SunnudagsMogginn - 12.06.2011, Síða 13

SunnudagsMogginn - 12.06.2011, Síða 13
12. júní 2011 13 Á gústa Dröfn Sigmarsdóttir gerir skemmtilegt hálsskraut úr notuðum karlmanns- bindum, sem hún kallar Dömubindi. „Ætli það séu ekki svona tveir mánuðir síðan ég byrjaði að gera þetta fyrir mig,“ segir Ágústa. Hún fór að gera þetta fyrir alvöru þegar fjöl- skylda hennar stóð fyrir handverks- markaði í Vestmannaeyjum þaðan sem hún er ættuð en mikið er um hand- verks- og hönnunarfólk í ættinni. Í kjöl- farið bjó hún til síðu á Facebook sem er hægt að finna undir nafninu „Dömu- bindin“. Karllægt verður kvenlegt „Mér finnst gaman að bæði endurnýta hlutina og líka gera kvenlegt það sem hefur svona sterka karlmannlega ímynd,“ segir hún. „Það voru miklar vangaveltur um nafnið og mér datt þetta náttúrlega strax í hug,“ segir Ágústa en henni fannst nafnið fyndið. Hún bætir því við að mörgum hafi ekki fundist þetta nafn við hæfi og ráðlagt henni að láta vöruna heita eitthvað annað. Dömu- bindi, í upphaflegri meiningu þessa orðs, er eitthvað sem allar konur nota en tala kannski ekki mikið um. Nafnið er að minnsta kosti eftirminnilegt. „Ég vildi gera orðið fallegra. Ef fólki finnst þetta fallegt man það allavega eftir nafninu,“ segir hún. Saga á bak við hvert bindi Bindin hefur hún ekki fengið á mörk- uðum heldur er meiri saga á bak við þau. „Ég hef fengið bindin frá karlmönnum sem ég þekki eða fæ sögur af. Þegar ég fæ bindi, þá spyr ég hver átti þau og hvað hann gerði. Þínu Dömubindi fylgir saga. Mér fannst það ein- hvern veginn persónu- legra. Fyrir karlmenn hafa bindi líka verið visst stöðutákn.“ Hún hefur reyndar líka fengið bindi frá konum. „Ég var að fá mjög skemmtileg bindi, frá þessu tímabili á níunda ára- tugnum þegar konur voru líka með bindi. Þau eru ótrúlega skræpótt og skemmtileg. Ég á ennþá eftir að vinna úr þeim.“ Ekkert Dömubindi er eins, bæði er efniviðurinn einstakur og líka útlitið. „Lögunin getur kannski verið svipuð en ég hef aldrei fengið tvö eins bindi gef- ins. Hvert bindi fær bara sína lögun þegar það kemur í hendurnar á mér,“ segir Ágústa, sem notar stundum tvö bindi í hálsskrautið þegar hún „á bindi sem passa fallega saman“. Vinnur í Hjartavernd Hún er gift með tvö börn, fimm ára strák og tveggja ára stelpu. Hún er ekki hönnunarmenntuð en hefur saumað talsvert á sjálfa sig og börnin. „Ég vinn í frekar rúðustrikuðu starfi,“ segir Ágústa, sem er geislafræðingur og vinn- ur við myndgreiningu í Hjartavernd. „Ég fæ útrás fyrir sköpunargleðina í Dömubindunum.“ Ágústa verður með Dömubindin til sölu á Pop Up-markaði, sem verður haldinn á Grettisgötu 3, beint á móti Eymundsson og við hliðina á Þráni skóara, um komandi helgi, 16.-19. júní. Ólafur kennari og Gísli skipstjóri báru þessi bindi áður en þau urðu Dömubindi. Endurunnin dömubindi Ágústa Dröfn Sigmarsdóttir hannar fallegt háls- skraut úr notuðum karlmannsbindum með sögu. Hún er menntaður geislafræðingur en fær útrás fyrir sköpunargleðina í dömubindunum sínum. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Birgir málari og Tómas flugstjóri skreyttu sig áður með þessum bindum. Ólafur kennari skreytti sig með þessu bindi áður en það fékk nýtt hlutverk. Þetta er gert með tveimur bindum frá Birgi málara og Tómasi flugstjóra. Eitt enn úr smiðju Tómasar flugstjóra. Efniviðurinn hér er bindi frá Gísla skip- stjóra. Tómas flugstjóri var áður stoltur eigandi þessa bindis. ÁgústaDröfn Sigmarsdóttir

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.