SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Blaðsíða 45
8. maí 2011 45
LISTASAFN ÍSLANDS
Söfn • Setur • Sýningar
HLJÓÐHEIMAR 26.2. - 22.5. 2011 Salur 2
HLJÓÐBERG (Pet Sounds, v. 3.0)
- Innsetning eftir Ragnar Helga Ólafsson.
SUNNUDAGSLEIÐSÖGN KL. 14 - Í fylgd Ragnars Helga Ólafssonar.
VIÐTÖL UM DAUÐANN 26.2. - 22.5. 2011 Salur 1
ÁFANGAR, verk úr safneign 16.5. 2010 - 31.12. 2012 Salir 3 og 4
SUNNUDAGSLEIÐSÖGN KL. 14 - Rakel Pétursdóttir safnafræðingur.
SAFNBÚÐ
Listaverkabækur, kort, plaköt, íslenskir listmunir og gjafavara.
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600
OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga
Allir velkomnir! www.listasafn.is
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ
„Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“. Sýning um æsku og
lífsstarf þjóðhetjunnar, undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd
Jóns Sigurðssonar. Sýningin höfðar sérstaklega til barna og
ungs fólks á skólaaldri. Áhugaverður viðburður fyrir alla
fjölskylduna.
Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir.
ÍSLAND::KVIKMYNDIR 1904-2009.
Þróun kvikmyndagerðar á Íslandi.
Um 100 íslenskar kvikmyndir, sem hægt er að skoða í fullri
lengd.
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík
Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is
Á gráu svæði
Hrafnhildur Arnardóttir
(23.3. - 29.5. 2011)
GUNNAR MAGNÚSSON ´61-´78
(11.2. - 29.5. 2011)
Opið alla daga nema mánudaga
kl. 12-17
KRAUM og kaffi
Garðatorgi 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
LISTASAFN ASÍ
9. apríl til 15. maí
Elín Pjet. Bjarnason
ÖLL ERUM VIÐ
EINSKONAR TRÚÐAR
Pjetur Hafstein ræðir sýninguna
sunnudaginn 8. maí kl. 15:00
Opið 13-17, nema mánudaga.
Aðgangur ókeypis.
Freyjugötu 41, 101 Rvk
www.listasafnasi.is
Verndi þig englar. Íslensk þjóðlög sunnudaginn 8. maí kl. 15
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
List án landamæra – Tilraunastofa í myndlist
Farandsýningin: Ekki snerta jörðina! Leikir 10 ára barna
Guðvelkomnir, góðir vinir! Útskorin íslensk horn
Ljósmyndari Mývetninga. Mannlífsljósmyndir Bárðar
Sigurðssonar frá upphafi 20. aldar
Stoppað í fat – Útskornir kistlar
Glæsileg safnbúð og Kaffitár.
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga kl. 10-17
IS(not) | (EI)land
Samstarf 5 pólskra ljósmyndara
og 5 íslenskra rithöfunda
Sunnud. kl. 4 sýningarspjall
með Hermanni Stefánssyni
og Huldari Breiðfjörð
Úr kössum og koffortum
Gamlar ljósmyndir frá
Hveragerði og nágrenni
Síðasta sýningarhelgi
OPIÐ: fi.-su. kl. 12-18
AÐGANGUR ÓKEYPIS
www.listasafnarnesinga.is
Hveragerði
Ný sýning opnar 7. maí kl. 15
7. maí – 19. júní 2011
Hugvit
Einar Þorsteinn Ásgeirsson
5. maí – 19. Júní 2011
List án landamæra - Abstrakt
Jón B.K. Ransú og
Guðrún Bergsdóttir
Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri.
www.hafnarborg.is sími 585 5790
Aðgangur ókeypis
Þ
að er ekki öllum rithöfundum gefið að skrifa svo
leikandi léttan stíl að engu er líkara en viðkom-
andi hafi ekkert fyrir hlutunum. Höfundur sem
þetta kann leiðir lesandann áfram og heillar
hann stöðugt með fimi sinni.
Einn rithöfundur kunni þetta öðrum fremur. Sá er P. G.
Wodehouse. Hann lést árið 1975, 93 ára gamall, og gætti
þess að nýta tíma sinn vel því hann skrifaði rúmlega 90
skáldverk, skáldsögur og smásagnasöfn
og vann fram á síðasta dag. Hann hefur
alla tíð átt staðfasta aðdáendur og bækur
hans eru enn víðlesnar og færa lesendum
stöðuga gleði og ánægju.
