SunnudagsMogginn - 29.05.2011, Side 13
29. maí 2011 13
„Agil er fullkomnasta heyrnartækið frá Oti-
con fram til þessa. Það var hannað sér-
staklega til að bæta heyrn í krefjandi að-
stæðum en Oticon þróaði alveg nýja aðferð
til að magna upp talmál með þessu tæki. Í
dag velja flestir að vera með svona lítil nett
tæki á bak við eyrað. Þau eru oft og tíðum
þægilegri og ekki nándar eins sýnileg og sér-
smíðuðu tækin inn í eyrað sem voru vinsæl
fyrir um áratug,“ segir Björn Víðisson. „Oti-
con bauð fyrst heyrnartækjaframleiðenda
upp á þráðlausa tækni í heyrnartækjum og í
dag er hægt að fá öll tækin fyrir utan þau
allra ódýrustu með þessari tækni hjá okkur.
Þráðlausa tæknin er gríðarlega mikil bylting
fyrir heyrnarskerta en með henni gefst
heyrnartækjanotendum kostur á að fá hljóð
úr farsíma, heimasíma, sjónvarpi og fleiri
tækjum sent þráðlaust – beint í bæði heyrn-
artækin, segir Björn. Tækniþróunin hefur
verið mjög ör síðan að við hófum rekstur og
á hverju ári kemur eitthvað nýtt sem bætir líf
heyrnartækjanotenda og lífsgæði.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þráðlausa tæknin
mikil bylting
V
íðir er fæddur á Siglufirði en
fluttist sem unglingur til
Reykjavíkur. Úti á landi var
þjónustan við heyrnarskerta
afskaplega bágborin. „Hinar sífelldu
eyrnabólgur eyðilögðu í mér miðeyrað
en þegar ég flutti til Reykjavíkur fór ég
til Stefáns Skaftasonar, háls-, nef- og
eyrnalæknis, en hann var sá fyrsti sem
fór að gera aðgerðir að einhverju ráði.
Fyrir fimmtán árum fór ég hins vegar
til Þýskalands, til mjög færs læknis sem
heitir Wolfgang Offermann, í mjög sér-
staka aðgerð. Höfuðkúpan var opnuð
bakvið eyrað og heyrnarbeinin löguð.
Þetta var sex tíma aðgerð og ég var
vakandi allan tímann og að ári var sama
aðgerð gerð aftur, til þess að klára
hana.“
Víðir hefur verið allan þennan tíma
með skerta heyrn og þekkir vel til sögu
heyrnarskertra og þeirrar þjónustu sem
hefur verið í boði fyrir þá. „Það var af-
skaplega fátt sem hægt var að gera
framan af til þess að bæta heyrn heyrn-
arskertra. Hér ríkti einokun. Heyrnar-
og talmeinastöðin var ein á markaðnum
og því engir aðrir valmöguleikar í
boði.“ Líkt og flestir þurfti Víðir að
skipta reglulega um heyrnartæki. „Ég
ákvað fyrir ellefu árum að fara til Dan-
merkur til þess að fá mér heyrnartæki.
Ég treysti ekki á Heyrnar- og talmeina-
stöðina til þess að láta mig hafa nógu
gott heyrnartæki auk þess sem ég þurfti
að bíða eftir tæki í allt að 15-18 mánuði.
Ég ákvað því að gera þetta sjálfur, sendi
tölvupóst til fyrirtækis sem heitir Oti-
con, sem ég vissi að væri með heyrn-
artæki í hæsta gæðaflokki, pantaði tíma
og sendi þeim heyrnarmælingu. Ég
mætti síðan á staðinn og eftir tvo daga
var ég komin með tækin í eyrun.“
Víðir segir að sér hafi alltaf verið
málefni heyrnarskertra hugleikin. „Ég
hef verið meðlimur í Lionsklúbbnum
Nirði en við höfum frá árinu 1970 verið
ötulir við að gefa háls-, nef- og eyrna-
deild LSH tækjabúnað. Að sama skapi
vildi ég leyfa öðrum að njóta heyrn-
artækjanna frá Oticon sem ég hafði
sjálfur afskaplega góða reynslu af og
því leituðum við feðgarnir, Björn Víð-
isson, og ég eftir umboðinu frá Oticon
heyrnartækjum því við vildum veita
sambærilega þjónustu hér. Það átti hins
vegar eftir að verða aðeins þrautin
þyngri, jafnvel þótt heilbrigðisyfirvöld
hefðu tekið vel í að opna fyrir einka-
rekstur að því tilskildu að fagleg skil-
yrði væru uppfyllt. Þurfti að leggja um-
talsverða vinnu í að finna út reglugerð
fyrir þessa heilbrigðisstarfsemi. En að
lokum tókst okkur að stofna Heyrn-
artækni sem verður tíu ára 13. júní en
afmælisveislan verður haldin 1. júní.“
Sonurinn sér um reksturinn
Sonurinn, Björn Víðisson, hefur séð um
rekstur fyrirtækisins frá upphafi. Hann
sótti í byrjun nám og mikla þjálfun hjá
Oticon og er heyrnartækjasérfræðingur
með tíu ára reynslu í ráðgjöf og end-
urhæfingu heyrnarskertra auk stillingu
heyrnartækja. Þá starfar kona hans,
Anna Linda Guðmundsdóttir hjúkr-
unarfræðingur, einnig við fyrirtækið en
hún hefur sótt nám í heyrnarfræðum
og heyrnarmælingum í Bretlandi, auk
þess sem hún hefur sótt nám og þjálfun
hjá Oticon. „Þetta er því fjölskyldufyr-
irtæki en ég dró mig fljótlega út úr
þessu eftir að fyrirtækið komst á lagg-
irnar,“ segir Víðir brosandi og bætir
við að umhverfið hafi breyst algjörlega
á nokkrum árum auk þess sem þróunin
í heyrnartækjum sé afar hröð, heyrn-
artækin bæði minni og betri. „Þá hefur
biðtími almennt styst með tilkomu
Heyrnartækni, niður í nokkra daga.
