SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Síða 41
8. maí 2011 41
LÁRÉTT
1. Skamm! Er hérað að missa af byrjun hjá
bandi? (11)
4. Fjárhagskreppa leiðir til ferðar. (7)
8. Æðsti Galli í fatnaði. (10)
10. Tæp taugin snýst um óskýrt tal. (9)
11. Ferð út úr með skapvondar og dót að lokum.
(11)
12. Svörður fær tómt og litað. (7)
15. Horn hjá kunningja með hluta af klarinett. (7)
17. Vandræðalegur án elda út af hryggð. (9)
19. Trúarstaður lögfræðinga? (9)
21. Væn kista batni. (7)
22. Fallega sýna konu með sérstakan starfa. (8)
23. Kvenpeysa sem er æskileg úti á teig? (10)
26. Gjör kíló einhvern veginn mismunandi. (8)
28. Var með enska að sögn í mannvonsku. (10)
29. Át í Kína með gleði. (6)
30. Litaður hali sem reynist vera matjurt. (8)
31. Athugið. Lægi verður að gríni. (7)
32. Nágranni fær spil við því að vera mjór. (10)
LÓÐRÉTT
1. Dásama bragðbætandi plöntu. (9)
2. Er að sögn tré og líka torveldur. (7)
3. Stutt fyrir hluta. (6)
5. Aðgerð þjóðhöfðingja. (7)
6. Snyrtileg fær næstum því dúllu og dingul. (7)
7. Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur, ég og
vera urðum að þeim sem rekur á eftir. (9)
9. Klámfenginn yrði fyrir dónaskap. (8)
13. Hin hliðin á stranganum. (6)
14. Afdrifarík lagar í örk. (9)
16. Missa mig út af meginatriði þegar þú hafnaðir.
(8)
18. Lesa aftur í áfengi og feiti. (7)
20. Svefn fugls er stuttur svefn. (11)
21. Vegna Kelta vinni sem skraut. (9)
22. Bægslagangur endar með sjúkdómi. (4)
23. Gógó karl er nappaður. (7)
24. Þú á einhvern hátt meiðir eða meiddir. (8)
25. Bíll eða fimmtíu og fimm fyrir beitu. (8)
27. Æ, já kvið gerum að samþykki. (7)
Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn
krossgátunnar. Senda skal þátt-
tökuseðilinn ásamt úrlausninni í
umslagi merktu: Krossgáta Morg-
unblaðsins, Hádegismóum 2,
110 Reykjavík. Frestur til að skila
úrlausn krossgátu 8. maí rennur
út 12. maí. Nafn vinningshafans
birtist í blaðinu 14. maí. Heppinn
þátttakandi hlýtur bók í vinning.
Vinningshafi krossgátunnar 1. maí er Ásdís Viggós-
dóttir, Bjölluvaði 1, 110 Reykjavík. Hún hlýtur í verð-
laun bókina Þannig er lífið núna eftir Meg Rosoff.
JPV gefur út.
Krossgátuverðlaun
Augu skákunnenda um heim all-
an beinast nú að áskorenda-
einvígjunum sem hófust sl.
fimmtudag í einu af lýðveldum
Rússlands, borginni Kazan í Tat-
arstan. Áskorendakeppninni lýk-
ur þar í lok þessa mánaðar og er
þetta því býsna harðsoðin keppni
miðað við þær sem fram fóru á
árum áður. Talsverða athygli
vakti þegar Magnús Carlsen gaf
eftir sæti sitt en átta skákmenn
munu heyja útsláttareinvígi og
sigurvegarinn öðlast síðan rétt til
að skora á heimsmeistarann Ind-
verjann Wisvanathan Anand. Þeir
sem eigast við í Kazan eru Aronj-
an og Grischuk, Kramnik og
Radjabov, Topalov og Kamsky og
Gelfand og Mamedyarov.
Öllum skákum fyrstu umferðar
lauk með jafntefli. Fyrirkomulag
áskorendakeppninnar í fyrstu og
annarri umferð er með þeim
hætti að stórmeistararnir heyja
fjögurra skáka einvígi með
venjulegum umhugsunartíma.
