SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Qupperneq 36
36 8. maí 2011
L
andsmenn eru orðnir vanir að
sjá Gísla banka á hinar ýmsar
útihurðir og taka fólk tali en nú
er það ég sem banka uppá hjá
honum, reyndar bara á vinnustaðnum í
Útvarpshúsinu og það er í gegnum renni-
hurð sem Gísli birtist mér fyrst sjónum.
Hann tekur hressilega á móti mér með
Karl Sigtryggsson dagskrárgerðarmann
Landans sér við hlið. Hann segir nauð-
synlegt að hafa Karl með í viðtalinu, hann
viti allt sem þarf að vita. Karl lítur á mig
og yppir öxlum. Erindi mitt við þá er að
skyggnast á bak við tjöldin í Landanum
og fræðast um þennan þátt sem varð
strax einn sá vinsælasti í Sjónvarpinu er
hann birtist fyrst á skjánum 3. október
síðastliðinn.
Gísli segir landsbyggðina hafa verið
svolítið vanrækta í fjölmiðlum og hug-
myndin á bak við Landann sé að bæta úr
því. „Þegar það var ákveðið að leggja nið-
ur svæðisbundnar útsendingar hjá RÚV
kom upp sú hugmynd að gera frétta-
tengdan dægurmálaþátt með efni af
landsbyggðinni,“ segir Gísli. „Fyrst og
fremst var þátturinn hugsaður til að fylla
upp í þetta tómarúm sem hefur verið
með efni af landsbyggðinni. Landsbyggð-
inni hefur að vísu verið sinnt vel í fréttum
RÚV en hver frétt er ekki löng og mikið af
efni sem hefur átt skilið meira pláss.
Hugmyndavinnan var unnin af okkur
sveitafréttamönnunum, Karli og Óðni
fréttastjóra, sem átti hugmyndina að
þættinum. Hvað mig varðar þá er það
ekkert leyndarmál að ég hafði norska
þáttinn Norge rundt svolítið til fyr-
irmyndar en hann er aðallega með efni af
landsbyggðinni og hefur gengið með
toppáhorfi í 34 ár,“ segir Gísli. Hann tek-
ur fram að það hafi aldrei verið ákveðið
að Landinn sé eingöngu með innslög af
landsbyggðinni. Hingað til hafi efn-
istökin aðallega verið þaðan en það hafi
líka komið innslög af höfuðborgarsvæð-
inu.
Fjölbreytni í fyrirrúmi
Hver þáttur af Landanum er um hálftími
að lengd og segir Karl hvern þeirra inni-
halda sex til sjö efnisatriði, sem eru frá
þremur og upp í sjö mínútur. „Við reyn-
um að fara í hvern landsfjórðung í hverj-
um þætti. Annars ræður efnið því svolít-
ið. Meginlínan er að það sé eitt burðarefni
eða fréttaskýring sem er lengsta efnið og
svo skiptum við þessu niður í menningu,
sögu, staði og fleira. Það var lagt af stað
með það upphaflega að þátturinn yrði
sem fjölbreyttastur,“ segir Karl. Gísli
bætir við að einu kvartanirnar sem þeir
hafi fengið vegna Landans snúist um að
sum atriðin séu of stutt. „Við höfum þá
viðmiðunarreglu að innslag sé aldrei
lengra en efnið býður upp á. Við viljum
frekar hafa fleiri atriði til þess að hafa
fjölbreytnina en að hafa þau löng. Við
lögðum þónokkuð mikið í undirbúnings-
vinnuna og reynum að leggja bæði vinnu
og hugsun í hvert innslag,“ segir Gísli.
Landinn er unninn í fjarvinnu enda
þeir sem að honum koma allir staddir
hver í sínum landshlutanum. „Þátturinn
er unninn í teymum fréttamanns og
tökumanns, sem er í flestum tilfellum
líka klippari og pródúsent að hverju inn-
slagi. Þeir geta verið hvor í sínum lands-
hlutanum, hittast til að taka en vinna svo
sín á milli í fjarvinnu“ segir Karl. Þeir
segja fréttamennina á staðnum yfirleitt
koma með hugmyndirnar að efninu auk
þess sem þeir fái fullt af ábendingum. Um
tólf manns vinna að jafnaði að Land-
anum, aðeins tveir í fullu starfi. „Það eru
um sex dagskrárgerðarmenn og sex
tæknimenn sem koma að hverjum þætti.
Fréttastofan framleiðir þáttinn og þetta
er fólk fréttastofunnar sem sér um efn-
isgerðina. Með þessum hætti er verið að
nýta betur þá krafta af fréttamönnum og
tæknimönnum sem eru á landsbyggð-
inni,“ segir Karl.
Þetta er þakklátt efni
Landinn hefur mælst með mjög gott
áhorf frá upphafi og segir Gísli þáttinn
hafa orðið vinsælli en hann bjóst við.
„Við bjuggumst við því að hann myndi
falla í kramið en þetta er talsvert meira.
Ganga þáttarins er samt rétt að byrja svo
það er ekki örugg að við munum halda
dampi. Meðaláhorfið núna er náttúrulega
frábært og viðbrögðin sem við erum að fá
hafa verið mjög góð. Þetta er þakklátt
efni. Þetta er efni sem hefur vantað. Þátt-
urinn er fjölbreyttur og það er margt að
koma fólki á óvart sem hefur líka komið
okkur á óvart. Þrátt fyrir allt krepputal er
margt spennandi að gerast. Fólk er að
gera fullt af hlutum, bæði í atvinnulífi,
félagslífi og öðru, og ég held að það sé það
sem vegur þyngst í vinsældum Landans.
Fólk er spennt að sjá þáttinn því það
Fólk hefur
áhuga á sög-
um af fólki
Frétta- og þjóðlífsþátturinn Landinn hóf göngu
sína síðastliðið haust og varð strax fastur liður
í sjónvarpsáhorfi landsmanna. Í þáttunum segja
fréttamenn Ríkissjónvarpsins sögur af fólkinu
í landinu undir dyggri ritstjórn Gísla Einars-
sonar og dagskrárstjórn Karls Sigtryggssonar.
Þeir segja að það hafi greinilega verið þörf
fyrir þátt eins og Landann. Þetta er fyrsta greinin
af þremur um fréttaflutning af landsbyggðinni.
Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is
Landinn fjallar um lífið í landinu til sjávar og sveita.
Morgunblaðið/RAX