Fólk getur jafnvel fengið heyrnar-
tæknin sín samdægurs.“
Anna Linda segir að frá stofnun
Heyrnartækni hefur fyrirtækið haft það
að markmiði að veita heyrnarskertum
betri heyrn og bætt lífsgæði með vönd-
uðum heyrnartækjum og framúrskar-
andi þjónustu. „Saga Oction hófst með
eldmóði eins manns sem vildi hjálpa
eiginkonu sinni að lifa betra lífi en hún
var verulega heyrnarskert. Hans Dem-
ant fór frá Danmörku til Englands til að
kaupa eins heyrnartæki og hin danska
Alexandra prinsessa hafði notað við
krýningu sína og Edwards VII árið
1902. Tveim árum síðar fékk Demant
samning við General Acoustics Co. og
hóf innflutning og dreifingu á fyrstu
heyrnartækjunum í Danmörku. Árið
1910 tók William, sonur Hans, við fyr-
irtækinu og fór til Bandaríkjanna til
þess að læra að framleiða heyrnartækin
og gera við þau,“
Saga Oticon spannar rúma öld og er
það að sögn Önnu Lindu einn stærsti
og virtasti framleiðandi heyrnartækja
heims og hefur unnið meira 20 verð-
laun fyrir hönnun og þróun heyrn-
artækja frá 1991. ,,Fyrirtækið varð fyrst
til að setja stafræn heyrnartæki á
markaðinn árið 1996, heyrnartæki með
gervigreindartækni árið 2004 og
heyrnartæki með þráðlausri tækni árið
2007.“ Hún segir að m.a. vegna reynslu
Víðis af því hversu bágborin þjónustan
hafi verið við heyrnarskerta á hans
æskuárum úti á landi þá hafi Heyrn-
artækni alltaf lagt sérstaka áherslu á að
þjónusta landsbyggðina. „Árni Hafstað,
heyrnar- og talmeinafræðingur, heim-
sækir reglulega 19 staði á landsbyggð-
inni í samstarfi við Heyrnartækni og
heilsugæslustöðvar. Það hefur mælst
reglulega vel fyrir,“ segir hún og bros-
ir.
Heyrnar-
skertur og
hjálpaði
öðrum
Víðir Páll Þorgrímsson stendur
nú á sjötugu og hefur verið
heyrnarskertur frá barnæsku.
Honum þótti biðin eftir heyrn-
artækjum löng hér á landi og tók
því til sinna ráða – stofnaði fyr-
irtækið Heyrnartæki.
Unnur H. Jóhannsdóttir
Björn Víðisson, Anna Linda Guðmundsdóttir og Víðir Páll Þorgrímsson standa að fyrirtækinu Heyrnartæki.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í tilefni af 10 ára starfsafmæli
Heyrnartækni hefur fyrirtækið
ákveðið að leggja góðu málefni
lið og láta veglega upphæð af
hverju seldu heyrnartæki fram
til loka ágústs renna til Krafts –
stuðningsfélags fyrir ungt fólk,
sem greinst hefur með krabba-
mein, og aðstandendur. Með
þessum styrk vill Heyrnartækni
leggja sitt af mörkum til sam-
félagsins og hjálpa Krafti að
veita ungu fólki sem gengur í
gegnum erfiða lífsreynslu,
stuðning og hjálp.
Síðastliðið ár hefur Kraftur
lagt mikla áherslu á að styðja við
stuðningsnet félagsins og hefur
verið ákveðið að fjárhagsstuðn-
ingur Heyrnartækni muni renna
þangað. Stuðningsnetið býður
greindum og aðstandendum að
komast í samband við einhvern
sem hefur gengið í gegnum
svipaða reynslu. Það er óhætt að
segja að það er veruleg þörf fyrir
stuðning en fulltrúar netsins
hafa flestir verið fengnir til að
veita stuðning og hafa til þess
farið á sérsniðið námskeið hjá
Gyðu Eyjólfsdóttur, sálfræðingi
Krafts. Reynsla stuðningsfull-
trúa er fjölbreytt og í hópnum
má finna einstaklinga, foreldra
sem greinst hafa með krabba-
mein, foreldra sem fylgt hafa
fullorðnu barni sínu í gegnum
meðferð, aðstandendur sem
misst hafa ástvini, og maka þess
greinda. Stuðningsfulltrúar eru
allir bundnir trúnaði.
Styrktarreikningur Krafts:
327 26 112233
Kt. 5711993009
Afmælisgjöf til Krafts