Verði jafnt, 2:2, taka við fjórar
atskákir, 25 10. þar á eftir tvær
hraðskákir, 5 3 og ef allt um
þrýtur fer fram bráðabani og þar
dugar þeim sem hefur svart jafn-
tefli til þess að halda áfram
keppni. Í lokaeinvíginu sem á að
hefjast 19. maí verða tefldar sex
kappskákir.
Sex efstir fyrir lokaumferð
öldungamótsins
Hinn kunni skákfrömuður Ólaf-
ur Ásgrímsson átti á sínum tíma
hugmyndina að skákmóti öðl-
inga sem hefur unnið sér fastan
sess og stendur nú yfir í húsa-
kynnum TR. Teflt hefur verið á
miðvikudögum undanfarnar
vikur og keppendur hafa því dá-
góðan tíma til að búa sig undir
hverja viðureign. Tveir fyrrver-
andi Íslandsmeistarar eru meðal
40 þátttakenda og annar þeirra,
Gunnar Gunnarsson, er jafnframt
aldursforseti mótsins. Hinn er
Björn Þorsteinsson.
Þegar ein umferð er eftir eru
sex skákmenn jafnir að vinn-
ingum:
1. – 6. Þorsteinn Þorsteinsson,
Gunnar Gunnarsson, Kristján
Guðmundsson, Jón Þorvaldsson,
Björn Þorsteinsson, og Gylfi Þór-
hallsson 4 ½ v. ( af 6 ).
Af þessum kemur frammistaða
Jóns Þorvaldssonar mest á óvart,
einkum þegar horft er til þess að
hann hefur ekki teflt á opinberu
móti í meira en 30 ár. Í eftirfar-
andi skák braut hann flestar brýr
að baki sér í miðtaflinu og lagði
upp í sóknarleiðangur sem eng-
inn vissi hvaða enda myndi taka.
Jón Þorvaldsson –
Bjarni Hjartarson
Benoni-byrjun
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 c5 4. d5
exd5 5. cxd5 d6 6. e4 g6 7. f4 Bg7
8. Bb5+ Rfd7 9. a4 O-O 10. Rf3
Ra6 11. 0-0 Rb4 12. Be3
Jón var ekki ánægður með
þennan leik. Aðrir möguleikar
voru t.d. 12. He1 eða 12. Kh1.
12. … Rf6 13. h3 a6 14. Bd3
Eðlilegra var 14. Bc4 en Jón
óttaðist 14. … Rxe4!? 15. Rxe4
He8 o.s.frv.
14. … b6 15. Dd2 Bb7 16. Had1
He8 17. Bb1 Ha7 18. Bf2 Rd7 19.
Bg3 b5 20. Hfe1 bxa4 21. Rg5 Rb6
22. Bf2?! Rc4 23. De2 Rb6 24.
Dg4!?
Eftir nokkuð hikandi tafl-
mennsku hjá báðum leggur Jón
nú allt í sóknina.
24. … a3! 25. e5 axb2 26. Rce4
dxe5 27. Rxc5 Bxd5 28. f5
Eina leiðin til að halda taflinu
gangandi.
28. .. .a5!
Bjarni hefur varist ágætlega og
stendur til vinnings.
29. Rxh7!?
Nú er að duga eða drepast.
Kxh7 30. fxg6+ Kg8 31. Dh5 f6
32. Re4 Ra6?
Í miklu tímahraki missir Bjarni
af 32. .. He6 eða 32. … Bf8 sem
ætti að vinna.
33. Hxd5 Dxd5 34. Dh7+ Kf8
35. Rxf6! Bxf6 36. Dxa7 Ha8 37.
Dxb6 Bd8 38. Dxb2 Bf6 39. Be4
– og svartur gafst upp.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Áskorendur og öðlingar
Skák
Nafn
Heimilisfang
Póstfang
Krossgáta