SunnudagsMogginn - 29.05.2011, Side 25

SunnudagsMogginn - 29.05.2011, Side 25
TUNGAN „Við höfum aldrei unnið saman áður en nánast straxeftir að við hittumst komumst við að mjög skýrri nið- urstöðu um hvað okkur langaði að vinna. Það er íslenska tungan; reyndar í víð- ari skilningi en margir myndu leggja í orðið,“ segir Erna Ómarsdóttir danshöf- undurinn sem semur verkið Íslenska tungan ásamt tónskáldinu Ólöfu Arnalds. „Meira vil ég helst ekki gefa upp um verkið í bili!“ bætir hún svo við og hlær. Báðar eru Erna og Ólöf mikið á flakki, Erna til að mynda stödd í Belgíu þegar blaðamaður nær af henni tali. „Við höfum hist stuttlega og unnið í hugmyndinni en verkið hefur að miklu leyti orðið til í gegnum nútíma samskiptatækni, int- ernetið og Skype,“ segir hún. „Okkur finnst báðum gaman að fikta við listform hinnar. Ég nota röddina og Ólöfu finnst líka gaman að dansa. Við verðum báðar á sviðinu og verkið er ein góð heild; Ólöf er í raun ekki að gera tónlist fyrir dans og ég ekki að semja dans fyrir tónlist. Samvinnan er meiri en svo og mörkin ekki skýr.“ Erna er spennt fyrir sjónvarpsþáttunum sem framleiddir eru samhliða dans- og tónlistarverkefnunum. „Ég held að það verði mjög áhugavert fyrir fólk að kynnast því hvernig listamenn vinna og skapa því ferlið getur verið svo mis- munandi. Þegar leikrit er sett upp er það yfirleitt gert eftir tilbúnu handriti en við vinnum allt öðruvísi og það er mikil áskorun fyrir okkur báðar. Ég er vön því að gera klukkutíma verk þannig að mér finnst örverk eins og þetta, fimm til sjö mínútur, mjög stutt og því liggur dálítið önnur hugsun að baki en venjulega. Svo getur vel verið að Ólöfu finnist þetta frekar langur tími. Það er misjafnt hvernig fólk lítur á hlutina.“ Henni finnst samstarfið skemmtileg tilraun og vel getur verið, segir Erna, að hugmyndin verði þróuð áfram í frekara samstarfi. „Ólöfu finnst mjög spennandi að hugsa þannig að hægt sé að fara fleiri leiðir en hina hefðbundnu við að skrifa nótur og það er um leið áskorun fyrir mig að skoða aðrar leiðir til að semja.“ Ólöf Arnalds tónskáld og danshöfundurinn Erna Ómarsdóttir. Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson ALLT ER DANS Þorvaldur Þorsteinsson rithöfundur er hvergi sjáanlegur íverki Helenu Jónsdóttur og Hilmars Arnar Hilmarssonar. Eða hvað? Helena og Hilmar vinna nú saman í fyrsta skipti en hún segir þau fljótlega hafa hitt á sama tón. „Fólk hefur ákveðnar hugmyndir um hvað dans er en fyrir mér er öll líkamstjáning sem við notum í daglegum samskiptum ákveðinn dans. Við lesum oft hraðar úr því hvað líkaminn segir en röddin. Hvort tekurðu meira mark á orðum mínum eða líkama ef ég krosslegg hendur, halla undir flatt, horfi tortryggilega á þig og segi: Mikið er gaman að sjá þig?“ Helena nefnir að algengasta danssýning sé tekin sem eðlileg hreyfing: „Ímyndaðu þér fyrirlestur; ef þú sleppir tölvunni og hlýðir á tónlistina flæða inn um gluggann, t.d. fuglasöng eða nið frá bíla- umferðinni, þá sérðu dansverk þegar kennarinn veður fram og til baka við skólatöfluna og baðar úr höndunum þar sem hann reynir að koma sínu hjartans máli til okkar sem hlustum.“ Líkaminn er ekki bara til þess að færa hausinn á milli staðan eins og sumir virðast halda, segir Helena. „Við lítum stundum á þetta tvennt sem aðskilda hluti en það er ein heild. Og dansinn er jarðtengingin sem okkur veitir sannarlega ekki af.“ Friðgeir Einarsson fer með aðahlutverkið í verkinu og þar kemur að þætti Þorvaldar sem nefndur var í upphafi. Hreyfingarnar eru í raun hans. „Við gáfum honum ákveðið efni til að tala um, tókum hann upp á vídeó og höfum setið sveitt og horft á það fyrir framan spegil til að læra hreyfingarnar!“ Morgunblaðið/Ernir Danshöfundurinn Helena Jónsdóttir, Friðgeir Einarsson dansari og Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld. MISSKILNINGURVerk MargrétarBjarnadóttur dans- höfundar og tónskáldsins Daníels Bjarnasonar spratt upp úr verki sem hún vann að í Hamborg á síðasta ári. „Þar var ég að vinna með fyrirbærið misskilning og notaði spegla til þess að kalla fram sjón- rænan misskilning.Okkur fannst upplagt að halda áfram á þeirri braut. Ekki síst vegna þess að verkið er annars vegar sýnt í Tjarn- arbíói þar sem hver áhorfandi hefur sitt persónulega sjónarhorn á verkið eftir því hvar hann situr. Speglarnir gera það að verkum að sjónarhornin á verkið eru ólík og í raun jafn mörg og áhorfendur. Hinsvegar verður verkið tekið upp fyrir sjónvarpsþátt sem verið er að gera samhliða og þá sést það aðeins með auga myndavélarinnar, frá einu sjónarhorni, hinu „fullkomna“ sjónarhorni,“ segir Margrét. Dansinn og tónlistin hafa orðið til samhliða. „Við Daníel ákváðum að hann yrði með okkur í stúdíóinu; hann situr við skrifborð, horfir á okkur og semur. Það er mjög gott að geta átt í beinu samtali við hvort annað. Daníel getur kommenterað á hreyfingarnar og ég get brugðist beint við tónlistinni. Verkið er stutt og okkur fannst þessi vinnuaðferð henta mjög vel í þessu tilfelli.“ Margrét segir tónlistina skipta sig miklu máli. „Oft sleppi ég því að nota tónlist ef sambandið þarna á milli er ekki skýrt. Ég vil síður að hún sé skraut ofan á dansinn eða að dansinn sé myndskreyting á tónlistinni. Þá vil ég frekar sleppa henni. En þegar við Daníel vinnum hlið við hlið í stúdíóinu getum við haft meiri áhrif á hvort annað í sköpuninni þannig að tónlistin og dansinn styðja hvort annað.“ Margrét notar alla jafna texta í dans verkum sínum en ekki nú. „Þetta er svo stutt að í verkinu er ekki upphaf, miðja og endir heldur reynum við að skapa einhvers konar dáleiðandi ástand.“ Dansarar í verkinu eru Saga Sigurðardóttir og Valgerður Rúnars- dóttir. Margrét Bjarnadóttir danshöfundur og Daníel Bjarnason tónskáld. Morgunblaðið/Ernir ákveðinn dans

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.