SunnudagsMogginn - 29.05.2011, Síða 40

SunnudagsMogginn - 29.05.2011, Síða 40
40 29. maí 2011 Lífsstíll Þ að er eitt gott við það hvað veturinn entist lengi. Þá finnst manni sumarið einhvern veginn komið fyrr. Vorið kom eiginlega ekki svo að um leið og það fór að hlýna svolítið fannst manni bara komið sumar. Það er nú samt ekki alveg komið enda er bara miður maí og dálítið langt í hásum- ar. Samt er það á næsta leiti og ligg- ur alltaf nokkur eftirvænting í loft- inu eftir bjartari tíð. Evróvisjón kemur þessu öllu ágætlega af stað þegar fólk notar tækifærið til að grilla og halda fyrsta almennilega partí sumarsins. Nú í lok maí er stemningin að verða komin á suðu- punkt enda júní og júlí framundan. Auðvitað vonumst við öll eftir jafn- góðu veðri og í fyrra. Það hefur mikið að segja. En þótt það rigni og blási skemmtum við okkur samt. Hlökkum til að kúldrast í tjaldi, fara í bústaðinn, ferðast og njóta samvista sem verða allt öðruvísi í birtu og yl sumarsins. Golffólk gleðst líka þegar það getur verið á golfvellinum liggur við alla nóttina og sumir geyma húsverkin fram að miðnætti. Birtan gerir einmitt sumarið svo skemmtilegt og spennandi. Það er allt í lagi að fara í ferðalag seinnipart á föstu- degi og keyra fram á nótt af því að það er bjart. Ein- hvern veginn liggur ekkert á því það kemur aldrei nótt. Þannig liggur oft ekkert á því að fara að sofa. Oft tekur maður eftir þessu vandamáli á björtu sum- arkvöldi. Þá finnst manni tilvalið að fara út að ganga í kringum miðnættið. Eða taka til þegar maður kemur heim úr mat- arboði um tvöleytið. Mörgum finnst líka erfitt að sofna í birtunni og nota sérstakar gardínur til að loka birtuna úti. Persónulega finnst mér fátt betra en að sofna og vakna í birtu. Á það jafnvel til að draga að- eins frá svo að hún nái að flæða óhindrað inn. Kannski er ég skrýtin en mér finnst þetta mjög notalegt og finnst ekkert erfitt að sofna svona. Lífið fær á svo margan hátt á sig nýjan svip á sumrin. Það er eins og fólk komi út úr híði sínu og fyllist krafti. Krafti til að halda matarboð, ganga á fjöll og gera ýmislegt sem manni dettur einhvern veginn ekki í hug að gera á veturna. Þá er sófinn bara oft svo allt of heillandi og kuldaboli leiðinlegur. Nú er því rétti tíminn til að nota sól og blíðu til að drífa sig af stað. Njóta, vera og upplifa spennandi og skemmtilega sumarhluti. Sumar og sól Loksins er veturinn búinn og styttist í sumarið. Nú er um að gera að nýta sólina og birtuna sem vítamínsprautu. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg ’ Þótt það rigni og blási skemmtum við okkur samt. Hlökkum til að kúldr- ast í tjaldi, fara í bú- staðinn, ferðast og njóta samvista sem verða allt öðruvísi í birtu og yl sumarsins. Nú er kominn sá árstími þegar hægt er að halda al- mennilegt garðpartí. Fyrst er náttúrlega að vera búin/n að taka til og gera garðinn snyrtilegan og fínan. Hressa upp á grillið, hreinsa garðhúsgögnin og gera allt saman fínt. Svo er að bjóða til sín góðum vinum. Bera fram eitthvað svalandi og sumarlegt að drekka og grilla eitt- hvað gómsætt. Það er sniðugt að vera með teppi úti í garði til að geta setið enn lengur úti. En auðvitað er líka bara fínt að færa samkvæmið inn fyrir þegar líða tekur á kvöld. Eða bjóða fólki upp á kaffi eða kakó til að fá smá yl í kroppinn. Sumarleg grillpartí Ólífur eru girnilegt meðlæti eða góðar sem forréttur Morgunblaðið/Kristinn Ferðalög fylgja sumrinu hjá mörgum. Sumir skreppa í sumarbústað á meðan aðrir skella upp tjaldi. Það er allt- af gaman að keyra dálítið út fyrir bæinn sinn og skoða nýjar slóðir. Sérstaklega ef veðrið er gott. Þá er lítið mál að tjalda, fá sér göngutúr og prófa nýjar sundlaugar. Það er líka um að gera að mikla ekki ferðalögin of mikið fyrir sér. Þú þarft ekkert að fara svo ýkja langt og til að spara bensínkostnaðinn er tilvalið að fara nokkur saman í hóp. Fyrir þá sem vilja skemmta sér ærilega er góð hugmynd að þefa uppi sveitaball og tjalda í nágrenni þess. Hinir sem vilja vera í rólegheitum ættu frekar að finna sér tjaldstæði úr almannaleið. Það er nóg til af þeim og um að gera að nýta sér ferðavefi og bækur um Ísland til að finna þau. Leyfum okkur að vera ferða- menn í eigin landi og njótum þess að eyða sumrinu inn- an landsteinanna. Útilega og sveitaball Það getur verið gott að hafa stígvélin með. Frappó hefur verið mjög vinsælt hér á landi þegar hlýnar í veðri. Um er að ræða kaldan kaffidrykk sem gerður er úr kaffi, sírópi og klökum. Sann- arlega meira frískandi drykkur en heitt kaffi þegar veðrið er gott. Drykk- ur þessi fyrirfinnst í ýmsum útgáfum um allan heim og er vinsæll í Banda- ríkjunum, Bretlandi og fleiri stöðum. Sterkur kaffiís Víetnamska heitið fyrir slíkan kaffi- drykk hljómar ef til vill nokkuð fram- andi. En „ca phe sua da“ stendur þó aðeins fyrir þau þrjú hráefni sem í drykkinn þarf; kaffi, mjólk og klaka. Sua kallast sæt, niðursoðin mjólk sem notuð er í drykkinn þar í landi og verður áferð hennar til þess að drykk- urinn líkist nokkuð bráðnuðum kaffi- ís. Mikilvægt er að kaffið sé vel sterkt til að drykkurinn verði góður. Í hið víetnamska frappó skal nota tvær til þrjár matskeiðar af niðursoð- inni mjólk á móti 15 grömmum af dökku möluðu kaffi í 160 ml af sjóð- andi heitu vatni og klaka. Byrjið á að hella mjólkinni í hristara og hristið vel saman við klakann og kaffið. Svo er allt í lagi að nota smávegis síróp ef manni finnst kaffibragðið vera yf- irgnæfandi. Slíkt síróp má kaupa bæði í matvöruverslunum og sér- vöruverslunum með te og kaffi og fæst það í ýmsum bragðtegundum. Kalt og frísk- andi frappó Svalandi frappó með kaffiklökum er góður á heitum sumardegi.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.