Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 17

Skólablaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 17
en áöur. Enginn tók eftir mér. Ég leit á Jóhann. Hann sat skjálfandi í sæti sínu og staröi fram fyrir sig á lykilinn. — Allt tilbúið, heyrðist frá Valdimari. Ég gaut augun- um til ofurstans, þar sem hann stóð á miðju gólfi. Engin svipbrigði var að sjá á honum. Það var eins og hann væri að fylgjast með heræfingum eða horfa á óperusýn- ingu. Mér datt sem snöggvast í hug að hann væri ekki maður af holdi og blóði, heldur kannski vélmenni. — Prjátíu sekúndur! Tuttugu og níu! Tuttugu og átta .... — Tilbúinn, Jóhann, sagði ofurstinn. Jóhann kipptist við. Ég sá að hann ætlaði að fara að æpa, en við augna- tillit ofurstans náði hann stjórn á sér. — Sautján! Sextán! Fimmtán! Fjórtán! Prett. . . Skyndilega þagnaði röddin í hátalaranum og ekkert heyrðist nema suð og skruðningar. — Þeir hafa hitt stjórnstöðina! hrópaði ofurstinn. — Stýriflaug gæti verið á leiðinni hingað! — Ég næ engu sambandi! kallaði Pétur. — Skjóttu strax! Þetta er skipun! hrópaði ofurstinn. Jóhann teygði sig í lykilinn. Hvernig gat hann verið svona lengi að færa höndina upp af borðinu og snúa lyklinum. Þá leiddi ég hugann að því, hvað mundi ger- ast eftir að lyklinum hefði verið snúið. Stóra fallega eld- flaugin okkar myndi hefjast á loft. Það myndi glampa á hana í kvöldsólinni. Eftir rúma mínútu yrði hún komin út í geiminn. Fyrsta og annað þrepið brynnu upp og féllu í átt til jarðar, en trjónan héldi áfram. Eftir þriggja mín- útna geimflug kæmi hún inn í gufuhvolfið aftur. Þá væri aðeins ein mínúta eftir af ferðalaginu. Kjarnaoddurinn mundi falla niður á aðra heimsálfu, annað land, neðar, neðar, þar til hann væri í aðeins nokkur hundruð metra hæð yfir jörð — yfir borg. Hvítur blossi — eldský — og svo sveppurinn. Milljónir manna mundu brenna upp eins og flugur í kertaljósi. Hönd Jóhanns tók um lykilinn. Hann ætlaði að snúa honum. Ég sá það á honum. Þá greip um mig einhver krumla og þeytti mér upp úr stólnum í áttina til Jóhanns. Ég gat ekki við neitt ráðið. Ég þreif um axlir hans og kastaði honum langt, langt í burtu, burt frá lyklinum og mér. Pétur og Valdimar spruttu á fætur, og ofúrstinn hrópaði eitthvað. Ég heyrði ekki neitt. Ég hafði ekki rænu á að taka lykilinn, heldur stökk á ofurstann, sem var að draga byssu úr slíðrum. Ég skall á honum með öllum mínum þunga, og byssan og ofurstinn þeyttust hvort í sína áttina. Einhver greip mig hálstaki aftan frá. Þá fékk ég heyrnina aftur. — Ertu brjálaður, helvítið þitt? — Er ég brjálaður? — . . . fjögur núll níu, stöð fjögur núll níu, heyrið þið ekki til mín? Svarið í guðanna bænum! Stöð fjögur núll níu, árás aflýst, bilun í viðvörunarkerfi, stöð fjögur núll níu..... — Sambandsleysi, sagði Jóhann úti í horni. — Sam- bandsleysi! öskraði hann og hló síðan geðveikislegum hlátri. Nokkrum dögum síðar kom ég fyrir herrétt, og var dæmdur í fangelsi fyrir uppreisn og líkamsárás á for- ingja, í dómsuppkvaðningunni sagði, að ég hefði óhlýðnast fyrirskipunum á hættustund og stefnt með því öryggi ríkisins í hættu. Món ye wcilk on white snow where o nosebleed would disturb the universe — Bob Dylon Tröllavideo v/Eiðistorg s: 629820 Opið virka daga 15.00-23.00 Helgar 13.00-23.00 Erum ávallt á toppnum 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.