SunnudagsMogginn - 29.05.2011, Page 17

SunnudagsMogginn - 29.05.2011, Page 17
29. maí 2011 17 Áratugum saman skrifaði Bragi Ásgeirsson gagnrýni og fróðleik um myndlist í Morg- unblaðið. Ætli honum þyki orðræðan um menningu og listir nægilega fyrirferðarmikil í prent- og ljósvakamiðlum í dag? „Þegar ég hóf að skrifa listrýni, pistla og greinar í blaðið sem sköruðu sjónmenntir á vormánuðum 1966, hafði einkasýningum fjölgað gríðarlega á höfuðborgarsvæðinu. Morgunblaðið, sem eitt dagblaðanna hafði um árabil haldið uppi reglubundinni listrýni sá sig tilneytt til að fá mann við hlið Valtýs Péturssonar ef það gæti á annað borð hald- ið utan um þessa þróun með viðunandi móti. Vægt til orða tekið, að það kom mér gríð- arlega á óvart þegar leitað var til mín og hafnaði í fyrstu eindregið að taka við þeim súra kaleik. Að betur athuguðu máli, og þeirri eyðimörk sem fróðleikur um sjón- menntir og stóra viðburði utan landstein- anna var í prentmiðlum tímanna, hug- kvæmdist mér að kannski gæti ég látið gott af mér leiða og miðlað samtímis hlut- lægum upplýsingum til lesenda blaðsins. Setti það að skilyrði að ég fengi að skrifa um þau mjög svo vanræktu mál og var strax gengið að því. Fólk var sannarlega með á nótunum og fann ég fljótlega til mik- ils þakklætis úr öllum áttum og var svo alla tíð, og raunar enn. Hins vegar var ég um- deildur listrýnir sem þó má telja sérhverjum metnaðargjörnum rýni til tekna. Var enginn talsmaður neinna listhópa, þótt vissulega væri módernisminn helstur þekking- argrunnur minn. Slík hlutlægni var ekki vel séð af öllum, einkum ekki sértrúarhópum sem byggja listsköpun sína á því „að vera í sambandi“ eins og það heitir, troða sér í skóhlífar annarra sem eru af þjóðum sem telja miklu fleiri hausa. Það var mér svo einungis ánægjuefni að ýmsir fetuðu í fót- spor mín en þeir gerðu það í mun minna mæli og oft af öðrum og hlutdrægari hvöt- um. Engir tekið upp merkið Það hefur valdið mér vonbrigðum eftir að ég hætti, að engir hafa tekið upp merkið og í stað skipulagðrar listrýni skuli menn handvelja verðuga á síðurnar, um leið stór- minnka alla rækt við sjónmenntir sem varla er ýkja viturlegt í þessu einangraða landi, þ.e. útskeri. Þetta gerist á sama tíma og miðlar annarra landa hafa margir hverjir stóraukið viðlíka upplýsingastreymi. Kannski hér afleitast að áhugi netmiðils- ins, Mbl.is, er enginn á listmenningunni sem er algjörlega á skjön við þróunina ytra, skynfærin hundsuð en vöðvarnir hylltir. Af- leiðingarnar af þessari blindu fræðslukerf- isins, prent- og ljósvakamiðla, á þýðingu sjónmennta má hvarvetna sjá á höfuðborg- arsvæðinu ásamt rugli á listamarkaðinum, fölsunum og ótrúlega fáfræði yngri kyn- slóða, þótt hún sé í grunni sínum kannski ekki meiri en hún hefur áður verið, mögu- leikarnir til upplýsingaöflunar hafa hins vegar margfaldast á síðustu árartugum. En fáfræðin um þróunina á Norðurlöndum í tíma og rúmi er þrátt fyrir það yfirgengileg og hér spilar inná að við lýðveldistökuna klipptum við á flest menningartengsl við Danmörku, hættum um leið að draga dám af þeim í mikilvægum og jarðtengdum þjóð- þrifamálum. Atriði sem einmitt eru kjarninn og kjölfestan í sjálfstæði og risi þjóða en síður einhverjar undirskriftir á papp- írssnepla, sjálfumgleði yfirborð og þjóðern- iskennd húrrahróp.“ Skynfærin hundsuð en vöðvarnir hylltir „Eins og stendur eru Íslendingar ofurseldir mati örfárra sem ákveða hvað skuli kynnt almenningi, hvað ekki og hvernig. Innbyrðis samþykktir þessara sjálfskipuðu postula og beturvitandi, skulu sömuleiðis hafa ígildi þjóðarsáttar,“ segir Bragi Ásgeirsson. Í tilefni af áttræðisafmæli Braga verða opnaðar tvær sýningar á verkum hans í dag, laugardag. Í Galleríi Fold við Rauðarárstíg og í Stúdíói Stafni við Ingólfsstræti.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.