Skólablaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 28
Ritdómur Skólablaðsins 1987,
2. tbl., 62. árg.
Forsíðumynd síðasta tölublaðs
Skólablaðs M.R. er allsérstæð. En
þar má sjá gamla mynd af ungri
stúlku í baðfötum sem brosir fram-
an í „væntanlega" lesendur. Má
segja að myndin sé alger andstæða
við efni blaðsins. Mætti af henni
ráða að ritstjórnarmenn taki sig
ekki of alvarlega, en við lestur
blaðsins kemur þó annað í ljós.
Eins og segir í Editor dicit, setti
ritstjórnin markið hátt og er blaðið í
heild mjög efnismikið. Eru í því
margar fræðandi greinar, viðtöl,
smásögur og svo auðvitað ljóðin
sem eru ómissandi hverju Skóla-
blaði. Vantar því ekki að blaðið er
mjög menningarlegt. En við það
fær það heldur þungt yfirbragð.
Mætti vera meira „léttmeti" og er
lítið um hinn „dæmigerða" skóla-
humor. En vendum okkar kvæði í
kross og lítum nánar á:
Mistök frá upphafi er fyrirsögnin
við grein inspectors, Ragnheiðar
Traustadóttur. Kemur hún þar skil-
merkilega á framfæri skoðunum
sínum á því fyrirbæri sem nefnist
FF eða Félag ffamhaldsskólanema.
Hvar, ef ekki á síðum Skólablaðs-
ins, er vettvangur inspectors til að
upplýsa nemendur um það sem er
að gerast í skólamálum?
Dándimaður eftir Kristján Þ.
Hrafnsson er óvenjulegur pistill um
einn heiðursmann skólans. Pistillinn
er óvenjulegur að því leyti að
greinarhöfundur segir frá persónu-
legum kynnum sínum af heiðurs-
manninum í skáldsagnarformi, en
bætir persónulegum einkennum
hans og upplýsingum þar að lút-
andi inn í skýrsluform. Verður
greinin því skemmtilegri aflestrar.
Viðtalið við Söruh Wachenheim,
bandarískan skiptmema, er for-
vitnilegt. Fær maður nokkra hug-
mynd um Söruh og viðhorf hennar
og er alltaf gaman að kynnast
hvaða augum útlendingar líta land
og þjóð.
Er kennsla á íslandi á eftir tíman-
um? er umfjöllun Elínar Halldórs-
dóttur um skýrslu OECD um ís-
lenska skólakerfið. Gerir hún fyrst
grein fyrir skýrslunni en tekur síð-
an til nánari umfjöllunar laun og
ábyrgð kennara. Þetta er vissulega
áhugavert umfjöllunarefni, ekki síst
vegna kennaraverkfallsins sem þá
stóð yfir. Þó hefði verið gaman að
sjá ýtarlegri umfjöllun um fleiri
atriði skýrslunnar.
Vinátta eftir Elsu Valsdóttur fjall-
ar í rauninni um vináttu tveggja
stúlkna, saklausu sveitastúlkunnar
og borgarbarnsins, og segir hvern-
ig sú vinátta þróast. Sagan er ein-
föld og er boðskapur sögunnar
augljós, þ. e. boðskapurinn um hina
sönnu vináttu. Hún er ágætlega
skrifuð og eru efnistök í góðu lagi.
Vetrarmorgunn eftir Melkorku T.
Ólafsdóttur er athyglisverð saga.
Skáldskapurinn er fremur ljóðrænn
á köflum og vel skrifaður.
Sambúðin við landann eftir Jón H.
Egilsson er ekki skemmtileg af-
lestrar, Sagan birtir vangaveltur
gamals M.R.-ings, sem er heldur
þreyttur og bitur. Ég ætla að vona
að hann eigi sér enga fyrirmynd.
Oft hefur verið kvartað um að
alltaf sé fjallað um sama fólkið í
Skólablaðinu. Er því viðtalið, sem
ber yfirskriftma: Hvernig er að vera
í M.R.? — góð tilraun ritnefndar til
þess að tala við þá sem láta lítt til
sín taka í félagslífinu. Mætti jafnvel
vera meira af slíku efni, þ. e. a. s.
viðtöl við/eða umfjöllun um núver-
andi nemendur skólans.
Kafka er stuttaraleg frásögn sem
segir frá starfsferli Kafka. Á eftir
fylgir Stýrimaðurinn í ágætri þýð-
ingu Hrafns Lárussonar. Hefði þó
verið ánægjulegt ef fjallað hefði
verið nánar um verk Kafka, þar
sem þau hafa haft mikil áhrif á
sagnagerð nútímans.
Firnd eftir Árna J. Magnús er
hafsjór af setningum sem engan
veginn fara saman. Sumar eru allt
að því fáránlegar, s. s.: „Sumarið
bar fleiri osta í skauti sér," „Sleipir
veggirnir urðu laufasjöunum of víða
til ama." Og oft má finna andstæður
í setningunum, s. s. þurr rign-
ing ... o. s. frv. Útkoman verður
því gjörsamlega óskiljanleg. En allt
virðist þetta gert með ásetningi og
ber óneitanlega vitni um fjörugt
ímyndunarafl og storkun höfundar
gagnvart hinu hefðbundna formi
hugsunar og tjáningar. Þetta er út
af fyrir sig afrek ef menn kunna að
meta framúrstefnu og frumleik.
í blaðinu eru fjögur viðtöl við
fyrrverandi nemendur M.R., sem
eiga það sameiginlegt að hafa lagt
út á listabrautina að loknu stúdents-
prófi. Allt eru þetta ágætis-viðtöl,
og er gaman að sjá hvernig þetta
fólk lítur á M.R. svona eftir á. Mætti
kannski benda á orð Kristínar Guð-
mundsdóttur: „Hvað er frelsi, ef
ekki skóli?"
Á eftir viðtalinu við Wilhelm Em-
ílsson fylgir smásaga eftir hann
sem ber nafnið Brautarteinar. Sag-
an er vel skrifuð og oft nokkuð
myndræn lýsing. Þó finnst mér hún
nokkuð óskýr.
Upphaf leiklistar, eftir Sigurð
Arnarson, er áhugaverð grein um
leiklistina.
Það er ekki verið að ráðast á
garðinn þar sem hann er lægstur í
grem Jóhönnu Vigdísar Árnadóttur
um Sergei Rachmanmoff. Þó að fyr-
irsögnin hljómi dálítið þunglama-
€inn morguninn datt mér í hug oð finnast þoð óþolondi en vor róðið fró því.
— Bragi Ólofsson
28