SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Blaðsíða 27
hrófla við undirstöðum varnarkerfisins á Íslandi. Þá var
bæði litið á pólitísku myndina og þann viðbúnað, sem
þyrfti að hafa í landinu. Hins vegar segir í skýrslunni að
gera verði ráð fyrir að hann muni dragast saman og verði
kannski með nýrri kostnaðar- eða verkaskiptingu. Þetta
kemur fram 1993. 1994 er síðan gerð bókun við varn-
arsamninginn um að Bandaríkjamenn ætli að halda hér
úti að minnsta kosti fjórum orrustuþotum, en þeir voru
þá með 12. Þessi bókun var gerð til tveggja ára.“
Björn segir ljóst að þarna hafi ný viðhorf sett svip á af-
stöðu Bandaríkjamanna. „Ég gagnrýndi að sett væru
tímabundin ákvæði,“ segir hann. „Það væri algerlega í
andstöðu við eðli varnarsamningsins. Á sínum tíma voru
til varnarsamningar við til dæmis Grikkland, Portúgal og
Spán, en þeir voru allir tímabundnir. Á fimm ára fresti
voru fréttir af því hvort þeir samningar yrðu endurnýj-
aðir með tilheyrandi spennu. Íslenski varnarsamning-
urinn var og er ótímabundinn, en við bókunina 1994 og
endurnýjun hennar til fimm ára frá 1996 tók að myndast
spenna milli bandarískra og íslenskra stjórnvalda vegna
tímafresta. Á þessum tíma sögðu íslenskir stjórn-
málamenn að teknar yrðu sameiginlegar ákvarðanir.
Árátta til einhliða ákvarðana ágerðist
Bandaríkjamenn hefðu ekki aðeins ákveðið að hafa sam-
ráð við Íslendinga, heldur taka sameiginlegar ákvarðanir.
Með bókuninni 1996 féll ákvæðið um samráðið niður.
Menn töldu að haft yrði samráð. Þegar seinni bókunin féll
úr gildi 2001 ágerðist árátta Bandaríkjamanna til einhliða
ákvarðana sem olli reiði íslenskra stjórnmálamanna. Ég
gagnrýndi að „tæknimenn“ en ekki stjórnmálamenn
tækju ákvarðanir.“
Björn rifjar upp að Donald Rumsfeld, sem varð varn-
armálaráðherra í janúar 2001, hafi þegar í mars tekið að
senda minnisblöð, vafalaust vegna þess að bókunin var
runnin út, innan stjórnkerfisins, sem sýna svart á hvítu
að hann var síður en svo áhugasamur um að hafa varn-
arliðið áfram hér á Íslandi.
„Bandaríska utanríkisráðuneytið vildi ganga fram af
meiri varúð. Barbara J. Griffiths, sendiherra á Íslandi,
skrifar minnisgrein í ársbyrjun 2001 og varar Bandaríkja-
stjórn við að fara fram af gáleysi í þessu máli gagnvart ís-
lenskum ráðamönnum og stjórnmálamönnum því að þeir
hafi dregið ákveðin rauð strik og sagt hingað og ekki
lengra.“
Björn kveðst vera þeirrar skoðunar að pólitísk þróun á
Íslandi eins og brotthvarf Davíðs Oddssonar úr ríkisstjórn
hafi ekki skipt máli um brottför varnarliðsins. „Eftir því
sem Bandaríkjaher varð þrautpíndari vegna átaka í Afg-
anistan og Írak styrktust rök Rumsfelds fyrir því að ekki
væri hægt að halda úti orrustuþotum og reka Keflavík-
urstöðina eins og ekkert hefði í skorist. Ég held að þeir
hafi sérstaklega verið að hugsa um björgunarþyrlusveit-
ina. Hvað hún væri að sinna björgun fiskibáta og fjall-
göngumanna á Íslandi þegar þörf væri fyrir hana annars
staðar. Orrustuþotur án þyrlusveitar eru óþekkt stærð í
Bandaríkjunum. Af skjölum Rumsfelds má ráða að hann
virðist halda að Íslendingar séu alltaf að hugsa um varn-
arstöðina í fjárhagslegu tilliti, tali um björgunarsveitina
af því að þeir tími ekki að halda slíkri sveit úti sjálfir, hafi
ekkert vit á hermálum og vilji ekki bera neinn kostnað.
