SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Page 2
2 8. maí 2011
Við mælum með …
7. maí
Dómkórinn syngur verk eftir Haydn og Vivaldi á vortónleikum kórsins.
Með kórnum leikur ellefu manna hljómsveit, Aldavinir og söngkonurnar
Hallveig Rúnarsdóttir og Sigurlaug Knudsen syngja. Í Missa brevis leikur
Guðrún Óskarsdóttir á orgel og sembal og Hallveig syngur einsöng í Bene-
dictus. Stjórnandi kórsins er Kári Þormar dómorganisti.
Vortónleikum Dómkórsins
4-8 Vikuspeglar
Ofsi í röðum leikmanna Real Madrid og Barcelona, dauði Osama Bins
Ladens og útsending opnunartónleika Hörpu sem aldrei varð.
11 Fyrir börn á öllum aldri
Guðbjörg Ringsted listakona á Akureyri sýnir gömul leikföng
í Friðbjarnarhúsi.
24 Fögnuður við Ground Zero
Árni Torfason ljósmyndari fylgdist með viðbrögðum fólks
við dauða Osama Bins Ladens.
26 Að tryggja öryggi borgaranna
Bandaríska varnarliðið kom til Íslands fyrir
60 árum. Björn Bjarnason ræðir stöðu og
framtíðarhorfur í öryggismálum.
32 Þá hefðum við
látið fara í hart
Púlsinn tekinn á Stefáni Einari Stefánssyni,
nýjum formanni VR, í orrahríð kjarasamn-
inga.
36 Kominn í keppnina í Cannes
Rúnar Rúnarsson getur unnið til verðlauna á kvikmyndahátíðinni
í Cannes fyrir mynd sína Eldfjöll.
36 Fólk hefur áhuga á sögum af fólki
Landsmenn sitja sem límdir við skjáinn að horfa á Landann.
38 Boðar dómsdag 21. maí
Bandarískur predikari segist hafa lesið úr Biblíunni hvenær Kristur
snúi aftur og komist að því að heimsendir sé í nánd.
Lesbók
47 Þetta fer bara í hring
Ari Gísli Bragason um Samúel, áritaðar bækur skálda og bóksölu
á vefnum.
11
8
Efnisyfirlit
Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson.
Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans:
Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Ingveldur Geirs-
dóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Skapti Hallgrímsson.
Augnablikið
Þ
að var ekki sumarlegt um
að litast á knattspyrnu-
velli Víkings þegar efnt
var til móts fyrir 7. flokk
stráka um liðna helgi. Var þó kom-
ið sumar.
Um morguninn byrjaði að snjóa
og kyngdi látlaust niður snjó allan
tímann sem mótið stóð yfir. Það
var því vel við hæfi, að leikin voru
jólalög í matsalnum, þar sem börn
og foreldrar gátu yljað sér á milli
leikja. „Jólasnjór... Jólin koma einu
sinni enn.“
Snjór lagðist yfir gervigrasvöllinn
og um leið smaug kuldinn inn í
merg og bein á krökkum og for-
eldrum, enda var aðeins 2 stiga
hiti. En það lá samt vel á strákun-
um. „Heyrðu! Geturðu skrifað að
við unnum?“ sagði einn er hann sá
blaðamann með penna á lofti. Ann-
ar bætti um betur: „Þegar leikirnir
eru búnir, geturðu þá skrifað hvað
við unnum marga leiki og hvað ég
skoraði mörg mörk?“
Þegar gengið var á völlinn mátti
heyra feðga ræða saman. „Hverjir
eru bestir?“ spurði guttinn. Pabb-
inn hugsaði sig um og svaraði:
„Manchester United.“
„Nei, Grótta!“ svaraði sá stutti og
vanþóknunin leyndi sér ekki.
Auðvitað.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Foreldrar leituðu skjóls í varamannaskýlum, systkin og nokkrir keppendur líka.
Morgunblaðið/Pétur Blöndal
Hverjir eru bestir?
Strákarnir í Gróttu velktust ekki í vafa um að þeir væru bestir.
Strákar í Breiðablik taka á móti verðlaunum. Önnur lið bíða í röð.
7. maí
Opnunarhátíð Listar án landa-
mæra 2011 á Norðurlandi. Hátíðin
fer fram klukkan 14 í Ketilhúsinu á
Akureyri.
10. maí
Íslenski dans-
flokkurinn býður
nemendum í 8.
til 10. bekk upp
á dansnámskeið dagana 10. til
12. maí næstkomandi. Þar gefst
þátttakendum tækifæri til að kynn-
ast nútímadansi af eigin reynslu.
13. maí
Djass með Dívu,
tónleikar; Hera
Björk sýnir á sér
nýja hlið þegar
hún flytur nokkr-
ar af þekktustu og dáðustu perlum
djassbókmenntanna ásamt djass-
geggjaranum Agnari Má Magn-
ússyni á píanó.
flugfelag.is
Netið
Þú færð alltaf
hagstæðasta verðið
á www.flugfelag.is