SunnudagsMogginn - 29.05.2011, Side 23

SunnudagsMogginn - 29.05.2011, Side 23
29. maí 2011 23 isstjórnarinnar. Áður hafði öðru eins verið varið í „samningaferlið“ sem engu skilaði. Hundruðum milljóna er varið í óþarfa og misheppnaða stjórnlagaráðskosningu og framhaldssögu henn- ar þar sem æðsti dómstóll landsins var nið- urlægður. Út úr þeim hundruðum milljóna er þó að koma tillaga um að í stjórnarskrá skuli sér- staklega kveða á um það hvar í landinu sauðfé skuli halda sig. Aðeins sauðir með fé fara þannig með fjármuni landsmanna. Hið óvenjulega fólk Og á þetta allt horfir fólkið, ekki síst það fólk sem á fjárhagslega um sárt að binda. Það veit að vísu að fjármálaráðherrann telur þannig fólk ekki vera „venjulegt fólk.“ Að hans mati var það aðeins óvenjulegt fólk sem fékk skell af banka- hruninu. Og það er vissulega óvenjulegt að því leyti að það hefur sýnt ótrúlega þrautseigju og þolgæði. Því blæðir út meðan allt er botnlaust hjá stjórnvöldum landsins. Botninn sá er suður í Borgarfirði, Icesave-keisarinn er berrassaður í Arnarhvoli og óttast að óvenjulegt fólk sjái það. Því hefur hann dregið fyrir. Drottningin hans dinglar sér í Dýrafirði að leita að fæðingarstað forsetans. Leitin er æsileg, því það hrannast upp nýjar vísbendingar í forsætisráðuneytinu. Nú síðast að forsetinn hafi ekki fæðst á Hrafnseyri heldur á Þingeyri. Aðrar heimildir segja þó að þar sé átt við allt annan forseta og reyndar hugs- anlegt að sá sé fæddur á Ísafirði. Þetta er allt mjög snúið. Hvernig væri að skipa rýnihóp í málið? Það gæti bætt stöðuna eftir jafnréttiskl- úðrið ef hópurinn fyndi út að Jón hefði verið kona sem hefði víst fæðst í Dýrafirði. Jóna Dýra. Kannski er hennar tími loks að koma. Fyrsti ungi Svandísar er skriðinn úr egginu. Morgunblaðið/Ómar Þ að er tilhlökkunarefni að rithöfundurinn og nóbelsskáldið Herta Müller sé væntanleg til landsins í haust sem gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík. Lofsvert grasrótarstarf er unnið fyrir þessa uppskeruhátíð bókaunnenda meðal bókaþjóðarinnar á hverju ári. Íslenskir rithöfundar og áhugamenn um bókmenntir leggja sjálfir hönd á plóg til að gera hátíðina sem best úr garði og fyrir vikið berst hróður hennar víða. Herta Müller hefur löngum verið baráttumaður fyrir mannréttindum, eins og fram kemur í úttekt Karls Blöndals í Sunnudagsmogganum, og hún minnti fyrr í þessum mán- uði á mikilvægi mannréttindasamtaka. „Þekki maður aðeins einn ofsóttan einstakling persónulega verða ofsóknir í fjarlægu landi persónulegar,“ sagði hún við það tækifæri. „Þið, mannréttindasamtökin, gerið okk- ur, hin ofsóttu, að þekktu fólki.“ Það er vel við hæfi, að heimsókn Hertu Müller sé gerð opinber á þessum degi, þegar Amnesty International fagnar 50 ára baráttu fyrir mannréttindum. Mannréttindagangan hefst klukkan 15 í dag, laugardag, og verður gengið frá Kjörgarði og niður Mannréttinda- veg, sem Laugavegur er nefndur í dag. Óhætt er að taka undir það, hversu mikilvægt það er fyrir baráttuna gegn harðstjórnum víða um heim, að þeir sem láta ekki kúga sig fái hljómgrunn utan landamæranna. Þangað nær langur armur harðstjóranna ekki. Ef undirtektirnar eru engar meðal frjálsra þjóða, er ekkert bergmál af röddum þeirra, þær hljóðna og mótmælin fara fyrir