SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Side 23
8. maí 2011 23
skurða á annan veg þar sem stórríki í ESB átti í
hlut. Þeir Sarkozy og Berlusconi sögðust ekki
vilja ganga af Schengensáttmálanum dauðum. En
Sarkozy bætti því við á blaðamannafundi að
Schengen yrði að breyta, ella ætti samningurinn
enga lífsvon. Og Brusselvaldið beygði sig og hefur
þegar brugðist við, enda er það jafnan gert þegar
stórríkin steyta sig. Þar hafa verið gerð drög að
breyttum reglum til að mæta kröfum Frakka og
Ítala og stefnt er að fullgildingu þeirra á leiðtoga-
fundi sambandsins í næsta mánuði.
Áhyggjur af öðrum toga
Vaxandi efasemdir hafa verið um aðild að Schen-
gensáttmálanum á Íslandi. Þó hafði holskefla
þúsunda flóttamanna með útgefin Schengensk-
ilríki ekki enn skollið á Íslandi. Við slíkt hefðu
menn ekki ráðið hér. En það er enginn vafi á að
glæpir hafa vaxið mjög hér á landi vegna aðild-
arinnar að Schengen og orðið sýnu alvarlegri en
áður var. Íslensk fangelsi eru hálffull af erlendum
föngum. Ekki má skrifa þá fjölgun alla á Schen-
gen en tvímælalaust verulegan hluta hennar.
Ávinningurinn af aðildinni er sjálfsagt einhver,
þótt röksemdin um vegabréfaleysið, sem notuð
var til að knýja á um aðild, hafi reynst hjómið
eitt. Víðtækt samráð fer auðvitað fram á milli
lögregluyfirvalda án aðildar að Schengen, enda
hafa öll ríki Evrópu og Norður-Ameríku verulega
hagsmuni af slíku samstarfi. Því þarf að meta
þátttöku í samstarfinu á ný af raunsæi og þjónk-
un og undirlægjuháttur við Brusselvaldið, sem
margir þjást illa af, eiga ekkert erindi inn í það
mat.
Svartþröstur
í Laugardal
Morgunblaðið/Ómar
naðildar á ný
F
rásögnin er hjartnæm af litlu grænlensku stúlkunni, aðeins tveggja mánaða, sem
náðist að bjarga með sjúkraflugi fyrir skömmu. Minnstu munaði að stúlkan létist
úr kíghósta, en hún komst ekki undir læknishendur fyrr en nokkrum dögum
eftir að hún veiktist. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir afskekktar byggðir að vita
að hjálp getur borist með sjúkraflugi og ekki er sama hvernig að því er staðið.
Eins og Skapti Hallgrímsson rekur í áhrifamikilli úttekt, hafa verið tekin mikilvæg skref
til framfara í sjúkraflugi frá Akureyri, nú síðast þegar tekin var í notkun sérútbúin flugvél
frá Mýflugi í ársbyrjun 2006. Þörfin er til staðar, ekki fer það á milli mála, og sést það vel á
því að Mýflug hefur farið hátt í 500 sjúkraflug á ári síðan félagið tók við starfseminni.
„Umfangið hefur ekki breyst mikið en kröfurnar eru meiri en áður. Nú er hugsað um
gæði en fólk ekki bara sett upp í flugvél,“ segir Björn Gunnlaugsson læknir um þjónustuna
sem veitt er. En hann gagnrýnir stjórnvöld fyrir að veita ekki nægum fjármunum til mála-
flokksins. Fyrir vikið sé til dæmis næsta víst að óreyndir læknanemar og sjúkraflutn-
ingamenn með takmarkaða reynslu lendi í að sinna afar alvarlegum slysum á sumrin. Það
má engum gera, hvorki þeim sem þurfa á neyðaraðstoðinni að halda né þeim sem hana
veita. Og hvað skyldi það vera sem upp á vantar þegar þrætt er örmjótt einstigi á milli lífs
og dauða?