Þetta er allt byggt á misskilningi hjá honum.“
Björn segir að allt frá 1991 hafi hann verið talsmaður
þess að Ísland legði meira af mörkum til eigin varna og
flutt um það ræðu 1995. „Ég nefndi í því sambandi tölur
og annað, sem ég taldi að sýndu að Íslendingar gætu vel
axlað sjálfir ábyrgð á eigin vörnum.“
Taktleysi og skammsýni
Í júlí árið 2006 þegar varnarliðið var á förum sagði Björn í
samtali við breska blaðið Daily Telegraph að hann liti svo
á að Bandaríkjamenn hefðu sýnt bæði „taktleysi“ og
„skammsýni“ og bætti við: „Sá háttur, sem þeir hafa við-
haft við brottförina pólitískt gæti haft áhrif á hvernig
þeim yrði tekið kæmu þeir aftur.“
„Ég hef sagt þetta oft á fundum,“ segir hann, „líka þar
sem Bandaríkjamenn hafa verið viðstaddir, bæði í Banda-
ríkjunum og í Evrópu. Ég verð var við að þessari skoðun
vex fylgi. Í raun er ótrúlegt að Bandaríkjamenn hafi talið
að það væri annað hvort eða, að ekki væri um annað að
ræða en að fara með allt liðið í stað þess að hafa eitthvert
lið hér áfram. Við brottför varnarliðsins breyttist ekki að-
eins pólitísk staða hér heldur í miklu stærra samhengi,
geopólitískt. Ef tekin yrði ákvörðun um að það kæmi aft-
ur hvernig yrði það túlkað í hinu stóra samhengi öryggis-
mála, hvað sem sagt verður um stöðuna innan lands? Það
kynni að magna spennu. Í því pólitíska ljósi var þetta
mjög varasamt. Síðan hefur það gerst að nú eru hern-
aðarumsvif litin öðrum augum á okkar slóðum en gert
var 2006 því að hlýnun jarðar, athyglin á norðurslóðir
hefur breytt stöðunni. Það yrði ekki auðvelt að ætla að
gjörbreyta stöðu Íslands aftur heldur stórpólitísk ákvörð-
un, bæði fyrir okkur hér heima fyrir og fyrir þá, sem
vildu gera slíkt. Einu rökin, sem ég sé fyrir auknu og
nánara samstarfi í öryggismálum við Bandaríkin, lúta að
öryggi á hafinu og þar skipta borgaralegar ráðstafanir
máli. Við erum að efla Landhelgisgæslu Íslands með nýrri
flugvél og nýju varðskipi, sem kemur í sumar og mun
valda álíka mikilli byltingu í starfi gæslunnar og tónlist-
arhúsið í starfi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Á þann hátt
verða íslensk stjórnvöld gjaldgeng með bestu tækjum við
gæslu borgaralegs öryggis á Norðurlöndum. Þetta öryggi
tryggja Íslendingar ekki einir. Í því efni er óhjákvæmilegt
að efna til samstarfs við aðrar þjóðir. Þá samvinnu þurf-
um við að efla og mér skilst að á fundi Norðurskautsráðs-
ins í Nuuk á Grænlandi í næstu viku ætli utanrík-
isráðherrar norðurslóðaríkja að ganga frá samkomulagi
um leit og björgun. Íslendingar eiga að leggja kapp á að
miðstöð fyrir slíka starfsemi norðurslóðaríkja verði hér á
landi.“
Björn segir að Bandaríkjamenn séu nú að móta nýja
norðurslóðastefnu og í skýrslu bandarískra hermála-
yfirvalda segi að þeir þurfi að láta meira að sér kveða. „Ég
held ekki að þeir hafi nein áform um að koma hingað aft-
ur eða neitt slíkt, en þeirra viðhorf hafa breyst eins og
annarra. Þeir gera sér grein fyrir að þeir hafa heim-
skautahagsmuna að gæta og enginn gætir þeirra fyrir
þá.“
Verðum að verjast glæpahópum
Jón Sigurðsson sagði á nítjándu öld að Ísland væri án her-
varna og glæpaflokkar gætu hæglega lagt landið undir sig.
Nú er landið aftur án hervarna.
„Sumir segja að glæpaflokkar hafi nú þegar hreiðrað
um sig á Íslandi og vonandi ná þeir ekki yfirhöndinni,“
segir Björn. „Skylda íslenskra yfirvalda er að tryggja ör-
yggi borgaranna. Þess vegna ber að efla lögregluna, hafa
hér öfluga sérsveit lögreglu, öfluga greiningardeild og
lögreglu með forvirkar rannsóknarheimildir. Jón Sig-
urðsson talaði um glæpahópa. Ég veit ekki hvort hann
átti við Jörund hundadagakonung, en margsinnis hefur
verið sagt að hér í landinu séu glæpahópar, sem eru að
verulegum hluta útlendingar. Við verðum að verjast
þessu, en við þurfum ekki her til þess, við þurfum ekki
fallbyssur eða orrustuþotur, heldur annars konar við-
búnað. Engin þjóð hefur stofnað her til að verjast skipu-
lagðri glæpastarfsemi, en við megum ekki slá af og skapa
öryggisleysi og ótta. Þetta eru skyldur stjórnvalda. Eng-
inn býst við að ráðist verði á Ísland, en ef við erum and-
varalaus getum við tapað stjórninni hér því að hægt er að
grafa undan stjórnarháttum eftir öðrum leiðum en gam-
aldags hernaðaraðgerðum.“
„Enginn býst við að ráðist verði á Ís-
land, en ef við erum andvaralaus get-
um við tapað stjórninni hér því að
hægt er að grafa undan stjórn-
arháttum eftir öðrum leiðum en gam-
aldags hernaðaraðgerðum.“
Morgunblaðið/Kristinn
’
Það yrði ekki auðvelt að
ætla að gjörbreyta stöðu
Íslands aftur heldur stór-
pólitísk ákvörðun …
Bandarískir dátar stilla sér upp í her-
flugvél í flugskýli á Keflavíkururflugvelli.
Morgunblaðið/Ól.K.M.
Íslensk fjölskylda horfir á Kanasjónvarpið 1961. Umræðan um varn-
arliðið snerist meðal annars um menningarleg áhrif af veru þess hér.
Morgunblaðið/Ól.K.M.
Við formlega athöfn voru bandaríski og íslenski fáninn dregnir niður
þegar varnarliðið fór og aðeins sá íslenski dreginn að húni að nýju.
Morgunblaðið/ÞÖK