lítið. Herta Müller kynntist harðstjórn af eigin raun, því hún ólst upp í Rúmeníu í skugga harðstjórnar einvaldsins Nicolaes Ceausescus. Bækur hennar bera vitni ofbeldi og ógn al- ræðisstjórnar hans og hún notar iðulega sjónarhól þýska minnihlutans í Rúmeníu. Hún sat ekki þögul undir því ofríki, heldur var í hópi andófsmanna og sætti ofsóknum og rit- skoðun fyrir að mótmæla stjórnarfari Ceausescus. Hún er því ein þeirra, sem urðu þekkt utan landsteinanna fyrir tilstilli mannréttindasamtaka. Og það er umhugsunarefni þegar hún talar um hversu erfitt er að búa í einræðisríki, þar sem hverjum morgni fylgir óttinn um að vera ekki á lífi um kvöldið. Það er sá skelfilegi veruleiki sem fjöldi andófsmanna býr við um allan heim. Þess vegna er svo mikilvægt fyrir heimsbyggðina það fordæmi sem lýðræðisþjóðirnar á Vesturlöndum hafa gefið, þar sem frelsið er í hávegum haft og virðing borin fyrir mann- réttindum. Þó að finna megi að ýmsu, þá er stjórnkerfið þar þó ljósárum framar á þróun- arbrautinni en í einræðisríkjum. Víst búa andófsmenn við ólíðandi skilyrði, en þeir geta vonandi huggað sig við það að dropinn holar steininn. Óhjákvæmilegt er að mannkynið þokist í rétta átt þegar haft er í huga, að mannréttindi eru það sem allir þrá og vonast eftir – og enginn getur án verið. Það getur enginn staðið í vegi fyrir slíkri fjöldahreyfingu til lengdar. Við stöndum sífellt á tímamótum, þjóðfélagið er á stöðugri hreyfingu og sótt er að frelsi og mannréttindum. Það gefur von í þeirri baráttu, að stríðsglæpamenn á borð við Mladic séu dregnir fyrir rétt. Ef einræðisherrar og aðrir sem níðast á fólki í krafti valds síns vita að réttvísin nær til þeirra að lokum, staldra þeir kannski við áður en þeir fyrirskipa illvirkin. Raddir hinna ofsóttu „Það hefur orðið mikill eignabruni, ekki samt hjá venjulegu fólki.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG og fjármálráðherra. „Ég er orðlaus yfir öllum þessum velvilja og öllu þessu yndislega fólki sem býr í þessu landi.“ Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri í Skaftárhreppi. „Galin aðgerð.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um þær hug- myndir að skattleggja lífeyrissjóðina. „Djöfull hitti ég hann …“ Freyja Viðarsdóttir gerði sig- urmark KR gegn Breiðabliki með þrumufleyg. „Já, þá náum við honum. Bannaðu hann á föstudag.“ Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóri Manchester United, við fjölmiðlafulltrúa félagsins. Hann var óánægður með spurningu blaðamanns. „Það var agalegt að horfa hér út um gluggann og sjá bara svart og heyra vælið í fénu.“ Helgi Vilberg Jóhannsson, bóndi á Arnardrangi í Landbroti, komst ekki út til að bjarga lömbunum þegar öskufall var sem mest. Nokkur drápust. „Ég hefði kannski átt að láta mig detta eins og stelpa en gerði það ekki.“ Daníel Laxdal Stjörnumaður sagði KR- inginn Baldur Sigurðsson hafa brotið á sér. „Af persónulegum ástæðum Grétars valdi ég hann ekki.“ Ólafur Jóhannesson, lands- liðsþjálfari í fótbolta. Grét- ar Rafn Steinsson gaf kost á sér í leik gegn Dönum en verður ekki með. „Mér líður eins og strætó hafi keyrt yfir mig.“ Þorvaldur Blöndal var þreyttur eftir að hann varð tvöfaldur Norð- urlandameistari í júdó. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.