Skólablaðið - 01.11.1987, Síða 17
en áöur. Enginn tók eftir mér. Ég leit á Jóhann. Hann sat
skjálfandi í sæti sínu og staröi fram fyrir sig á lykilinn.
— Allt tilbúið, heyrðist frá Valdimari. Ég gaut augun-
um til ofurstans, þar sem hann stóð á miðju gólfi. Engin
svipbrigði var að sjá á honum. Það var eins og hann
væri að fylgjast með heræfingum eða horfa á óperusýn-
ingu. Mér datt sem snöggvast í hug að hann væri ekki
maður af holdi og blóði, heldur kannski vélmenni.
— Prjátíu sekúndur! Tuttugu og níu! Tuttugu og
átta ....
— Tilbúinn, Jóhann, sagði ofurstinn. Jóhann kipptist
við. Ég sá að hann ætlaði að fara að æpa, en við augna-
tillit ofurstans náði hann stjórn á sér.
— Sautján! Sextán! Fimmtán! Fjórtán! Prett. . .
Skyndilega þagnaði röddin í hátalaranum og ekkert
heyrðist nema suð og skruðningar.
— Þeir hafa hitt stjórnstöðina! hrópaði ofurstinn. —
Stýriflaug gæti verið á leiðinni hingað!
— Ég næ engu sambandi! kallaði Pétur.
— Skjóttu strax! Þetta er skipun! hrópaði ofurstinn.
Jóhann teygði sig í lykilinn. Hvernig gat hann verið
svona lengi að færa höndina upp af borðinu og snúa
lyklinum. Þá leiddi ég hugann að því, hvað mundi ger-
ast eftir að lyklinum hefði verið snúið. Stóra fallega eld-
flaugin okkar myndi hefjast á loft. Það myndi glampa á
hana í kvöldsólinni. Eftir rúma mínútu yrði hún komin út í
geiminn. Fyrsta og annað þrepið brynnu upp og féllu í
átt til jarðar, en trjónan héldi áfram. Eftir þriggja mín-
útna geimflug kæmi hún inn í gufuhvolfið aftur. Þá væri
aðeins ein mínúta eftir af ferðalaginu. Kjarnaoddurinn
mundi falla niður á aðra heimsálfu, annað land, neðar,
neðar, þar til hann væri í aðeins nokkur hundruð metra
hæð yfir jörð — yfir borg. Hvítur blossi — eldský — og
svo sveppurinn. Milljónir manna mundu brenna upp
eins og flugur í kertaljósi.
Hönd Jóhanns tók um lykilinn. Hann ætlaði að snúa
honum. Ég sá það á honum. Þá greip um mig einhver
krumla og þeytti mér upp úr stólnum í áttina til Jóhanns.
Ég gat ekki við neitt ráðið. Ég þreif um axlir hans og
kastaði honum langt, langt í burtu, burt frá lyklinum og
mér. Pétur og Valdimar spruttu á fætur, og ofúrstinn
hrópaði eitthvað. Ég heyrði ekki neitt. Ég hafði ekki
rænu á að taka lykilinn, heldur stökk á ofurstann, sem
var að draga byssu úr slíðrum. Ég skall á honum með
öllum mínum þunga, og byssan og ofurstinn þeyttust
hvort í sína áttina. Einhver greip mig hálstaki aftan frá.
Þá fékk ég heyrnina aftur.
— Ertu brjálaður, helvítið þitt?
— Er ég brjálaður?
— . . . fjögur núll níu, stöð fjögur núll níu, heyrið þið
ekki til mín? Svarið í guðanna bænum! Stöð fjögur núll
níu, árás aflýst, bilun í viðvörunarkerfi, stöð fjögur núll
níu.....
— Sambandsleysi, sagði Jóhann úti í horni. — Sam-
bandsleysi! öskraði hann og hló síðan geðveikislegum
hlátri.
Nokkrum dögum síðar kom ég fyrir herrétt, og var
dæmdur í fangelsi fyrir uppreisn og líkamsárás á for-
ingja, í dómsuppkvaðningunni sagði, að ég hefði
óhlýðnast fyrirskipunum á hættustund og stefnt með því
öryggi ríkisins í hættu.
Món
ye wcilk on white snow where o nosebleed would disturb the universe
— Bob Dylon
Tröllavideo
v/Eiðistorg
s: 629820
Opið virka daga 15.00-23.00
Helgar 13.00-23.00
Erum ávallt á toppnum
17