega sterk og herti að. J. náði varla andanum, tungan stóð út úr honum og það korraði í honum. augun ætl- uðu út úr tóftunum og hann varð bláhvítur í framan. Loks missti hann gjörsamlega mótstöðuþrek sitt og hún ýtti honum með krafti ofan í kerið svo að vatn gusaðist út á gólf. Hann braust um fáein skipti enn, en lá svo kyrr í vatninu. Hún kallaði eitthvað og þjónarnir ungu komu inn, tóku kerið, báru það út á brjóstvirkið og helltu úr því niður á jörðina. J. kom hart niður. Honum varð kalt nánast samstundis, samt lá hann kyrr dágóða stund. Þegar hann stóð upp blinduðu fyrstu geislar sólar hann. Loks hélt hann að hliðinu og barði á dyrnar. Með- an hann beið eftir svari klæddi hann sig í föt sem héngu á húni hliðsins. Enginn kom til dyra. Hann barði aftur, enn kom enginn. Hann stapp- aði niður fótum og afréð loks að taka í húninn. Það var ólæst og hann gekk inn. Kastalinn var mann- laus en húsgögn fylltu enn hvert herbergi; þó voru breidd yfir þau lök. Ryk lá yfir öllu, þykkt ryklag sem gerði loftið daunillt og innilok- að. Myrkur var þarna inni nema hvað smá-ljósbjarmi barst inn um rifur á gluggahlerunum sem voru fyrir öllum gluggum. Fótatak hans bergmálaði í dimmum, köldum for- salnum og honum leið eins og hann væri að ganga í gegnum grafhýsi. Hann opnaði dyr að stofunni og gekk þar inn. Þar var allt við það sama, yfirbreidd húsgögn og ljós- glæta sem fékk svífandi rykagnir til að lýsast upp eins og lítil sólkerfi, agnir á sífelldu iði um loftið. J. hélt að einum glugganum, opnaði hann og ýtti við marrandi gluggahlerun- um. Nú skein sólin og breytti her- berginu, gerði það enn meira yfir- gefið, svo að J. svipti ábreiðunum af húsgögnunum, Rykský þyrluðust upp og einu sinni lét ein ábreiðan undan og hrökk í sundur. Hann opnaði hvern einasta glugga kastalans og lét sumarvindinn blása mildum and- vara gegnum bygginguna. Bændur á leið til heyanna sáu þetta, litu undrandi hver á annan og sögðu sín á milli. „Greifinn er kominn; aldrei hélt ég að ég mundi sjá það gerast." En þannig var það, greifinn var kominn. Þetta spurðist út og ýmsir komu neðan úr þorpinu, upp hlíðina þakta grænu grasi og ilmandi sum- arblómum, þar sem beljur bauluðu og röltu letilega um eða lágu og jórtruðu, gengu gegnum skógi prýddan stíginn í átt að kastalahlið- inu og buðu þjónustu sína. J. valdi úr og sagði til hvað gera skyldi og loks lifnaði gamla höllin við með sumrinu og hlýrri fegurð þess. II. Á miðju sumri kom lögreglustjór- inn í hestvagni sínum til kastalans og bað um áheyrn. Ekkert var því til fyrirstöðu og honum var vísað inn á skrifstofu greifans, þar sem hann sat önnum kafinn því enn þurfti að leiðrétta ýmislegt varðandi sagn- fræði og bókfærslu staðarins. „Góð- an daginn, herra greifi," byrjaði lögreglustjórinn, en J. greip harka- lega fram í. „Kallið mig bara herra J." sagði hann örljtið vingjarnlegri málhreim, því herra greifinn var sannkallaður líberat. Lögreglustjór- inn varð í fyrstu ráðvilltur því hann var óforbetranlegur smáborgari en loks áttaði hann sig og settist sam- kvæmt boði J. „Eh . . he, ég er hingað kominn til að biðja yður um að vera viðstaddan aftöku glæpa- manns eins, hann hikaði örlítið en bætti svo við „það er til siðs eins og þér vitið að greifi skuli vera við- staddur slíka ..." „Já, já", greip J. óþolinmóður fram í „ÉG veit það mætavel." Lögreglustjórann setti dreyrrjóðan af skömm. „Eh . . já auðvitað vitið þér það." „Hvenær?" spurði J. vafningalaust. „Um eftir- miðdaginn, um klukkan fjögur ef yður þóknast." „Já, ég verð þar," fullvissaði J. hann um og sneri sér að pappírum sínum. Lögreglustjórmn hikaði ögn, leit vandræðalega í krmgum sig I þessu ríkmannlega bókaherbergi, I must get out of those uuet dothes ond into a dry Mortini. — Rlexonder Uloolkott
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.