SunnudagsMogginn - 29.05.2011, Page 44

SunnudagsMogginn - 29.05.2011, Page 44
44 29. maí 2011 Goblin War - Jim C. Hines bbbbn Bókaserían um svartálfinn Jig snýr hefðbund- inni fantasíu á hvolf. Venjan er sú að svartálfar í slíkum bókum eru mjög lágar hraðahindranir á leið hetjunnar að markmiði sínu eða ódýrt örv- afóður í herjum illra keisara. Í bókunum um Jig eru svartálfar (e. goblins) hins vegar mið- punktur sögunnar og hefðbundnu hetjurnar, prinsinn, galdrakarlinn og dvergurinn, eru til- litslaust, árásargjarnt lið sem ryðst inn í líf Jigs í leit að fjársjóði og frægð. Jig er hin raunverulega andhetja. Hann er heig- ull af æðstu gráðu, hann er lítill og aumur og til að bæta gráu ofan á svart þá er hann nærsýnn í heimi þar sem svartálf- ar hafa ekki aðgengi að augnlæknum. Svartálfar eru þess fyrir utan svikulir sem nöðrur þannig að Jig stafar ekki aðeins hætta af æv- intýramönnunum heldur ekki síður af meðlimum eigin ættbálks, sem eru allt eins líklegir til að stinga Jig í bakið og að hjálpa honum. Einu vinir hans er gæluköngulóin hans Smudge og guð sem allir aðrir en Jig eru búnir að gleyma. Goblin War er þriðja bókin í seríunni um Jig. Hann hefur áður þurft að glíma við dreka og álfadrottningar, en nú þarf hann að takast á við ennþá alvarlegri ógn. Eins og við er að búast er hann ófús til verksins. Bækurnar um Jig eru stórskemmtilegar og bráðfyndnar og ég lofa því að enginn mun líta skrýmsli eins og svartálfa sömu augum eftir lestur þeirra. Leviathan - Scott Westerfeld bbbbn Árið er 1914 og Evrópa rambar á barmi heims- styrjaldar, en heimurinn er hins vegar ekki sá sem við eigum að kynnast. Í bókinni Leviathan, sem er fyrsta bókin í samnefndri seríu, gerist í heimi sem þróaðist með eilítið öðruvísi hætti en sá sem við búum í. Þjóðverjar og Austurrík- ismenn hafa náð miklum framförum í vélaverk- fræði og eru herir þeirra búnir gangandi skrið- drekum á stærð við orrustuskip. Bretar búa hins vegar að því að Charles Darwin uppgötvaði ekki aðeins þróunarkenninguna heldur fann einnig DNA og hafa Bretar lagt stund á mikla erfða- verkfræði og fljúga um í lifandi loftskipum. Við fylgjumst með tveimur ungmennum, óskilgetnum syni austurísks erkihertoga og breskrar stúlku sem þykist vera strákur til að geta gengið í flugherinn. Sagan fellur í undirflokk vísindaskáldskapapar sem kallaður er steampunk og er flokkuð sem bók fyrir „unga full- orðna“ en lesendur á öllum aldri eiga að geta notið hennar. Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Erlendar bækur 8.- 21. maí 1. Léttara og betra líf - Lene Hans- son / Vaka- Helgafell 2. 10 árum yngri á 10 vikum - Þor- björg Haf- steinsdóttir / Salka 3. Matur sem yngir og eflir - Þor- björg Hafsteinsdóttir / Salka 4. Ég man þig - Yrsa Sigurð- ardóttir / Veröld 5. Engan þarf að öfunda - Barbara Demick / Ugla 6. Djöflastjarnan - Jo Nesbø / Undirheimar 7. Sláttur - Hildur Knútsdóttir / JPV útgáfa 8. Myrkraslóð - Åsa Larsson / JPV útgáfa 9. 25 gönguleiðir á Hvalfjarð- arsvæðinu - Reynir Ingibjarts- son / Salka 10. Konan í búrinu - Jussi Adler- Olsen / Vaka-Helgafell Frá áramótum 1. Ég man þig - Yrsa Sig- urðardóttir / Veröld 2. Betri nær- ing - betra líf - Kolbrún Björns- dóttir / Veröld 3. Djöflastjarnan - Jo Nesbø / Undirheimar 4. Léttir réttir Hagkaups - Friðrika Hjördís Geirsdóttir / Hagkaup 5. Morð og möndlulykt - Camilla Läckberg / Undirheimar 6. Ljósa - Kristín Steinsdóttir / Vaka-Helgafell 7. Svar við bréfi Helgu - Berg- sveinn Birgisson / Bjartur 8. Candida sveppasýking - Hallgrímur Þorsteinn Magn- ússon / Salka 9. Sjöundi himinn - James Patterson / JPV útgáfa 10. Fátækt fólk - Tryggvi Emilsson / Forlagið Listinn er byggður á upplýsingum frá Bókabúð Máls og menningar, Bókabúðinni Eskju, Bókabúðinni Hamraborg, Bókabúðinni Iðu, Bóka- búðinni við höfnina Stykkishólmi, Bóksölu stúdenta, Bónus, Hag- kaupum, Kaupási, N1, Office 1, Pennanum-Eymundssyni og Sam- kaupum. Rannsóknasetur verslunarinnar annast söfnun upplýsinga fyrir hönd Félags íslenskra bókaútgefenda. Bóksölulisti Lesbókbækur W illiam E. Dodd sagnfræðingur var að verða úrkula vonar um að sér tækist að ljúka við