SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Side 12

SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Side 12
12 8. maí 2011 V ið eigum enga möguleika að sigra í keppninni. Þótt Sjonni hafi verið frábær tónlistarmaður og hafi gert þetta flotta Eurovision-lag á það ekki eftir að skila sér því við höfum til dæmis vont karma fyrir það að segja Nei við Icesave. Við förum eftir ýmsum Evrópustöðlum en erum of merkileg til að ganga í Evrópusambandið. Annars get- ur mér ekki verið meira sama. Þessi keppni er rammpólitísk og frekar skrýtið fyrirbæri og svartasti blettur keppninnar er að Ísrael fái að keppa þarna þrátt fyrir að vera ekki Evrópuþjóð og sé með blessun Evrópu að murka lífið úr Palestínumönnum. Sem manneskja get ég ekki horft fram hjá framkomu og stríðsglæpum ríkis- stjórnar Ísraels á Palestínuþjóðinni, svo ég myndi vilja að íslenska þjóðin ásamt sem flestum þjóðum Evrópu myndi hætta að taka þátt í keppninni til að mótmæla yfirgangi Ísr- aelsmanna eða kannski væri betra að banna ísraelsku þjóðinni að taka þátt í keppninni. En ég skora á vini Sjonna að hætta keppni til að mót- mæla stríðsglæpum Ísraelsmanna og að mótmæla því að þjóðir Evrópu loki augum sínum fyrir þessari hræðilegu staðreynd. M aður veit aldrei með nein lög á neinum tíma því það hefur svo rosalega mikið með það sem gerist á sviðinu að gera. Það getur eitthvað ævintýralegt galdramóment gerst þannig að þá er það besta lagið og þá heillast allir ótrúlega. Það hefur oft gerst í Eurovision að lag sem maður hélt ekki endi- lega að væri mest grípandi af öllum, átti kvöldið út af ein- lægni þess og einhverju sem gerðist í augnablikinu. Eins og með þýska lagið í fyrra. Þetta var ekki endilega besta performansið eða mesta brjál- æðið en þessi stelpa var bara svo æðisleg og með svo mikla útgeislun. Hver veit? Eitthvað svipað gæti vel gerst aftur. Þetta fer svo ótrúlega mikið eftir því hver skín skærast en ekk- ert að gera með það hver eyddi mestu í sviðið og einhverja stæla þó það hjálpi alveg stundum. Þetta snýst allt um einhverja töfra sem ger- ast á þessum þremur mínútum á svið- inu. Auðvitað á íslenska lagið alltaf séns eins og öll hin löndin líka. MEÐ Ragnheiður Eiríksdóttir tónlistarkona Á íslenska lagið góða möguleika í Evróvisjón? ’ Þetta snýst allt um ein- hverja töfra sem gerast á þess- um þremur mín- útum á sviðinu. Vinir Sjonna taka þátt í forkeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Düsseldorf í Þýskalandi með lagið „Coming Home“ á þriðjudaginn. Mánudagur Sveinn Birkir Björns- son Það er víðar en á Íslandi sem snjór trufl- ar knattspyrnumót: „@jonassvedin: GIF Sundsvall – Ljungskile om tio min- uter. Snön faller.“ Miðvikudagur Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir Það heyr- ist ekki orðið manns- ins mál fyrir fuglasöng í Viðey! Yfirþyrmandi rómantík í gangi hjá þeim þessa dagana. Þorgrímur Þráinsson Þekkir einhver ein- hvern sem gæti lum- að á handboltamynd sem var tekin þegar íþróttin var iðkuð í leikfimisal MR, íþróttasal Austurbæjarskóla og í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar. Við erum að tala um tímabilið fyrir og/eða um miðja síðustu öld. Fimmtudagur Víkingur Heiðar Ólafs- son Takk fyrir fallegu kveðjurnar elsku vinir, og til hamingju með okkar töfrandi Hörpu. Fésbók vikunnar flett MÓTI Snorri Ásmundsson listamaður ’ En ég skora á vini Sjonna að hætta keppni til að mót- mæla stríðsglæpum Ísraelsmanna.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.