Wodehouse kunni að vera fyndinn og
það er nánast ómögulegt að lesa bók eftir
hann án þess að hlæja upphátt. Fáir geta
til dæmis leikið sér að þekktum tilvitn-
unum eins og hann gerir eða sett þær í
jafn kostulegt samhengi. Samtöl í bókum
Wodehouse eru yfirleitt óborganleg. Sér-
viskulegt fólk breiðir úr sér á síðunum og
persónurnar, hinn seinheppni Bertie Wo-
oster, hinn ráðagóði Jeeves, hinn mjög svo utan við sig
Emsworth lávarður, hinar óteljandi ógnvekjandi frænkur
og hin ástsæla sílspikaða gylta, keisaraynjan af Blandings,
lifa enn góðu lífi þótt höfundurinn sé löngu fallinn frá.
Bækur höfundarins, sem hljóta að teljast með þeim
skemmtilegustu í heimi, eru í stöðugri endurprentun,
þótt því miður sjáist ekki mikið af þeim í íslenskum bóka-
búðum. Í Bretlandi hófst fyrir nokkrum árum útgáfa á
heildarverkum hans hjá Everyman. Bækurnar eru inn-
bundnar í fallegu broti og innihaldið er með skemmtileg-
asta lesefni sem hægt er að ná í. Það er hægt að gera margt
vitlausara í lífinu en að safna þessum bókum. Þær veita
sannarlega mikla gleði.
Sá skemmtilegasti
’
Wode-
house
kunni að
vera fyndinn og
það er nánast
ómögulegt að
lesa bók eftir
hann án þess að
hlæja upphátt.
Orðanna
hljóðan
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Ó
hugnaðurinn heldur innreið sína í Lin-
köping á heitasta sumri í manna minn-
um,“ segir á bókarkápu glæpasögunnar
Sumardauðans eftir Mons Kallentoft og
eftir rólega byrjun æsist leikurinn þar til spennan
nær hámarki í sögulok.
Þetta er ágætis krimmi, en frásögnina mætti
samt stytta töluvert. Engu að síður heldur sagan
lesanda við efnið og sá sem hér heldur á penna
lagði bókina ekki frá sér fyrr en að lestri loknum.
Sumarhitinn þjakar íbúa í sænsku borginni Lin-
köping, sem er á stærð við Reykjavík. Menn berj-
ast við skógarelda á meðan aðrir kæla sig í sund-
laugum eða á börum. Nakin og blóðug
unglingsstúlka, sem hefur misst minnið, finnst í
almenningsgarði og hjól lögreglu og fjölmiðla fara
að snúast í hitabylgjunni.
Höfundur leikur sér að eldinum þar sem hiti og
vatn gegna veigamiklum hlutverkum. Inn í frá-
sögnina blandast vettvangur hryðjuverka í Balí í
suðri sem er eins og barnaleikvöllur í samanburði
við ástandið í Linköping, og hörmungar stríðs í
Finnlandi og Bosníu. Konan sem kvartaði yfir því
að íslenskir krimmar gerðust oft á stöðum þar sem
flugu hefði aldrei verið gert mein, hvað þá meir,
má þakka fyrir að búa ekki í Linköping eða eiga
þangað rætur að rekja, því sláturtíðin þar og við-
bjóðurinn á 10 heitum sumardögum er viðameiri í
Sumardauðanum en menn eiga almennt að venj-
ast.
Umræða um útlendinga í Svíþjóð og allt að því
hatur Svía á innflytjendum hefur stundum verið
áberandi í sænskum fjölmiðlum. Höfundur gerir
út á þetta viðhorf, rasismann, útlendingar eru
gerðir grunsamlegir og á þeim traðkað. Einnig fá
aðrir minnihlutahópar eins og samkynhneigðir til
tevatnsins. Sagan þrífst á ofbeldi, en jafnvel lög-
reglumanni blöskrar framganga vinnufélaga síns í
því efni, þó eftir standi að nánast allt ofbeldi í sög-
unni hafi sinn tilgang. Afbrot fortíðarinnar rétt-
læta það.
Sem fyrr segir er Sumardauðinn ágætis af-
þreying. Textinn er lipur og þýðingin góð. Malin
Fors er rannsóknarlögreglufulltrúi sem kælir sig
með bjór og tequila innra og í sundi ytra, á sinn
rekkjufélaga og leysir málið eins og vera ber. En
þessi árátta að halda því að lesendum að lög-
reglumenn séu sídrekkandi áfengi á milli vakta er
frekar ótrúverðug. Nokkur önnur atriði orka tví-
mælis en höfundi tekst að afvegaleiða lesendur og
þannig viðhalda spennunni, þrátt fyrir að þó
nokkuð sé eftir af sögunni þegar ætla má hvern
helst þurfi að stöðva. Sumardauðinn er sannkall-
aður sumarauki fyrir aðdáendur spennusagna.
„Höggormar
á hörundinu“
Bækur
Sumardauðinn bbbmn
Eftir Mons Kallentoft. Ísak Harðarson þýddi. 478 bls.
Uppheimar 2011
Sænski rithöfundurinn Mons Kallentoft.
Steinþór Guðbjartsson