Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 30

Skólablaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 30
IMBAKASSAR Forsaga Innkaupapokarnir geröu hana siginaxla og hún þurfti að beita sjálfa sig hörðu til að kasta þeim ekki frá sér og hrópa út neyðaróp eða hjálparbeiðni, hlaðið vonleysi og uppgjöf. Við hvert skref fram á við skárust handföng pokanna enn meira inn í rauðþrútnar húsmóður- hendurnar, við hvert skref herptist snara biturleikans um sál hennar. Henni fannst sem ævi sín hefði ein- hvern tíma fyrir löngu farið í handa- skolum, gæfan farið hljóðlega án þess að kveðja, gleðin myrt af grá- myglu hversdagsleikans. Hún hló ekki lengur. Þegar blokkin kom loks í augsýn, u-laga steinbákn með gluggabor- um, líkust miðaldavirki, óvinnandi í alla staði, jókst örvænting hennar. Á þriðju hæð, í gegnum hvítflaks- andi tjöldin fyrir stofuglugga henn- ar, þrengdi sér bláleit birta, dauf en samt sem áður ógnarskýr. — Enn við glápið, hugsaði hún. Hún tuldraði reiðilesturinn í barm sér á meðan hún erfiðaði við að koma ört vaxandi líkama sínum upp þrepin. Hún másaði þreytu- lega við dyrnar en sneri síðan lykl- inum í skránni og snaraðist inn. Sekúndubroti áður en hurðin féll í falsið, glytti í augu hennar þar sem hún skimaði fram. Hún gáði að mannaferðum á stigapöllunum og ganginum, einhverjum sem orðið gæti áheyrandi að reiðilestri henn- ar og á þann hátt rofið friðhelgi einkalífs hennar, en gangarnir voru auðir. þarna var enginn. Hún fleygði pokunum frá sér og strunsaði inn í stofuna. Ljósin voru slökkt, aðeins nýja sjónvarpið og hið gamla, svarthvíta, veittu smá- glætu í myrkrið. Þetta skin dekkti hægindastól sem snen að tækjun- um og geymdi eina merki mann- legs lífs í stofunni; tvo handleggi er löfðu slyttislega frá stólörmunum og námu næstum við gólf. Hún fann ráðleysið og beiskjuna samtvinnast í huga sér. Svo hring- sneri hún stólnum með offorsi. Eig- inmaður hennar hálflá í hægindinu, rétt eins og hún vissi. Það stirndi á augu hans, það var eina lífsmarkið, sem hún sá með honum, og jafnvel það léði andliti hans óljósan sljó- leikasvip. Stundarkorn horfðu þau hvort á annað. Skyndilega skaust önnur hönd hans upp, eins og höggormur í drápshug, og kreppt- ist um úlnlið hennar af feiknakrafti. Hún hrökk við og ffam á varir hennar braust hálfkæft skelfingar- óp. — Hefur þú séð mann, keyrðan upp að glugga? spurði hann og reis upp við dogg. í ómælisdýpi minn- inga horfðu augu hans starandi, eins lífvana og ef í brúðu væri. Hún hristi höfuðið, reyndi að spenna fingur hans lausa. En hann var henni sterkari. — Höfuðið fast- klemmt að glerinu, flatt út svo að húðin merst og fölnar og roðnar á víxl. — Það vottaði fyrir kipru undir auganu sem sneri að henni. Hún hætti að brjótast um og horfði skelfd á fjarrænan svipinn. — Og hefurðu séð gagnaugu mannsins þegar byssa er dregin upp og látin fullkomna skrúfstykkið og húðin . . . hún hvítnar vegna þrýstingsins. Því svo fast er höfuðið spyrnt að rúð- unni að það brestur í henni — líkt og klakaskán er brotnar undan fæti. En þó að höfuðið sé algerlega skrúfað upp, er kraftur skotsins slíkur að höfuðkúpan slæst í glerið af þunga og endurkastast skarpt í stálhlaupið . . . Henni fannst hann horfa í gegn- um sig, hann var þar og þó ekki. — Fingurinn á gikknum krepptist og hausinn kippist til, kúlur borast inn og blóðug glerbrot, sundruð í ótal óregluleg form, fljúga út í tómið. Og einhvers staðar, miklu neðar, hvíslaði hann, brotlenda brotin á götu, fletjast út í mulning af hvítum og rauðvotum kristöllum á víð og dreif um gangstétt og malbik. Leif- ar manns og glugga, Hefurðu séð? Hún kyngdi. Horfði á óhamið hár- ið í hvirflinum, og með erfiðismun- um kreisti hún út nei. Hann sleppti henni jafn-snögglega og hann greip í hana, seig í fang stólsins og einblíndi fram. — Ég sá þetta, sagði hann, ég sá þetta í sjónvarp- inu. Andartak stóð hún kyrr, saup hveljur og það var ótti f huga henn- ar. Síðan tók hún á rás í átt að sfm- anum. Um stofuna flýtur rafblámi birtu og hagræðir og einfaldar umhverf- ið að eigin smekk. Birtan er sem ójarðnesk, náköld og vélræn, líkust skímunni umhverfis ljós í þoku eða logsuðubjarma á vegg. Ljósklæði hennar umlykja hvaðema, — fylla herbergið, bylgjast á veggjum og varpa gráleitum litbrigðum yfir rúmið og sængurfötin. Það er ems og ljós og skuggi hafi parast og af- kvæmið orðið þessi hálfbirta. Mig verkjar í augun við að horfa í hana. Hún berst úr tveimur áttum, rennur saman um mitt herbergið og óljóst afmarkaðir geislavængirn- ír bregða á leik, flökta eins og ós- andi kertalogar. Báðir upphafsstað- ir hennar ásamt klossuðu stálrúm- inu mynda þríhyrnmg sem spannar Hér er fitusneið með bjórnum. — Brogi Ólofsson 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.