SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Blaðsíða 28

SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Blaðsíða 28
28 8. maí 2011 setningu eða tveimur eins og töffararnir gerðu í bíó- myndunum. Þeir áttu ekkert svar við því. Ég er laumu-uppistandari. Mér finnst gott að geta út- skýrt mál og svarað fyrir mig eða skýrt málefnin með einni setningu. Margir vina minna gera þetta líka, eins og Gísli Rúnar og fleiri strákar. Ég lít líka á þetta sem húmor. Ef það er ekki húmor í lífinu þá er ekkert gam- an. Ég er mjög hrifinn af Oscar Wilde og kaldhæðn- ishúmor hans og enskum húmor yfirleitt. En ég verð stundum að lemja á puttana á mér því það er í mér púki og það er freistandi að grípa til kaldhæðins húmors í hvert sinn sem tækifæri gefst. En það er verið að eigna mér alls kyns línur og dót, eitthvað sem ég hef aldrei sagt. Þetta er svipað og með Hafnarfjarðarbrandarana sem eru allir frá Noregi. Það þykir sniðugt að segja: Bo sagði þetta.“ En verða þessi tilsvör ekki stundum til þess að fólk heldur að þú sért hrokafullur? „Það er hugsanlegt en þá er það bara yfirleitt það fólk sem þekkir mig ekki sem heldur að ég sé hortugur og montinn. Vinafólk mitt og kunningjar vita hver ég er og skilja að allt er vel meint og einungis gert til að brydda upp á smá tilbreytingu í dagsins amstri. Ég er ljúfur sem lamb. Ég tel mig vera sanngjarnan mann og hjartahlýjan og ég er mikill vinur vina minna. Ég er ástríðufullur og skapmikill, get farið upp snögglega en er fljótari niður. Svo geri ég gríðarlegar kröfur til sjálfs mín og þeir sem ég vinn með láta mig heyra það ef ég er ekki að standa mig.“ Ertu sjálfsgagnrýninn? „Já, mjög. Með aldrinum hef ég orðið smámunasam- ur. Allt verður að vera tipptopp í smáatriðum. Þetta er auðvitað bilun.“ En er það ekki bara af því að þú hefur reynslu og veist hvernig hlutirnir koma best út? „Jú, ef ég geri hlutina ekki á ákveðinn hátt þá koma þeir ekki vel út. Margir telja að þetta séu stjörnustælar en það er ekki þannig. Þetta er einfaldlega ákveðin fag- mennska. En auðvitað geri ég ekki hlutina einn. Ég hef siglt góðan byr og er óskaplega þakklátur fyrir það. Fyrst og fremst þakka ég því frábæra fólki sem ég hef unnið með í gegnum tíðina. Ég hef verið svo heppinn að hafa unnið með mörgum algjörum snillingum. Ég hef lært af þeim og þeir væntanlega lært eitthvað af mér. Þegar ég hef allt þetta hæfileikafólk með mér þá fer fátt úrskeiðis. Maður sem fær tækifæri til að vinna með sér betra fólki er heppinn maður.“ Hjónabandið er frábært Þú varst kornungur þegar þú varðst poppgoð. Er ekki stórhættulegt fyrir ungan karlmann að vera með æp- andi unglingsstúlkur í kringum sig? „Ævintýri sló í gegn árið 1969 og varð aðalhljómsveit landsins um tíma. Það var æði í gangi. Við fórum til Ak- ureyrar og þegar við stóðum úti á svölunum á gömlu hóteli sem hét Varðborg og heitir Hótel Norðurland í dag var Geislagatan full af krökkum og fullorðnu fólki sem fögnuðu okkur. Sem ungum strákum, átján ára, fannst okkur þetta alveg æðislegt og hugsuðum með okkur: Nú erum við vinsælli en allar hinar hljómsveit- irnar. En smám saman fórum við að gera okkur grein fyrir því að þessum vinsældum fylgdi ákveðin ábyrgð og við vissum