þriggja binda stórvirki sitt um sögu Suðurríkjanna vegna anna í háskólanum, sem hann kenndi við í Chicago, þannig að honum datt í hug að tækist honum að næla í sendiherrastöðu þar sem lítið væri að gera yrði honum eitthvað úr verki. Hann kom því þess vegna á framfæri við Bandaríkjastjórn að hann gæfi kost á sér sem sendiherra í Belgíu eða Hollandi. Ör- lögin höguðu því hins vegar þannig að um þetta leyti leitaði Franklin D. Roosevelt að manni til að gegna stöðu sendiherra í Þýskalandi og hafði hver maðurinn á eftir öðrum hafnað starfinu. Loks kom nafn Dodds upp og hann tók starfið að sér. Dodd varð því fyrsti sendiherrann, sem skipaður var í Þýskalandi eftir að Hitler komst til valda. Saga Dodds í Þýskalandi er efniviður bókar Er- iks Larsons, In the Garden of Beasts: Love, Terror, and an American Family in Hitler’s Berlin, og hún er hin ævintýralegasta. Dodd fer með alla fjölskylduna til Berlínar og segir strax í upphafi að hann ætli ekki að berast á heldur reyna að komast af á sendiherralaununum. Hann tekur með sér gamla bílinn sinn og notar hann í stað þess að fara um á glæsikerru eins og sendiherra er siður. Andúð hans á prjáli og vellyst- ingum gerir að verkum að hann lendir upp á kant við undirmenn sína, sem sjá ekkert athugavert við þennan lífsmáta og reyna jafnt og þétt að grafa undan honum við yfirboðara sína í Washington. Ekki hjálpar til að þeim þykir hann láta ímugust sinn á Hitler og valdaklíku hans hafa of mikil áhrif á störf sín. Þeir vilja ekki styggja Hitler. Dóttir Dodds, Martha, leikur stórt hlutverk í bókinni. Hún er mjög upp á karlhöndina og mynd- ar náin tengsl inn í innsta valdakjarna Þýskalands. Þar koma við sögu menn eins og Ernst „Putzi“ Hanfstaengl, sem átti um tíma trúnað Hitlers, og Rudolf Diels, sem var yfirmaður Gestapo 1933 til 1934 og átti í nánu sambandi við sendiherradótt- urina. Í eitt skipti er meira að segja reynt að leiða hana og Hitler saman. Annar ástmaður hennar er Boris Winogradov, háttsettur erindreki í sovéska sendiráðinu. Hann var vitaskuld á snærum leyni- þjónustunnar NKVD, sem sá ýmsa möguleika í sambandi þeirra og reyndi að nýta sér þá. Eins og gefur að skilja var samband dóttur hins dagfar- sprúða sendiherra við yfirmann ógnvaldsins Ges- tapo og háttsettan útsendara hinna illræmdu Sov- étríkja eldfimt mál. Dodd kemur til Þýskalands skömmu eftir að Adolf Hitler kemst til valda. Þótt öfgar nasista væru augljósar var einnig auðvelt að leiða þær hjá sér og daglegt líf í Berlín gat virst áhyggjulaust. Dodd hefur frá upphafi óbeit á nasistum og þótt hann að ákveðnu marki deili fordómum þeirra gegn gyðingum eru aðferðir þeirra eitur í hans beinum. Dóttir hans hins vegar hrífst af krafti nas- ista. Framan af leitast hann þó fremur við að koma gagnrýni sinni fram eftir diplómatískum leiðum og reynir að draga úr neikvæðri umfjöllun fjölmiðla. Hann áminnir ráðamenn nasista með föð- urlegum hætti og í einni ræðu beitir hann sagn- fræðinni til að rekja hvernig ávallt fari fyrir ógn- völdum á endanum. Yfirboðarar Dodds í Washington eru lítt hrifnir af þessu framferði sendiherrans og vilja að hann leggi alla áherslu á að Þjóðverjar haldi sig við skilvísar afborganir. Larson lýsir því hvernig ógnin og óttinn magn- ast í Þýskalandi eftir því sem á líður. Enginn treystir neinum. Óvarleg orð geta kostað lífið. Heimili sendiherrans verður eins og vin í eyðimörk þar sem fólk getur um frjálst höfuð strokið. Gagnrýni Dodds verður líka hvassari eftir því sem á líður og þegar andstæðingum hans í utanríkisþjónustunni tekst loks að fá hann kallaðan heim gerir hann það að köllun sinni að vara við hættunni af Þýskalandi. Einkar heillandi bók um sérlega óaðlaðandi tíma. Dodd-fjölskyldan kemur til Þýskalands. Dóttirin Martha er lengst til vinstri og sendiherrann annar frá hægri. Séð og heyrt í þriðja ríkinu Þegar nasistar komust til valda sendi Franklin D. Roosevelt skemmtanafælinn sagnfræðing ásamt skemmtanaglaðri dóttur sinni til Berlínar til að standa uppi í hárinu á Hitler. Karl Blöndal kbl@mbl.is Adolf Hitler hélt Þýskalandi í ógnargreipum.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.