Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 45

Skólablaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 45
Ég fer þá frekar eftir efni og and- rúmslofti. „Fjallahringurinn" er þannig um landslag, og „Innheimt- an" tengist mjög Spáni. Ertu hrifinn af Spáni? Já, þetta er svo fallegt og skáldlegt land. Landslagið er svo frábrugðið því sem maður á að venjast hér heima. Ég var í Andalúsíu í tæpt ár og ferðaðist þar dálítið um. Og svo er margt í spænskri menmngu sem heillar mig, skáldskapurinn t. d.; ég er mjög hrifinn af Lorca og fleir- um. Sem stendur er ég í spænsku í Háskólanum. Svo að við snúum okkar aftur að skáldskap, ertu ánægður með Dragsúg? Já, ég er mjög sáttur við hann, svona að mestu leyti. Ég vildi gjarna gefa hann út aftur, eða megnið af honum. Mörg ljóðin eru ennþá lifandi fyrir mér. Margir gefa út bók, og segja síðan eftir á að hún sé bara dauður hlutur, þeg- ar hún er á annað borð komin út. Mér finnst þetta svolítið skrýtin hugsun. Ég hugsa til ljóðanna sem ég hef gert og líður vel í þeirra heimi. — Annars hefur gætt nokk- urs misskilnings í sambandi við þessa bók: að hún sé súrrealísk. Það er hún alls ekki. Ég er þá miklu fremur rómantískur, nema hvað tíðarandinn leyfir það ekki. (Pað er samt margt í Dragsúgi sem fyrir mér er rómantík.) En fólk virð- ist ekki skilja hvað súrrealismi er, kallar bara allt súrrealisma sem það skilur ekki. Þetta er orðið hálf- gert skammaryrði, eins og „atóm- ljóð" á sínum tíma. — En það er líka satt að súrrealismi er erfið stefna, og fyrir bragðið verður a. m. k. helmingurinn af honum algert drasl. Það er t. d. ekki á allra færi að stunda hefðbundna súrrealíska aðferð eins og ósjálfráða skrift með nokkrum árangri. En hérlendur súrrealismi er náttúrulega allur meðvitaður og svolítið annars eðlis. — Mér leiðist svolítið að súrrealist- ar eru sífellt að nota sömu táknin, tákn og myndir sem hafa verið við- loðandi stefnuna allt frá upphafi. En samt sem áður held ég að súrreal- ismi sé ómissandi þáttur í öllum skáldskap og eiginlega lít ég á hann sem merkustu uppgötvun þessarar aldar. Hann leysir um svo gífurlega mikið í skáldlegri hugsun. Hefurður einhverja aðferð við að yrkja? Nei, í rauninni ekki. Ég skrifa oft langan texta, tek úr honum kannski eina setningu sem situr í mér, og síðan verður hún að emhverju allt öðru. Það er að vísu oftast í svipuð- um anda, en setningin stendur í allt öðru samhengi en hún gerði áður. — Ég held ég skrifi frekar mikið, það bara verður svo lítið úr því. T.d. þegar ég setti Dragsúg saman, Mér stcndur eins og hnífur í kú. — Gunnor Hjolmorsson. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.