SunnudagsMogginn - 29.05.2011, Page 43
29. maí 2011 43
sögu í 10 ár og ég var svo hrædd um að
gera þetta á rangan hátt,“ segir Naja Mar-
ie. Hún bætir við að þegar fyrstu sögunni
lauk hafi henni liðið eins hún hefði búið til
nýjan stíl sem hentaði smásögunum og því
hafi restin verið fljótskrifuð.
Naja Marie segist hafa skrifað bókina
fyrir nokkrum árum þegar mikil velmeg-
un ríkti á Norðurlöndum og landar hennar
í Danmörku voru að hennar mati orðnir
mjög gráðugir og sjálfhverfir. Hún hafi
velt því fyrir sér af hverju fólk fyndi ekki
þörf hjá sér til að deila ríkidæmi sínu á
einhvern hátt og það hafi verið ástæðan
fyrir því að hún hóf að skrifa Bavíana, hún
hafi viljað rannsaka þetta breytta viðhorf.
„Áður fyrr hefði fólk beðist afsökunar ef
það hefði rekist óvart utan í aðra mann-
eskju á göngu sinni en á þessum tíma
skipaði það viðkomandi að færa sig,“ segir
Naja Marie. Hún segir að sér finnist efn-
ishyggja hafa tröllriðið öllu á þessum tíma
auk þess sem útlitsdýrkun hafi verið mik-
il. Allt hafi snúist um að líta vel út, vera í
góðu formi og fallegur. Hún hafi viljað
gera þessum breytta hugsunarhætti og
áherslu á líkamann skil í bókinni. „Ég
þurfti að finna upp tungumál sem var
mjög líkamlegt fyrir sögurnar. Þess vegna
er ekki mikið um lýsingar á tilfinningum
persónanna í bókinni heldur er áherslan á
líkamann. Líkaminn mætir heiminum í
sögunum,“ segir hún.
Hún segist líka hafa lagt sig fram við að
hafa sögurnar kraftmiklar og skipta þeim
niður í nokkurs konar stuttar senur, rétt
eins og um bíómynd væri ræða. Áherslan
sé á núinu og lítið um endurlit til dæmis og
greini þetta Bavíana frá fyrri smásagna-
söfnum hennar. Hún hafi viljað koma tíð-
arandanum inn í tungumálið og þess
vegna hafi það á endanum verið svona
óþægilegt og snert við fólki þegar bókin
kom út. Hún hafi viljað neyða fólk til að
horfast í augu við raunveruleikann og
skilja að oft er það aðeins einu skrefi frá
persónunum í bókinni, þetta velti allt á
ákvörðunum sem það taki.
Nýtt skref
Naja Marie segir það hafa skipt sig miklu
máli að fá Bókmenntaverðlaun Norð-
urlandaráðs og það hafi á sama tíma kom-
ið henni óvart. Árið áður hefði Sara Strids-
berg hlotið verðlaunin og Naja Marie átt
bágt með að trúa því að kona fengi verð-
launin tvö ár í röð, hvað þá yngri kona en
Stridsberg og það fyrir svona „villta“ bók
eins og hennar. „Þetta skiptir svo miklu
máli af því að þessu fylgir að bókin verður
þýdd á hin ýmsu tungumál og það voru
bæði tímamót fyrir mig og veitti mér
mikla ánægju,“ segir hún.
Naja Marie vinnur nú að sinni fyrstu
skáldsögu og segir hún þetta vera nýjan
heim fyrir sér og hann geti bæði verið
þreytandi og erfiður. Hún þurfi að skrifa á
allt annan hátt en hún gerði í Bavían-
anum, hún geti ekki skrifað heila skáld-
sögu á jafn nærgöngulan hátt og smá-
sagnasafnið og auk þess sé erfitt að þurfa
sífellt að vinna með sömu hugmyndina.
Hún segist, rétt eins og þegar hún byrjaði
á smásagnasafninu, hafa þurft að finna
rétt stílinn fyrir skáldsöguna, hún hafi
byrjað að nota þann sama og í Bavían-
anum og það hafi ekki gengið upp. Nú hafi
hún hins vegar fundið rétta stílinn og geti
því haldið áfram. „Ég nýt þess að skrifa,“
segir Naja Marie að lokum.
’
Ég þurfti að finna
upp tungumál sem
var mjög líkamlegt
fyrir sögurnar. Þess vegna
er ekki mikið um lýsingar
á tilfinningum persónanna
í bókinni heldur er áherslan
á líkamann. Líkaminn
mætir heiminum
í sögunum.“
Naja Marie Aidt hefur skrifað 8 ljóðasöfn, 3 smásagnasöfn, kvikmyndahandrit og nokkur leikrit og fékk heiðursverðlaun Gyldendal nýlega fyrir höfundaverk sitt fram að þessu.
Morgunblaðið/Ómar
á umferðareyju aleinn og dulítið drukkinn
beindi ég bununni að bílum morgunsins á mánudegi í regni
brúmm brúmm og lakkið endurspeglaði mig aftur og aftur
þennan donkíkóte í þörf fyrir vindmyllur
og ör tímans fór í allar áttir
þá stóðstu þarna við hlið mér á lakkinu
barasvonaaltíeinu
donkíkóte og guð almáttugur hlið við hlið og nú rigndi á okkur báða
vænt um að sjá þig sagði égsjálfur
og eitthvað inní mér hvíslaði miðlungshátt :
jasa – er hann fallinn eða hafa vindmyllurnar loksins birst mér
(einskonar tvær spurningar í boðhætti báðar)
ég vissi af fyrri reynslu
að þú sagðir ekki margt en nú var mér virkilega mál :
hversvegna og og afhverju? sagði égsjálfur með öskrandi andliti
og hér var hvorki spurning né vænting um svar
enda bros á hverjum hnefa sem ég hef reitt frá barnæsku
þá reifstu sundur tjaldið og andlitin á bakvið þurrkurnar sviptust til
og húsin við Hringbraut rifnuðu við númer sjö
og himinninn með skýjum og fuglum og einni flugvél frá Icelandair
fylgdu með barasvonasísonaalltíeinu
og allt varð hljótt í eyrum og augum og allt varð hljótt í munni mér
og núna í dúr og núna í moll köfnuðu allar spurningar okkar frá upphafi tíma
barasvonasísonaalltíeinu
þá rann veröldin að mér og allt allra tíma eins og alda
eins og hljóðlát alda sem kyssti fætur mína og læri og fyllti lungu mín
og þá kom svarið sem hvorki var gefið með orði eða mynd
ótengt orsök eða afleiðingu þroska eða þekkingu :
hér var ég og ég var guð og guð hjálpi honum að hann var ég
ég renndi upp
Þegar égsjálfur hitti guð
G. Karl Gudmundsson