líka að vinsældirnar myndu ekki endast að eilífu. Allt sem við gerðum komst í blöðin. Ég var ungur og kærulaus og í fyrstu blaðaviðtölum mínum lét ég ým- islegt flakka án þess að hugsa. Orð mín voru tekin úr samhengi og ég stundum gerður tortryggilegur og látið líta út eins og ég stigi ekki í vitið. Ég fór ekki á taugum en sagði við sjálfan mig: Ókei, ef þetta á að vera svona þá geri ég hlutina öðruvísi. Ég fór að passa hvað ég sagði og las yfir öll blaðaviðtöl sem tekin voru við mig áður en þau voru birt. Reyndar hef ég aldrei verið mikið í við- tölum. Ég fer í viðtöl ef eitthvað stendur til og ég hef eitthvað fram að færa og segja. Ég gæti þess að vera ekki of mikið ofan í fólki. Tónlistariðnaðurinn hérlendis er lítil markaður og ef maður er í stöðugum viðtölum og fréttum þá getur fólk fengið alveg nóg af manni. Við B jörgvin Halldórsson fagnaði nýlega sextugs- afmæli sínu með fjölsóttum hátíðartónleikum. Í áratugi hefur hann verið einn vinsælasti söngvari þjóðarinnar og hann er ekki að fara að hætta. „Ég er sá sami og ég var áður en ég varð sextugur,“ segir Björgvin. „Ég hugsa aðeins öðruvísi en ég gerði þegar ég var ungur, enda hef ég vonandi þroskast eitt- hvað. Aldrei skal gráta gengna stund. Ég er á kafi í mús- íkinni og fylgist vel með hvað er að gerast þar og það heldur mér ungum. Ég á jafnaldra og gamla vini sem eru orðnir nokkuð þreyttir á lífinu og aldurinn er farinn að taka á þeim. Þeir eru þó margir, sem betur fer, sem eru að snúa við blaðinu. Ég hef þá trú að aldur sé hugar- ástand. Maður er jafn gamall og manni finnst maður vera.“ Þú ert búinn að halda þér á toppnum í áratugi. Hvernig er að vera sextugur söngvari? „Ég hef reynt að temja mér það í gegnum tíðina að taka sjálfan mig og það sem ég er að gera ekki of hátíð- lega. Ég reyni fyrst og fremst að hafa gaman af verk- efnum mínum. Það er fullt af fólki sem er að gera góða hluti og ég er bara eitt lítið hjól í vélinni stóru. Það góða við það að hafa verið í þessum bransa svona lengi er að ég bý að mikilli reynslu. Þegar ég er að skipuleggja tón- leika, syngja og taka upp plötur þá er verkefnið ekkert mál. Ég veit af reynslunni nokkurn veginn hvernig á að gera hlutina og fátt kemur á óvart. Þetta er það góða við að eldast í þessum bransa. Og svo fæ ég líka alltaf ágætis borð á veitingastöðum.“ Kaldhæðnin er brynja Þú ert þekktur fyrir kaldhæðinn húmor og snögg svör. Getur verið að kaldhæðni þín sé brynja? „Já, hún er það. Þetta er hugsanlega einhver sort af minnimáttarkennd. Það var smá einelti í gangi í barna- skólanum. Ég var mjög smávaxinn sem barn og stóru strákarnir voru stundum að hrekkja mig. Ég gat ekki tekið í lurginn á þeim en gat svarað þeim með einni Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Ég er laumu- uppistandari Björgvin Halldórsson, söngvarinn vinsæli, hefur nóg að gera og ýmislegt er á döfinni. Meðal annars er hann að vinna að plötu sem kemur út í sumar. Í viðtali ræðir hann um ferilinn og kaldhæðnislegan húmor sem hann er þekkt- ur fyrir. Hjónabandið og trúin koma einnig til umræðu. Björgvin: Ég veit af reynslunni nokkurn veginn hvernig á að gera hlutina og fátt kemur á óvart.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.