SunnudagsMogginn - 29.05.2011, Side 47

SunnudagsMogginn - 29.05.2011, Side 47
29. maí 2011 47 S vona eru þá vistarverur íslenskunnar. Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnús- sonar í íslenskum fræðum, situr á stjórnborða í flaggskipi íslenskrar tungu, er við annan enda langborðs í rúmgóðu fundarherbergi eða káetu, og varla að sjáist í veggina fyrir bókum. Innan um þær eru högg- myndir af Jónasi Kristjánssyni, fyrsta forstöðumanni Árnastofnunar, og Þorsteini M. Jónssyni, sem gaf bóka- safn sitt og peningasjóð til stofnunarinnar til að styðja hana í bókakaupum. „Sá sjóður hefur hjálpað okkur niðurskurðarárin, þegar skorið er niður til flestra hluta,“ segir Guðrún. „Það á einnig við um stóra peningagjöf frá Jenny Jochens, þekktri fræðikonu sem dvelur oft hjá okkur. Hún stofnaði bókasjóð til minningar um dóttur sína Birgit Baldwin. Þessir tveir bókasjóðir hafa verið mikilvæg líflína á síð- ustu árum, fyrir vikið höfum við getað keypt innlendar og erlendar bækur til að halda við því sterka rannsóknar- bókasafni sem við eigum. Öfugt við það sem margir halda er Árnastofnun mjög alþjóðleg stofnun, hingað kemur mikið af útlendingum, nemendum og fræðimönnum.“ Hún lítur í kringum sig. „Það er alltof mikið af bókum hérna,“ bætir hún við og hlær. „Það þarf að koma þeim betur fyrir.“ – Þið hélduð ársfund á dögunum. Þar er auðvitað farið yfir arðsemistölur? „Við sýnum auðvitað okkar arðsemistölur,“ segir Guð- rún brosandi. „Það fannst til dæmis áður óbirt kvæði eftir Hallgrím Pétursson og sagt var frá nýjum verkefnum og afurðum stofnunarinnar, eins og útgáfu Handbókar um íslensku. Þannig notum við tækifærið og segjum frá því sem hæst ber og vekur áhuga almennings á okkar starfi. Við vitum að þau verk munu skila arðsemi í öllu tilliti. Það gerðist fleira á aðalfundinum. Þjóðminjasafnið hef- ur ákveðið að afhenda Árnastofnun hluta af sínum hand- ritum til varðveislu og við fengum fyrsta skammtinn af þeim, gömul og merk skinnbrot með latínu, tíðasöng og margskonar efni, sem er mikill fengur að fá í okkar safn. Það má segja að þetta marki tímamót í safnapólitík, að Þjóðminjasafnið stígi þetta skref, og með því sýnir það mikinn stórhug og metnað. Við erum með fólk sem vinn- ur að varðveislu og rannsóknum á handritum og þess vegna eru þau komin í það samhengi, þar sem þau njóta sín best.“ – Hvaða áherslur er lagt upp með í starfi Árnastofn- unar? „Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum varð til fyrir tæpum fimm árum þegar fimm stofnanir á sviði íslenskra fræða sameinuðust. Hin gamla Árnastofnun, Orðabók Háskólans, Örnefnastofnun Íslands, Stofnun Sigurðar Nordals og Íslensk málstöð. Nú þegar búið er að sameina þessar stofnanir í eina höfum við tækifæri til að vinna enn betur saman en áður. Við erum því miður enn dreifð á fjóra staði í bænum, en við sameinumst á einum stað þegar Hús íslenskra fræða rís, þar sem við verðum til húsa með nemendum og kennurum í íslensku við Háskóla Íslands. Í því húsi verða ekki aðeins stundaðar rannsóknir og kennsla, heldur verður einnig hægt að sýna og miðla handritum og öðrum gögnum stofnunarinnar enn betur til nemenda og almennings.