SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Qupperneq 30

SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Qupperneq 30
30 8. maí 2011 F yrir skömmu fékk ég sömu spurningu úr tveimur ólíkum áttum. Vinkona mín frá æsku- dögum, Bryndís Schram, hvatti mig til þess að fjalla um framtíð Íslands á þessum vettvangi og tveir af sonum dætra minna, annar níu ára og hinn ellefu ára spurðu mig, hvernig mér fyndist þjóðfélag okkar ætti að vera í framtíðinni. Það sem hér fer á eftir er viðleitni til að svara þess- um spurningum og ábendingum. Hrunið afhjúpaði veikleika í samfélagi okkar, sem hafa verið að búa um sig lengi og eru kannski innbyggðir að einhverju leyti þegar um fámenni og töluverða ein- angrun er að ræða. Þessir veikleikar tengj- ast ekki sízt persónulegum samskiptum fólks vegna fjölskyldutengsla, vináttu og með öðrum hætti. Við þær aðstæður verða til lokaðar klíkur og þegar við bætast öfl- ugir hagsmunahópar, hvort sem er í at- vinnulífi eða á öðrum sviðum þjóðfélags- ins er hætta á ferðum. Stjórnmálamennirnir verða háðir þessum hópum og hneigjast til að nota aðstöðu sína og þar með stjórnkerfið í þeirra þágu. Sérhagsmunir þessara hópa krefjast eins lokaðs samfélags og kostur er, þar sem máli skiptir að halda upplýsingum frá öll- um almenningi. Ísland hefur verið í greip- um fámennisveldis og þar skiptir í raun ekki máli hvaða stjórnmálaflokkar eru við völd hverju sinni heldur að tryggja að þeir gangi erinda þessara sérhagsmuna. Það hafa þeir allir gert hver með sínum hætti. Mín niðurstaða eftir að hafa fylgzt náið með þessu lokaða klíkusamfélagi í meira en hálfa öld er að það verði ekki brotið á bak aftur nema með beinu lýðræði. Al- þingismenn eða fulltrúar í sveitarstjórnum ráða ekki við þessa sérhagsmuni, sem oft hafa mikið fjármagn undir höndum og geta ráðið of miklu um það hverjir sitja á Alþingi og í sveitarstjórnum. Sérhags- munahópar ráða hinsvegar ekki við hið sameiginlega afl þjóðarinnar eins og það birtist í þjóðaratkvæðagreiðslum og held- ur ekki við hið sameiginlega afl íbúa ein- stakra sveitarfélaga, þegar því er að skipta. Fámennt samfélag á borð við okkar býður upp á áhugaverða möguleika á að byggja upp fyrirmyndarþjóðfélag þar sem fólkið sjálft tekur allar meginákvarðanir í atkvæðagreiðslum. Grundvöllur stjórn- skipunar okkar á að vera beint lýðræði, þar sem fólkið í landinu leggur meginlínur um uppbyggingu samfélagsins og tekur ákvarðanir um stærstu mál. Auðvitað á eftir að ræða nánari útfærslu hins beina lýðræðis og hvernig því verður bezt fyrir komið. Væntanlega eiga þær umræður eftir að aukast í kjölfar þeirra tveggja þjóðaratkvæðagreiðslna, sem fram hafa farið um Icesave og vísa veginn. Forsenda hins beina lýðræðis, sem grundvöllur stjórnskipunar lýðveldisins, er opið og gagnsætt samfélag. Í því felst, að allar upplýsingar, sem varða málefni al- mennings eiga að vera opnar og öllum að- gengilegar. Undir það sjónarmið taka allir stjórnmálaflokkar í orði en á sama tíma leggja stjórnvöld sig fram um að halda upplýsingum frá almenningi eins og ber- lega kemur í ljós í meðferð aðild- arumsóknar Íslands að ESB. Sennilega er nauðsynlegt að þrýsta á þessa þróun með því að nýta upplýsingalögin út í æsar. Kannski verða til grasrótarsamtök, sem helga sig því verkefni að krefjast birtingar á upplýsingum um öll málefni, sem varða almannahag. Þá munu augu stjórnvalda opnast fyrir því, að það er fyrirhafnar- minna að gefast upp og birta allt strax en að standa í stöðugum átökum við slík samtök. Annað meginatriði í framtíðarsamfélagi okkar Íslendinga á að mínu mati að vera meiri jöfnuður í lífskjörum en verið hefur í seinni tíð. Þetta er ekki ný skoðun. Þetta er sjónarmið, sem var eins og rauður þráður í umfjöllun Morgunblaðsins um þjóðfélagsmál í ritstjóratíð okkar Matt- híasar Johannessen og Eyjólfs Konráðs Jónssonar í áratugi. Þetta viðhorf á ekkert skylt við sósíalisma. Rökin fyrir þessu eru einfaldlega þau, að það hentar illa okkar fámenna samfélagi, að efnamunur sé of mikill og leiðir til úlfúðar, misklíðar og sundrungar. Í samræmi við þetta viðhorf er nauð- synlegt að setja leikreglur í atvinnulífinu, sem koma í veg fyrir, að einstakir aðilar verði of stórir og skapi sér einokunarstöðu í einstökum atvinnugreinum. Fáir