SunnudagsMogginn - 29.05.2011, Side 19
29. maí 2011 19
menn málinu strax mikinn áhuga og í júní
2009 köfuðu tveir fornleifafræðingar,
Magnús Sigurðsson og Ragnar Edvardsson
og Leifur Þorvaldsson aðstoðarmaður
þeirra niður að flakinu með Arnari og fé-
lögum.
Arnar segir aðstæður um margt ákjós-
anlegar á staðnum til að stunda rannsókn
af þessu tagi. Flakið liggur ekki á mjög
miklu dýpi (um tíu metrum) og nokkuð
bjart er þar niðri. Það spillir heldur ekki
fyrir að mikill skeljasandur er á staðnum.
Vonast til að finna meira
Þegar búið var að taka af allan vafa um að
Phönix væri fundið óskaði Arnar formlega
eftir friðlýsingu og var hún samþykkt af
Fornleifanefnd ríkisins í júlí á síðasta ári.
Þeir félagar stefna að því að kafa næst
niður að flakinu í ágúst í sumar. Þá ætla
þeir að fara á stærri bát til að geta einbeitt
sér betur að vinnunni neðansjávar. „Ég
vonast til að sá leiðangur verði góður. Það
á margt fleira eftir að finnast. Það yrði til
dæmis ekki amalegt að koma marm-
araplötunni sem setja átti á leiði Kristjáns
fjallaskálds til skila.“
Arnar er þakklátur öllum þeim sem
hafa lagt hönd á plóginn. „Það er útilokað
að gera svona lagað einn. Maður er al-
gjörlega háður öðrum um framkvæmd-
ina. Það er líka gaman að geta deilt þessu
með öðrum, það gefur verkefninu aukið
gildi.“
Nú er bara að halda niðri í sér andanum
eftir næsta leiðangri.
Arnar Þór að störfum neðansjávar. Aðstæður geta verið mjög erfiðar. Sumt er glatað en annað merkilega vel farið í sjónum.
Báturinn sem kafaranir notuðu í einum leiðangra sinna. Morgunblaðið/Ernir
Póstskipið Phönix var tvímastra málmskip, knúið seglum og gufu-
vél, smíðað í Skotlandi árið 1861. Phönix var 60 metra langt og
um 400 tonn að þyngd. Skipið var í eigu útgerðarinnar „Det for-
enede Dampskibsselskab“ (DFDS) í Danmörku, sem enn er til, og
gerði hún skipið út til Íslands.
Fyrsta ferð Phönix til Íslands var 7. júní 1864 og var það í áætl-
unarferðum til landsins allt til þess er það fórst. Phönix var fyrsta
gufuskipið sem sinnti svokölluðum miðsvetrarferðum til Íslands. Á
þessum tíma skipti það Íslendinga miklu máli að fá ýmsar vörur og
halda uppi samgöngum á milli Íslands og Evrópu yfir vetrartímann.
Póstskipið Phönix í allri sinni dýrð.
Knúið seglum og gufuvél