SunnudagsMogginn - 29.05.2011, Síða 24
24 29. maí 2011
KVENLEIKI Steinunn Ketilsdóttir danshöfundur og HildigunnurRúnarsdóttir tónskáld vinna saman. Þær þekktust
ekki fyrir. „Við hittumst nokkrum sinnum eftir að við fórum að vinna saman,
ræddum ýmsar hugmyndir og hún byrjaði á því að semja músíkina. Við hentum
hugmyndum á milli okkar, og síðustu daga hef ég verið að leggja lokahönd á dans-
verkið. Þetta er ný leið fyrir mér, mjög krefjandi en skemmtileg; venjulega bý ég til
dansverkið og síðan kemur músíkin ofan á það,“ segir Steinunn.
„Hugmyndin að verkinu kom upphaflega frá mér; við ræddum um lífið og til-
veruna og dauðann – svo spratt verkið einhvern veginn upp úr samtölum okkar.
Það má segja að þetta sé aðeins lítið brot af verki því það er svo stutt en auðvitað er
þetta samt heilt verk. En ég held ég hafi ekki gert svona stutt dansverk síðan ég var
í skóla!“
Steinunn dansar sjálf í verkinu. „Ég leik mér með ýmislegt, t.d. kvenlíkamann; ég
ætla að reyna að sýna bæði ljótleikann og húmorinn í því sem við þekkjum líklega
best sem hið fagurfræðilega við mjúkar, kvenlegar hreyfingar.“
Hildigunnur Rúnarsdóttir tónskáld og Steinunn Ketilsdóttir dansari og danshöfundur.
Morgunblaðið/Ernir
Boðið er til dans- og tónlistarveislu á þriðju-
dagskvöld í Tjarnarbíói. Frumflutt verða sex
stutt verk eftir jafn mörg pör; danshöfund og
tónskáld. Ferlið hefur verið tekið upp og verða
sex sjónvarsþættir Jónasar Sen og Jóns Egils
Bergþórssonar sýndir á RÚV næsta vetur. Bryn-
dís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Frank Aarn-
ink slagverksleikari flytja tónlistina. Sunnu-
dagsmogginn ræddi við danshöfundana.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
HRINGRÁS Líf og dauði eru í huganum, segir LáraStefánsdóttir danshöfundur við Sunnu-
dagsmoggann þegar hún er spurð um þema verksins sem þau Áskell
Másson tónskáld kalla Hvíta skugga.
„Hugurinn birtist sem grunnur allrar reynslu – uppspretta bæði ham-
ingju og þjáningar, bæði lífs og þess sem við köllum dauða. Sennilega er
hugmyndin sprottin af okkar eigin reynslu. Okkur langaði að hafa verkið
mystískt en samt einfalt og hreint í forminu; maður fær oft hugmynd,
flækir hana rosalega mikið en endar svo aftur á einfaldleikanum. Það má
segja að þetta sé abstrakt hugmynd um líf og dauða. Það er í raun ekkert
nýtt í þessari hugmynd þar sem ekkert er nýtt undir sólinni,“ segir Lára.
„Dauðinn er eitthvað sem allir þurfa að gera upp við sig, hvort sem er
huglægt eða veraldlega,“ bætir hún við.
Láru þykir afar skemmtilegt að gera jafn stutt verk og þetta, „en vissu-
lega yrði gaman að þróa hugmyndina og gera úr henni stærra verk.
Margir möguleikar eru á því.“
Lára segir tónlistina hafa orðið til á undan. „Ég heyrði fyrsta uppkast
hjá Áskeli að tónlistinni, kom með mínar hugmyndir um það sem mér
fannst vanta og sömuleiðis kom hann á æfingu hjá mér og gaf mér
punkta. En tónlistin varð fyrr tilbúin og mér fannst það gefa mér ákveðið
svigrúm til þess að fínpússa dýnamíkina í verk inu að tónlistinni þannig
að úr yrði ein heild.“
Lára dansar sjálf í verkinu og fékk Auði Bjarnadóttur, danshöfund/
leikstjóra sem listrænan ráðgjafa. „Ég nota vídeó mikið til að stúdera
flæðið og þær hugmyndir sem ég nota, en þegar komið er að perform-
ansinum og maður er að dansa sjálfur í verkinu, er mjög gott að fá ein-
hvern sem maður treystir til þess að fá góða, listræna ráðgjöf.“
Lára Stefánsdóttir á æfingu Hvítum skuggum í Tjarnarbíói.
Morgunblaðið/Ernir
SPEGLUN Í grísku goðafræðinni segir af Narkissos, fögrum unglingi semhreifst svo mjög af eigin spegilmynd vegna álaga, að hann
breyttist í samnefnt blóm. Af Narkissos þessum segir líka í verki Sigríðar Soffíu Níels-
dóttur og Þórarins Guðnasonar, Bergmáli.
Jónas Sen paraði þau Sigríði Soffíu og Þórarin saman en áður þekktust þau ekkert. Hún
segir það skemmtilega reynslu að kynnast nýjum listamanni með því að semja með hon-
um verk. „Við höfum notað söguna af Narkissosi og Echo sem innblástur; vinnum með
bergmál og speglun, bæði sjónrænt og í tónlistinni. Ég notaði speglun mikið bæði í dans-
smíðunum og dansa á spegilfleti. Tóti vann einnig með lagbúta sem hægt er að spila aftur
á bak og áfram. Bergmál og speglunin var því aðal innblástur verksins.“
Ekki er tími fyrir upphaf, miðju og endi eins og fólk á að venjast en Sigríður Soffía kann
því mjög vel að semja það sem hún kallar örverk. „Við reynum að ná fram eins góðri
stemningu og við getum á svona stuttum tíma. Þetta hefur verið mjög skemmtileg sam-
vinna.“ Hún dansar sjálf „og líklega syng ég lag sem hann samdi, en verkið er reyndar
enn allt í mótun,“ sagði hún í vikulokin.
Sigríður Soffía Níelsdóttir danshöfundur og Þórarinn Guðnason tónskáld
Morgunblaðið/Ernir
Öll líkamstjáning er á