„Vandamálið er heilbrigðispólitískt,“ segir Björn. „Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra
kom hingað til Akureyrar í byrjun árs 2002 og lýsti yfir að hér væri miðstöð sjúkraflugs á
Íslandi. Því fylgdi einhver smáupphæð, átta milljónir á fjárlögum að mig minnir, en nú fær
sjúkrahúsið miklu minni peninga en það leggur í þessa starfsemi. Kostnaður FSA er rúm-
lega 30 milljónir króna á ári og nú vantar í raun stöðugildi og viðurkenningu á því að þetta
er orðið dálítið meira starf en áður.“
Það sætir furðu að í landi hinna dreifðu byggða sé ekki hægt að tryggja metnaðarfulla
starfsemi í miðstöð sjúkraflugsins. Almennur niðurskurður í heilbrigðiskerfinu á lands-
byggðinni dregur ekki úr þeirri þörf, heldur ýtir enn frekar undir hana. Það ættu jafnvel að
gefast sóknarfæri á þessu sviði, ef stuðlað verður að öflugu samstarfi við nágranna okkar í
Færeyjum og Grænlandi.
Á sama tíma og læknisþjónusta er skorin niður úti á landi, þá er metnaðurinn slíkur í
sjúkrafluginu, að gert er ráð fyrir lækni í 6% starfshlutfalli! Það gengur auðvitað ekki.
Og lýsingin er kunnugleg sem heyrist æ ofan í æ þegar fjallað er um stefnu íslenskra
stjórnvalda. Það er lýst eftir framtíðarsýn.
„Það vantar framtíðarsýn og skipulag,“ segir Björn. „Hér var starfsemi komið á koppinn
en ekki sett nein markmið og ekki gerðir samningar á milli þessara þriggja aðila sem að
málinu koma. Það vantar að heilbrigðisyfirvöld leggi ákveðna línu og setji mælanleg mark-
mið.“
Það er ekki lítið í húfi.
„Þegar seglin eru dregin saman í héraði verður að festa þessa starfsemi í sessi, að mínu
mati,“ segir Björn. „Ekki síst vegna þess að þeim tilfellum fjölgar sífellt þar sem tíminn
skiptir gífurlega miklu máli. Þegar fólk fær heilaáfall eða hjartaáfall verða batahorfur alltaf
minni því lengra sem líður þar til það kemst á sjúkrahús.“
Einstigið á milli lífs og dauða
„Við náðum honum.“
Obama Bandaríkjaforseti við samstarfsmenn sína
þegar honum var tilkynnt að bandarísk sérsveit
hefði skotið Osama Bin Laden.
„Og við þökkum forseta okkar. Við
þökkum Bush forseta.“
Sarah Palin fv. varaforsetaframbjóðandi Repúblik-
ana og Bush, eftir að bin Laden var drepinn.
„Við erum að taka mikla áhættu. Það
liggur ljóst fyrir hver sú áhætta er og
við erum tilbúnir til að taka hana.“
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja
sem keypti rekstur Brims á Akureyri og
Laugum.
„Við erum góðir, en við er-
um ekki Guð.“
Embættismaður leyniþjónustu pakist-
anska hersins segir að hún hafi ekki vit-
að um felustað Osama bin Lad-
ens í landinu.
„Ég held að það hafi
ekki verið eitt ein-
asta þurrt auga í
salnum þegar yf-
ir lauk.“
Ríkarður Örn Pálsson tónlistargagnrýnandi Morg-
unblaðsins eftir fyrstu tónleika Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands í Hörpu.
„Það væri kannski rétt að leyfa þeim
að deyja í sínu náttúrulega umhverfi
en með því erum við ef til vill frekar
að friða eigin samvisku.“
Karl Skírnisson líffræðingur sér ekki tilgang í að
flytja hvítabirni, sem koma til Íslands, aftur til heim-
kynna sinna.
„Það er óskaplegur þrýstingur í þjóð-
félaginu að vilja hærri laun.“
Vilmundur Jósefsson formaður Samtaka atvinnu-
lífsins.
„Velkominn til vítis, bin Laden.“
Mike Huckabee, fyrrverandi ríkisstjóri Arkansas
í Bandaríkjunum og prestur í söfnuði Baptista.
„Ætli hún verði ekki mikil
baráttukona þegar hún
fer að láta þessi mál til
sín taka.“
Vilhjálmur Birgisson formaður
Verkalýðsfélags Akraness eftir
að afastelpa kom í heiminn 1.
maí.
Ummæli vikunnar
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Stofnað 1913
Útgefandi: Óskar Magnússon
Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal