Skólablaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 55
þar til hún var orðin eins og rauð-
glóandi hnöttur á kvöldhimni og
himinninn var bleikur og rauður
innst en blár yst.
]. andaði að sér kvöldloftinu þar
sem hann sat á gosbrunninum og
velti því fyrir sér hvað hefði gerst,
hvers vegna þeir væru ekki komn-
ir.
Að lokum, þegar sólin hafði
sökkt sér til hálfs ofan í sjóinn úti
við sjóndeildarhringinn, heyrðist
hóatak og svarti fangavagninn ók
inn á torgið. Fanginn, ungur maður,
var leiddur út úr vagninum. Hann
horfði stíft í augun á ]. þegar hann
steig niður á jörðina, og J. horfði á
móti vansælu augnaráði, en áttaði
sig um síðir á því að maðurinn
horfði ekki í augu honum heldur
gegnum hann eða ofan í hann og
leið líkt og sál sín hefði verið svipt
hulstrinu. Peir leiddu hann að
staurnum og presturinn kom og
gerði krossmark og tautaði eitthvað
yfir honum sem J. heyrði ekki.
Tveir hermenn bundu hann við
staurinn með þykkum reipum, en
hann neitaði því að bundið væri
fyrir augu sín. J. leit á þetta allt
saman með sívaxandi spennu,
horfði á hverja hreyfingu hermann-
anna og lögreglustjórans líkt og
hann væri hræddur við að missa af
einhverju.
Þessi hegðun kom honum sjálfum
á óvart, hann hafði hræðst það að
liði yfir sig eða eitthvað því um líkt,
en ekkert slíkt gerðist. Hann spurði
lögreglustjórann að því hvað mað-
urinn hefði gert af sér meðan her-
mennirmr stilltu sér upp og hlóðu
rifflana. Lögreglustjórinn horfði
öldungis dolfallinn framan í J. „Er
yður alvara með spurningu yðar?"
Fát kom á J. „Já . . . já, auðvitað er
mér alvara," sagði hann hryssings-
lega. „Já en þér hljótið að vita hvað
hann gerði,11 svaraði lögreglustjór-
inn og það var ekki örgrannt um að
honum fyndist hann vera að tala við
barn. „Hann myrti eiginkonu yðar.11
Það var sem jörðinni væri kippt
undan J. við þessi orð. „Myrti hann
konuna mína?“ stamaði hann. Torg-
ið hringsnérist og mmnkaði stöð-
ugt. Hann vaknaði við það að ein-
hver sló á vanga honum og reyndi
að fá hann til að drekka eitthvað.
Hann rankaði smám saman við sér
og var studdur á fætur af lögreglu-
stjóranum. „Drekkið þessa lögg,"
ráðlagði hann. „Hvað er þetta?"
spurði J. loðinni röddu og horfði í
áhyggjufullt augnaráð stjórans.
„Koníakslögg, hún mun hressa yð-
ur“. Hermennirnir höfðu hikað þar
til greifinn raknaði úr yfirliðinu, en
fanginn virti torgið og húsin fyrir
sér í síðasta sinn og nú var hann
farinn að gráta.
Hljóðlega runnu tár niður kinnar
hans en ekkert hljóð kom frá hon-
um. J. horfði á hann og augu þeirra
mættust, J. leit undan, hann greindi
sterkt hatur frá þessum manni.
„Hvers vegna drap hann konuna
mína?" spurði J. eftir þrúgandi
þögn húmsins allt í kring. „Þér vitið
það best sjálfur," sagði lögreglu-
stjórmn og það gætti lymsku í rödd
hans. J. leit undrandi á hann og lög-
reglustjórinn horfði á móti líkt og
fanginn.
Fugl flaug yfir torgið, og J. horfði
á eftir honum, hlustaði á söng fugla
í fjarska og andaði að sér kvöldloft-
inu. „Jæja, eigum við ekki að ljúka
þessu af?" spurði stjórinn og J. kink-
aði þreytulega kolli. „Jú best að
ljúka þessu af," andvarpaði hann.
Fanginn var leystur og tveir her-
menn komu í átt til J. í fyrstu flaug
honum í hug að möguleiki væri á
því að flýja, en síðan slappaðist
hann niður þegar allar útgönguleið-
ir virtust lokaðar, og lét leiða sig að
staurnum án mótþróa. Hann reyndi
að líta festulega á unga manninn,
fangann, en það mistókst. Honum
brást kjarkur til þess að ögra hon-
um með augnaráði sínu. Presturinn
gerði krossmark yfir honum og
tuldraði „Faðir vor á himnum veiti
þér fyrirgefningu." Eitthvað brast
inni í J. en hann leit í krmgum sig,
sá síðasta gyllta blik sólar á efstu
bunu gosbrunnsins; svo óskýrðist
sjón hans af tárum.
Smellur í rifflum. „Miðið, - skjót-
íð . ." Skothvellirnir svifu milli hús-
veggja ört eins og vængjaþytur.
Líkami J. hékk líflaus í næstum
sundurskotnum reipunum, svo datt
hann á blóðuga jörðina. Krampa-
kippir fóru um líkamann og það
marraði í sandinum undir honum í
kvöldkyrrðinni.
Enginn hreyfði sig. „Hann var
auðblekktur," sagði lögreglustjór-
inn og brosti illgirnislega. „Fang-
inn“ sem stóð nú við hlið hans, kink-
aði kolli samþykkjandi og brosti
einnig,
Það var engin ástæða til að vera
vansæll á svo fögru kvöldi.
19/3/87.
Hrafn Lárusson.
Til Guðrúnar