“ – Verður búið betur að handritunum? „Þau eru núna til sýnis í Þjóðmenning- arhúsinu, en þegar við fáum betri híbýli fáum við í fyrsta skipti sveigjanlega og nú- tímalega sýningaraðstöðu. Handritasafn Árna Magnússonar fékk viðurkenningu fyrir tveimur árum þegar UNESCO setti safn hans á varðveisluskrá sína um minni heimsins, sem staðfestir gildi safns Árna, ekki bara handritanna sjálfra sem gripa heldur einnig þeirra frásagna sem þau hafa að geyma. Það leggur okkur þær skyldur á herðar að miðla þeim betur en við höfum gert. Ekki bara okkur, heldur líka Dönum, því hluti af safninu er auðvitað enn í Danmörku. Við höfum gert ýmislegt í því skyni, til dæmis miðlum við þeim stafrænt á vefnum www.handrit.is, þar sem fletta má upp handritabókum og skoða myndir af þeim. Við hlökkum svo til þess að flytja í nýtt húsnæði, sem mun gjörbreyta allri aðstöðu stofnunarinnar.“ – Heldurðu að fjárveiting fáist til að reisa húsið? „Já, það er á stefnuskrá að byggja það. Við bíðum bara eftir því að vera upplýst um hvenær framkvæmdir fari af stað. Hönnuninni er lokið. Ég er bjartsýn á að húsið rísi fyrr en síðar, enda veit ég hvílík lyftistöng það verður.“ – Nú eru 40 ár síðan handritin komu heim? Er það ekki einstakt í samskiptum ríkja að slíkum verðmætum sé skil- að? „Jú, þetta var merkilegur viðburður í samskiptum þjóða að Danir skyldu stíga það skref að afhenda okkur hand- ritin. Handritaskilin sjálf tóku 26 ár eða frá 1971 til 1997. Fyrst komu tvö handrit, Flateyjarbók og Konungsbók eddukvæða, og svo fylgdu hin á eftir smátt og smátt. Og það er merkilegt í sambandi við UNESCO-tilnefninguna, að Danir og Íslendingar skyldu sækja um þá viðurkenningu saman. Við eigum í miklum samskiptum við Árnastofnun í Kaupmannahöfn og ræktum því samstarfið við Dani. Við sjáum það hins vegar á samskiptum annarra þjóða við sín nýlenduveldi, að þeim hefur ekki tekist að ráða vel úr svona málum.“ – Gætum við gert enn betur? „Við þurfum auðvitað meiri mannafla. bæði til að skrá safnið og önnur söfn stofnunarinnar og miðla þeim hraðar út á vefinn,“ segir Guðrún. „Við þurfum meira fé í for- vörslu handrita, að halda þeim við og for- verja þau. Í þriðja lagi viljum við miðla til almennings texta og myndlist handritanna, og líka tónlistinni, með enn mikilvirkari hætti. En við gerum okkar besta, hleypum ungu fólki að og sækjum um styrki. Það er mikilvægt að veita fólki tækifæri til að vinna með frumgögn eins og handrit. Um leið og þú byrjar að vinna með frumheim- ildir, þá snýrðu ekki aftur – þetta er svo heillandi heimur.“ – Er hljómgrunnur hjá yngstu kynslóðinni? „Ég held að krakkar hafi alltaf gaman af góðum sögum, vísum og rími og öðrum skemmtilegheitum í tungumáli. Auðvitað hafa þau gaman af sögum þegar þau segja sög- urnar sjálf og þau hrífast líka af góðum sögum. Ég býst ekki við að litlir krakkar í dag séu í því efni öðruvísi en á öðrum tímum. Sögur þeirra eru vitaskuld oft sagðar í myndum, en ég held að lestur sé mikilvægur, því hann þroskar tján- inguna. Við viljum ekki að þau missi þá færni. En ég held að krakkar hafi alltaf áhuga, ef þau fá sín tækifæri.“ Texti: Pétur Blöndal pebl@mbl.is Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is Síðasta orðið … Guðrún Nordal Þetta er svo heillandi heimur ’ Ég er bjart- sýn á að húsið rísi fyrr en síðar, enda veit ég hvílík lyfti- stöng það verður.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.