Skólablaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 25
Johann Matthíasson:
Utlestur á stjömukorti
Birgis Ármannssonar.
Það er spurning hvort það þurfi
nokkurt stjörnukort til að lýsa Birgi
Ármannssyni, Hvort sem menn
þekkja hann persónulega eða af
afspurn, vita menn að hann er ekki
aðeins höfuð 68, árgangsins í M.R.,
heldur er enginn líklegri til að
verða helsti stjórnmálamaður okkar
og foringi, þó að fleiri árgangar séu
inni í dæmmu, í þessum línum
verður samt gerð tilraun til að
dýpka hugtakið „Birgi Ármanns-
son'1. Þessi grein kann að virðast
heldur mikið lof um einn mann, en
ókostirnir koma meira inn á einkalíf
Birgis og verða ekki raktir hér,
heldur er kortið skoðað að mestu í
stjórnmálalegum skilningi.
í grundvallareðli er Birgir tví-
buri, ffjálslyndur íhaldsmaður: létt-
lyndur og hress, félagslyndur og
hugmyndaríkur, og hefur gaman af
hugmyndalegum samskiptum og
vangaveltum. Hann er mjög fjöl-
hæfur og hefur mikla þörf til að
vinna að mörgum málum í einu.
Þrátt fyrir hressileika og málgefni
bendir Tungl í steingeit í sterkri af-
stöðu við Satúrnus í 6. húsi til hlé-
drægni, mikillar ábyrgðarkenndar
og skipulagningar. Þessu fylgir
emnig rosaleg metnaðargirni og
ákveðni jafnframt vinnu- og sam-
viskusemi, er getur leitt til of mikill-
ar stífni og kaldranaleika. Þessi
staða er í mótsögn við tvíburann
sem getur valdið spennu milli
íhaldssemi og frjálslyndis. Tunglið
er í 3. húsi sem ásamt mörgum
plánetum í Tvíbura bendir til áhuga
á fjölmiðlun og hvers konar tjá-
skiptum.
Peningana eða lífið.
Sólin ásamt Merkúri, Venus og
Mars er í 8. húsi, og leiðir í ljós, að
Birgir er að mörgu leyti dularfyllri
og óráðnari náungi en almennt ger-
ist um tvíbura. Hann hefur væntan-
lega feikilegan áhuga á hinu dulda,
öllum leyndardómum og öllu sem
almenningur skilgreinir „tabú".
Peningar eru sterklega tengdir
honum, þá penmgar annarra, í
sambandi við banka, tryggingar
o. s. frv. Sem stjórnmálamaður
kemur hann til með að vinna mikið
á bak við tjöldin og beita sálfræði-
legu innsæi.
Slaufan.
Birgir er rísandi Vog og hefur
Sól í samstöðu við Venus. Það sýnir,
að hann er mjög fagurfræðilega
sinnaður, hefur næmt auga fyrir
fegurð, formi og litasamsetningu.
Hann leggur mikla áherslu fram-
komu sína, snyrtileika, kurteisi og
sjarma sem á eftir að nýtast honum
á framabraut sinni.
Góðir tilheyrendur.
Birgir hefur Merkúr (hugsun og
máltjáningu) í BCrabba í afstöðu við
rísanda. Sú afstaða gerir að hann á
mjög gott með að tjá sig. Krabbinn
ásamt Tungli í 3. húsi gerir að hann
spilar á strengi tilfinninganna í
ræðumennsku og nær til fólks á
þann hátt. Þannig á hann gott með
að sannfæra áheyrendur af öllum
huga með emlægum talanda um
gildi hugmynda smna.
Sú hin skínandi sól.
Miðhiminn (starf út á við) í Ljóm
gefur til kynna að hvað sem Birgir
mun gera, verður það ætíð eitthvað
þar sem hann getur látið sól sína
skína og látið bera virðingu fyrir
sér. Júpíter í 10. húsi segir jafnframt
að hann vill vera þekktur fýrir kraft
sinn, sjarma og stjórnunarhæfileika
og hvert tækifæri er notað til að
vera í sviðsljósinu. Allir menn sækj-
ast á emhvern hátt eftir fullnægj-
andi lífi. Birgir gerir það í gegnum
starfsframa sinn, stöðu og viður-
kenningu. Birgir ætlai sér að verða
bestur og honum mun ekki líða vel
nema í áhrifastöðum í þjóðfélaginu.
Þessi staða ásamt sterkum Plútó er
vandmeðfarm og getur leitt til ver-
aldargræðgi.
Byltingin lifi.
Birgir hefur Sól í sterkri afstöðu
við Úranus og Plútó í 11, húsi. Plútó
eykur enn á sálfræðihæfileika og
duld Birgis og gefur honum einnig
mikmn kraft til að sjá hlutina í réttu
ljósi, sjá í gegnum fals og pretti og
hæfileika til að reyta arfann úr per-
sónuleikanum. Það getur einnig
leitt til sífelldrar óánægju og full-
komnunarþarfar úr hófi. Úranus
gerir að Birgrr er óhræddur við að
fara ótroðnar slóðir, er byltingar-
kenndur og rafmagnaður og fædd-
ur foringi. Ásamt Tungli í Steingeit
gefur þessi Úranus til kynna að
Birgir er fæddur sjálfstæðismaður.
Þessar plánetur í 11. húsi (þjóðfé-
lagið) gefa til kynna að Birgir á eftir
að koma eins og sprengja inn í
kerfið (verst að hann er mannleg-
ur). Það er kannski of sterkt til orða
tekið, en sem stjórnmálamaður á
hann vafalítið eftir að umturna og
bylta, sínum flokki sem öðrum og
þar með þjóðfélaginu í þeim skiln-
ingi. Hann á mjög líklega eftir að
brjóta upp hið gamla staðnaða,
reyta arfann, boða nýjungar og
byltmgu, en samt á smn hógværa,
dularfulla, og íhaldssama hátt.
Fyrst læt ég vera að slá grasið.
— Bragi ÓlaFsson
25