SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Blaðsíða 47

SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Blaðsíða 47
8. maí 2011 47 Æ tli það verði ekki að teljast óvenjuleg byrj- un á blaðaviðtali, að það sést ekki í við- mælandann fyrir bókum. – Svo hér eru dýrgripirnir geymdir, seg- ir blaðamaður stundarhátt. En hvorki heyrist hósti né stuna frá Ara Gísla Braga- syni bak við staflana, sem er niðursokkinn í að skanna inn bókarkápur. Hann rekur fornbókaverslunina Bók- ina, sem er á horni Hverfisgötu og Klapparstígs, en er þessa stundina í herbergi á fjórðu hæð. Það er ekki bein- línis rúmgott, þó að nógir séu fermetrarnir, því þar úir og grúir af blöðum í bandi. Eiríkur Ágúst Guðjónsson grípur orðið. „Já, þarna er fyrsti árgangurinn af Samúel.“ Og viti menn, þar er viðtal við konu danska leikarans Ole Söltoft og súrrealistann Alfreð Flóka, sem segir að sig hafi alltaf dreymt um að sofa hjá hersetuliðskerlingu. Enn hefur ekkert heyrst í Ara Gísla og er þó viðtalið við hann. Það heyrist aðeins lágt vélarhljóðið í skannanum í hvert skipti sem hann les bækur. Allt í einu stendur Ari Gísli upp, réttir blaðamanni bók og segir: „Hérna er 200 ára gömul stærðfræðibók, dönsk reyndar.“ „Það voru ekki til neinar íslenskar á þeim tíma,“ skýtur Eiríkur inn í. „Má bjóða þér kaffi?“ segir svo Ari Gísli. Blaðamaður jánkar því. Þegar Ari Gísli kemur aftur með espresso í bolla fræðir hann blaðamann um starfið sem innt er af hendi í þessu bókaherbergi: „Fyrir tæpum tveimur árum tókum við inn nýtt forrit á vefsíðuna Bókin.is, sem hefur gengið nokkuð vel. Það er forn- bókabúð á vefnum, opin 24 tíma og markaðssvæðið er hnötturinn. Sem snýst í hringi. Er það ekki?“ segir hann og lítur spyrjandi á Eirík. „Jú, það sagði Gunnar Valdimarsson,“ svarar Eiríkur. „Við skönnum titilsíðu á hverju einasta bókarsnifsi, það er mitt hlutverk,“ heldur Ari Gísli áfram. „Svo setj- um við inn staðlaðar upplýsingar um útgáfu, titil, ár og ástand, og svo hefur Eiríkur jafnvel tekið heilu kafla- brotin og sett á síðuna.“ „Þetta er athugasemdakerfi eins og Bragi [Krist- jónsson fornbóksali og faðir Ara Gísla] hafði í glugganum á sínum tíma, skrýtilegheit á miðum í bókum úti í glugga,“ segir Eiríkur. „Við komum inn meiri texta á vefsíðuna en á litla vél- ritaða miða og það kemur í ljós að Eiríkur á það til að missa sig í lýsingu á ákveðnum bókum, eins og komið hefur fyrir með bækur okkar hægrimanna,“ segir Ari Gísli góðlátlega. – Af hrifningu þá? spyr blaðamaður. „Reyndar á það ekki bara við um hægrimenn, heldur bæði hægri- og vinstrimenn, og jafnvel dómara og forkólfa í viðskiptalífinu – þeir fá það óþvegið frá Eiríki. Við lifum nátt- úrlega á frjálsum tímum. Eitt af því sem enn er frjálst er netið,“ segir Ari Gísli. En Eiríkur leiðréttir hann. „Nú verður maður að hætta þessu, því nú er netið orðið fjölmiðill. Þannig eru nýju fjölmiðlalögin, það verður að gæta að kynjahlutfallinu.“ Svo vendir hann kvæði sínu í kross. „Þetta rit er eftir Björn Ólafsson: Íslendingar þurfa engir ölmusumenn að vera.“ Og upphefst lesturinn: „Vér getum lifað hér án þess, að knékrjúpa erlendum þjóðum um lán, sem þær vilja ekki veita. Vér getum lifað hér án þess að gerast stórfelldir vanskilamenn í erlend- um viðskiftum. Vér getum lifað hér og greitt hverjum sitt, og haldið trausti landsins í heiðri meðal annarra þjóða.“ Hann hampar bókinni. „Þetta er bara skrifað í gær!“ Ari Gísli kinkar kolli. „Hrunmál, gengismál, hlutabréfamarkaður í uppsigl- ingu, Eiríkur er duglegur að vekja athygli á þessu.“ „Þetta fer bara í hring,“ segir Eiríkur. „Hringrásin!“ segir Ari Gísli. „Eins og tískan,“ segir Eiríkur. – Ég sé að þið eruð með áritaðar bækur? „Já, við erum með tuttugu efnisflokka, bækur allt frá sautjándu öld, og leggjum áherslu á að vera með áritað.“ – Eru þær meira virði? „Já, það er skemmtilegra. Oft eru það skemmtilegar og pesónulegar áritanir, en auðvitað er ekki sama hver skrifar.“ – Hvað eigið þið eftir skáldin? „Við sundin blá eftir Tómas Guðmundsson áritaða með afsökunarbón, Í svörtum kufli fyrstu bók Þorsteins frá Hamri, Ferð um fornar slóðir eftir Matthías Joch- umsson, það eru ljóð í því – ég held hann hafi ekki opn- að kjaftinn án þess að yrkja. Og Kviðlinga Káins áritaða með vísu til prests í Vesturheimi: „Til gamla nágranna míns, Benjamíns Kristjánssonar, með vinsemd og virðingu. K.N. Ljóða kverið lítils vert Leyfist þjer að brenna. Alt sem hjer er illa gert. Alt er mjer að kenna. Kærust allra enn í dag er mér Staðarbygðin. Mountain North Dakóta 19. apríl 1932.“ „En þetta byggist ekki bara á fágætum bókum, því safnarar um allan heim eru á höttunum á eftir Tinna, Sval og Val og Lukku-Láka,“ segir Ari Gísli. – Og vilja eiga bækurnar á öllum tungumálum? „Já, já,“ segir Ari Gísli. „Litli prinsinn, frumútgáfan kom bara út í 700 eintökum, Jules Verne, Leyndar- dómar Snæfellsjökuls, Arthur Conan Doyle, safnarar um alla veröld vilja eignast íslenskar bækur. Þetta er svo fá- ránlega lítið málsvæði miðað við fjölda útgefinna bóka, að það er góður bisness í því. Það með ólíkindum hversu mikið hefur verið prentað á Íslandi, hvað við Íslendingar höfum verið …“ Hann hugsar sig um. – Galnir? „Svo galnir að það er með ólíkindum. Nú eru komnir rúmlega fjögur þúsund titlar inn á síðuna, hvar eigum við að stoppa? Sky is the limit?“ Hann þagnar. „Hver er íslenska þýðingin á því? Það má náttúrlega ekki segja svona.“ Enn þagnar hann. „Það er náttúrlega helvíti gott síðasta orðið!?“ Texti Pétur Blöndal pebl@mbl.is Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is Síðasta orðið… Ari Gísli Bragason Þetta fer bara í hring ’ Hrunmál, gengismál, hlutabréfa- markaður í upp- siglingu, Eiríkur er duglegur að vekja athygli á þessu.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.