hafa orðað þá hugsun betur en Davíð Oddsson, núverandi ritstjóri Morgunblaðsins og þá- verandi forsætisráðherra, sem sagði í samtali við Stöð 2 hinn 7. ágúst árið 1999: „Íslenzka þjóðríkið er þannig vaxið að það er ekki hollt fyrir það að vera í hönd- unum á mjög fáum aðilum“. Fengin reynsla af hruninu sýnir, að það er farsælla að byggja atvinnulíf okkar Ís- lendinga upp á litlum og millistórum fyr- irtækjum en stórum fyrirtækjum, sem voru í tízku um skeið. Þess vegna eigum við í opnu samfélagi hins beina lýðræðis og jöfnuðar í afkomu að hlúa að litla einkarekstrinum og ýta undir atvinnu- sköpun með því að skapa hagstætt rekstr- arumhverfi fyrir slík fyrirtæki. Þriðja meginatriði, sem við eigum að horfa til er að þykjast ekki að vera eitt- hvað annað en við erum. Við erum smá- þjóð, sumir mundu segja örþjóð. Við höf- um ekkert að segja í samskiptum stórþjóðanna en við getum lifað farsælu lífi í okkar eigin landi og eigum reyndar mikla möguleika í framtíðinni með því að nýta lykilstöðu okkar á Norðurslóðum. Þetta heitir að sníða sér stakk eftir vexti. PS: Í pistli mínum fyrir tveimur vikum titlaði ég Illuga Gunnarsson, alþing- ismann, stjórnarformann Sinfón- íuhljómsveitar Íslands. Illugi hefur látið af því starfi og Guðni Tómasson tekið við. Beðizt er velvirðingar á þessum mistök- um. Ísland framtíðarinnar Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@mbl.is B andaríska kvikmyndafyrirtækið Paramount Pictures var stofnað á þessum degi fyrir tæpum hundrað árum. Paramount er framleiðslu- og dreifingarfyrirtæki kvikmynda, staðsett við Melrose Avenue númer 5555 og er núna í eigu fjölmiðla- samsteypunnar Viacom. Paramount er elsta kvikmynda- verið í Bandaríkjunum og líka það síðasta af stóru stúd- íóunum sem er ennþá með höfuðstöðvar í Hollywood í Los Angeles. Paramount er jafnan eitt af þeim kvikmyndafyrir- tækjum sem eru með tekjuhæstu myndirnar á hverju ári. Upphaf Paramount var ekki síst hjá Famous Players Film Company, sem ungverski innflytjandinn Adolph Zukor stofnaði. Hann sá að kvikmyndir höfðuðu einna helst til innflytjenda úr verkamannastétt. Frá byrjun einsetti hann sér að ná til þessa hóps. Paramount lagði alltaf mikla áherslu á stjörnur sínar en margar þeirra hafa skinið skært. Á þriðja áratuginum voru Swanson, Valentino og Clara Bow. Á þeim fjórða bættust við margir leikarar, sem urðu mjög þekktir eins og til dæmis Miriam Hopkins, Marlene Dietrich, Mae West, Gary Cooper, Claudette Colbert, Marx-bræður, Dorothy Lamour, Carole Lombard og Bing Crosby. Á þessu tímabili var Paramount sannkölluð kvikmynda- verksmiðja og framleiddi 60-70 myndir á ári. Teiknimyndir Paramount nutu líka vinsælda og þá ekki síst teiknimyndapersónurnar Betty Boop og Stjáni blái. Fyrirtækið naut líka mikillar velgengni á fimmta ára- tugnum með nýjum stjörnum á borð við Bob Hope, Alan Ladd, Veronicu Lake, Paulette Goddard og Betty Hutton. Ekki spillti fyrir að kvikmyndaaðsóknin á meðan á seinni heimsstyrjöldinni stóð var í hæstu hæðum og Paramount rakaði inn fé sem aldrei fyrr. Á sjöunda áratuginum hallaði undan fæti, Zukor var enn við stjórnvölinn en hafði gamaldags viðhorf. Árið 1966 var Paramount selt og Robert Evans tók við og var í starfinu næstu átta árin og endurreisti nafn fyrirtækisins með The Odd Couple, Love Story, Chinatown og Rosemary’s Baby. Fyrirtækinu gekk einstaklega vel á níunda áratugnum með myndum á borð við Airplane!, American Gigolo, Ordinary People, An Officer and a Gentleman, Flash- dance, Terms of Endearment, Footloose, Pretty In Pink, Fatal Attraction og Indiana Jones-myndunum. Svo má ekki gleyma Titanic, sem kom síðar, og Star Trek, sem hefur verið eitt traustasta vörumerki fyrirtækisins. ingarun@mbl.is Kvik- myndarisi fæðist Isla Fischer talar fyrir eina persónuna í nýju teiknimyndinni Rango frá Paramount, sem hefur fengið góða dóma. Reuters ’ Ekki spillti fyrir að kvikmynda- aðsóknin á meðan á seinni heimsstyrjöldinni stóð var í hæstu hæðum og Paramount rakaði inn fé sem aldrei fyrr. Leikkonan Dorothy Lamour var ein af helstu stjörnum Paramount- kvikmyndaversins á fjórða áratugi síðustu aldar. Á þessum degi 8. maí 1912 Svona lítur nýjasta merki fyrirtækisins út.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.