SunnudagsMogginn - 01.05.2011, Page 3

SunnudagsMogginn - 01.05.2011, Page 3
Kæru verkalýðsleiðtogar, um leið og ég óska ykkur og íslenskum verkalýð til hamingju með daginn, vil ég vekja athygli á eftirfarandi: Á sama tíma og ellilífeyrir er lækkaður, safna lífeyrissjóðirnir milljörðum á milljarða ofan. Greidd iðgjöld í Gildi, annan af tveimur stærstu lífeyrissjóðum landsins árið 2010, voru rúmir 11,2 milljarðar. Fjárfestingartekjurnar voru rúmir 9,7 milljarðar. Alls voru tekjurnar því um 21 milljarður en útgreiddur lífeyrir var hins vegar aðeins tæpir 7,8 milljarðar. Tveir þriðju af tekjunum urðu því eftir í sjóðnum. Hrein eign Gildis um áramót var um 241 milljarður. Sú upphæð ein, og án vaxta, myndi duga til útgreiðslu lífeyris í 30 ár og 11 mánuði. Væri því ekki nær að HÆKKA lífeyrinn frekar en lækka? Hvaða þýðingu hefur það að safna í digra sjóði meðan eldri borgarar þessa lands svelta? Hér er á ferðinni alvarleg hugsanaskekkja. Ég hvet ykkur til að berjast fyrir leiðréttingu á þessu, íslenskum verkalýð til heilla. Helgi Vilhjálmsson, íslenskur eldri borgari PI PA R \T BW A -S ÍA \1 11 16 8 Upplýsingar teknar úr ársreikningi Gildis. IÐGJÖLD 11.226 FJÁRFESTINGARTEKJUR 9.754 SAMTALS TEKJUR 2010 20.980 ÚTGREIDDUR LÍFEYRIR -7.785 EFTIR AF TEKJUM ÁRSINS 13.195 HREIN EIGN TIL GREIÐSLU Í LOK 2010 241.043 HREIN EIGN Í LOK ÁRS ENDIST Í 30 ÁR OG 11 MÁN. 2010 MILLJÓNIR LÍFEYRISSJÓÐURINN GILDI SETJUM HNEFANN Í BORÐIÐ!

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.